Þrýstingur frá íþróttafélögum klauf Bjarta framtíð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. apríl 2018 06:00 Íþróttafélög Hafnarfjarðar eru stöðug upptök pólitískra átaka. Vísir/Daníel Undanfarin ár hafa áform um byggingu nýs knatthúss verið ítrekað til umræðu hjá bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði og forsvarsmenn félaganna FH og Hauka verið gestir á bæjarskrifstofunum. Málið hefur oft valdið ágreiningi í meirihlutasamstarfinu og flokkur Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði er rústir einar eftir að bæjarfulltrúar flokksins sögðu sig úr honum og viku fulltrúum flokksins úr nefndum og ráðum bæjarins. Tvö knatthús eru í Hafnarfirði, bæði á athafnasvæði FH, þar á meðal Risinn í Kaplakrika sem bærinn leigir af félaginu fyrir tugi milljóna á ári. Haukar eiga ekkert yfirbyggt knatthús og vilja fá sams konar samning og gerður var við FH en meirihlutinn í Hafnarfirði hefur ákveðið að FH fái þriðja knatthús bæjarins. Síðastliðið sumar gerði Sjálfstæðisflokkurinn tillögu um að byggð yrðu tvö knatthús; eitt fyrir hvort íþróttafélag. Á hitafundi í bæjarstjórn klofnaði meirihlutinn í málinu og fulltrúar Bjartrar framtíðar snerust á sveif með minnihlutanum í málinu og gegn samstarfsflokki sínum, enda þótti tillagan ótækt bruðl. Í kjölfar þessa skells var samþykkt fjárhagsáætlun sem gerir ráð fyrir 720 milljóna framlagi á árunum 2018 og 2019 til byggingar eins knatthúss á FH-svæðinu í Kaplakrika. Ekki voru Haukamenn sáttir við þetta enda hafi krakkarnir á Völlunum enga aðstöðu innandyra til iðkunar á veturna og þótt fleiri iðkendur séu hjá FH skýrist sá fjöldi ekki síst af aðstöðumun félaganna tveggja.Hinir fornu fjendur Haukar og FH takast hér á í handboltaleik árið 2014.Vísir/VilhelmEnn spruttu deilur upp í bæjarstjórn vegna málsins skömmu eftir áramót þegar verkið fór í alútboð. Vinna við útboðsgögn var gagnrýnd, meðal annars af bæjarfulltrúum Bjartrar framtíðar, og þótti sumum útboðsgögn sniðin að tilteknum aðila, formanni knattspyrnudeildar FH, sem reyndist svo sá eini sem sendi inn tilboð fyrir hönd finnsks fyrirtækis sem hann er umboðsaðili fyrir. Lægsta tilboðið er rúmlega 50 prósentum hærra en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Ekki hefur verið tekin afstaða til tilboðanna. Nokkur óvissa ríkir því um framhald málsins. Nú í aðdraganda kosninga halda íþróttafélögin enn uppteknum hætti. Í nýlegri færslu í lokuðum Facebook-hóp iðkenda á unglingsaldri í Haukum, vakti þjálfari athygli á prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og benti iðkendunum á hvernig mætti skrá sig í flokkinn og veita þeim brautargengi sem helst væru stuðningsmenn knatthúss fyrir Hauka. Þrátt fyrir að fjárhagsáætlun bæjarins geri eingöngu ráð fyrir bygginu knatthúss í Kaplakrika, segir á Facebook-síðu Hauka frá skoðunarferð fulltrúa félagsins með lykilstjórnendum bæjarins í nokkur nýleg knatthús. Deiliskipulagsvinna sé hafin fyrir Ásvelli þar sem ljóst sé að stórt upphitað knatthús muni rísa á næstu misserum. Aðspurður segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni til slíkrar byggingar á Ásvöllum í fjárhagsáætlun en í greinargerð með henni segi að ganga eigi til samninga við félagið á þessu ári um undirbúning og hönnun knatthúss að Ásvöllum.Borghildur Sturludóttir, varabæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, þurfti að taka pokann sinn í skipulags- og byggingaráði eftir átakafund í bæjarstjórn í fyrradag, meðal annars vegna afstöðu til knatthúsaVísir/ernirEkki sér fyrir endann á átökunum „Ég er ekki kosin til að vera sammála Sjálfstæðisflokknum og mér finnst alveg sjálfsagt að það sé tekist á um mál og aðferðafræði, en ég er engin átakakona,“ segir Borghildur Sturludóttir sem var látin taka pokann sinn í skipulags- og byggingaráði Hafnarfjarðar eftir hitafund í bæjarstjórn í fyrradag. Þrýstingur íþróttafélaganna FH og Hauka í Hafnarfirði um byggingu knatthúsa er stöðug uppspretta átaka í bæjarpólitíkinni þar. Á kjörtímabilinu hefur reglulega hrikt í stoðum meirihlutasamstarfs Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar vegna knatthúsamálsins sem er svo heitt að Björt framtíð í Hafnarfirði hefur liðast í sundur, bæjarfulltrúarnir hafa sagt sig úr flokknum og hreinsað þá fulltrúa sem enn eru í flokknum úr nefndum og ráðum bæjarins. Borghildur hefur verið á öndverðum meiði við meirihlutann í knatthúsamálinu og hefur meðal annars lagt áherslu á óháða staðarvalsgreiningu fyrir nýtt knatthús. „Við höfum verið að tækla fullt af erfiðum málum og iðulega verið samhugur um að gera vel. Nema þarna, þarna er alger klofningur,“ segir Borghildur um knatthúsin og bætir við: „Annaðhvort er fólk að fylgja hagsmunum FH og setja þá ofar hagsmunum bæjarbúa, eða það er bara að hugsa um prófkjör og atkvæði.