Fótbolti

Liverpool með langflest mörk og langbestu markatöluna í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liverpool  menn fagna sigri á Manchester City.
Liverpool menn fagna sigri á Manchester City. Vísir/Getty
Liverpool var eina liðið sem vann báða leikina sína í átta liða úrslitunum og liðið er líka með yfirburðarforystu á listanum yfir mörk og markatölu í Meistaradeildinni 2017-18.

Í fyrsta sinn í sögunni eiga England, Þýskaland, Spánn og Ítalía öll lið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.





Þegar dregið verið á morgun þá verða í pottinum Liverpool frá Englandi, Real Madrid frá Spáni, Bayern München frá Þýskalandi og Roma frá Ítalíu.

Auk þess að þessar þjóðir eru í fyrsta sinn allar saman í undanúrslitunum þá er þetta í fyrsta sinn frá 2010 þar sem engin þjóð er með tvö lið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.





Liverpool skoraði fimm mörk í átta liða úrslitunum, fimm mörk í sextán liða úrslitunum og 23 mörk í riðlakeppninni og hefur skorað langflest mörk í Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Liverpool er með sex mörkum meira en næsta lið (Paris Saint Germain) og sjö mörkum meira en næsta lið sem er ennþá með í keppninni (Real Madrid).

Besti árangur liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2018:

Liverpool 2 sigrar og 5 mörk (+4)

Real Madrid 1 sigur og 4 mörk (+1)

Bayern München 1 sigur og 2 mörk (+1)

Roma 1 sigur og 4 mörk (=)

Barcelona 1 sigur og 4 mörk (=)

Juventus 1 sigur og 4 mörk (-1)

Sevilla 1 sigur og 1 mark (-1)

Manchester City 0 sigrar og 1 mark (-4)





Flest mörk í Meistaradeildinni 2017-18:

Liverpool    33 mörk

Paris Saint Germain    27 mörk

Real Madrid    26 mörk

Bayern München    23 mörk

Manchester City    20 mörk

Tottenham    18 mörk

Chelsea    17 mörk

Porto    15 mörk

Barcelona    15 mörk

Roma    15 mörk

Sevilla    15  mörk

Besta markatalan í Meistaradeildinni 2017-18:

Liverpool    +26 (33-7)

Paris Saint Germain +18 (27-9)

Bayern München +15 (23-8)

Real Madrid +14 (26-12)

Tottenham +12 (18-6)

Manchester City +10 (20-10)

Barcelona +10 (15-5)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×