“ Borghildur hefur ásamt Pétri Óskarssyni varabæjarfulltrúa sent erindi á ráðuneyti sveitarstjórnarmála og óskað eftir að verklag á fyrrnefndum bæjarstjórnarfundi verði tekið til skoðunar og boðað stjórnsýslukæru að öðrum kosti. Þá hafa þau farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að það taki kjörgengi Einars Birkis Einarssonar bæjarfulltrúa til athugunar en eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu er Einar búsettur í Kópavogi en hefur lögheimili sitt skráð á heimili systur sinnar í Hafnarfirði. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Viðreisn með sérframboð í Hafnarfirði vegna átaka innan Bjartrar framtíðar Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 12. apríl 2018 19:09 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Undanfarin ár hafa áform um byggingu nýs knatthúss verið ítrekað til umræðu hjá bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði og forsvarsmenn félaganna FH og Hauka verið gestir á bæjarskrifstofunum. Málið hefur oft valdið ágreiningi í meirihlutasamstarfinu og flokkur Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði er rústir einar eftir að bæjarfulltrúar flokksins sögðu sig úr honum og viku fulltrúum flokksins úr nefndum og ráðum bæjarins. Tvö knatthús eru í Hafnarfirði, bæði á athafnasvæði FH, þar á meðal Risinn í Kaplakrika sem bærinn leigir af félaginu fyrir tugi milljóna á ári. Haukar eiga ekkert yfirbyggt knatthús og vilja fá sams konar samning og gerður var við FH en meirihlutinn í Hafnarfirði hefur ákveðið að FH fái þriðja knatthús bæjarins. Síðastliðið sumar gerði Sjálfstæðisflokkurinn tillögu um að byggð yrðu tvö knatthús; eitt fyrir hvort íþróttafélag. Á hitafundi í bæjarstjórn klofnaði meirihlutinn í málinu og fulltrúar Bjartrar framtíðar snerust á sveif með minnihlutanum í málinu og gegn samstarfsflokki sínum, enda þótti tillagan ótækt bruðl. Í kjölfar þessa skells var samþykkt fjárhagsáætlun sem gerir ráð fyrir 720 milljóna framlagi á árunum 2018 og 2019 til byggingar eins knatthúss á FH-svæðinu í Kaplakrika. Ekki voru Haukamenn sáttir við þetta enda hafi krakkarnir á Völlunum enga aðstöðu innandyra til iðkunar á veturna og þótt fleiri iðkendur séu hjá FH skýrist sá fjöldi ekki síst af aðstöðumun félaganna tveggja.Hinir fornu fjendur Haukar og FH takast hér á í handboltaleik árið 2014.Vísir/VilhelmEnn spruttu deilur upp í bæjarstjórn vegna málsins skömmu eftir áramót þegar verkið fór í alútboð. Vinna við útboðsgögn var gagnrýnd, meðal annars af bæjarfulltrúum Bjartrar framtíðar, og þótti sumum útboðsgögn sniðin að tilteknum aðila, formanni knattspyrnudeildar FH, sem reyndist svo sá eini sem sendi inn tilboð fyrir hönd finnsks fyrirtækis sem hann er umboðsaðili fyrir. Lægsta tilboðið er rúmlega 50 prósentum hærra en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Ekki hefur verið tekin afstaða til tilboðanna. Nokkur óvissa ríkir því um framhald málsins. Nú í aðdraganda kosninga halda íþróttafélögin enn uppteknum hætti. Í nýlegri færslu í lokuðum Facebook-hóp iðkenda á unglingsaldri í Haukum, vakti þjálfari athygli á prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og benti iðkendunum á hvernig mætti skrá sig í flokkinn og veita þeim brautargengi sem helst væru stuðningsmenn knatthúss fyrir Hauka. Þrátt fyrir að fjárhagsáætlun bæjarins geri eingöngu ráð fyrir bygginu knatthúss í Kaplakrika, segir á Facebook-síðu Hauka frá skoðunarferð fulltrúa félagsins með lykilstjórnendum bæjarins í nokkur nýleg knatthús. Deiliskipulagsvinna sé hafin fyrir Ásvelli þar sem ljóst sé að stórt upphitað knatthús muni rísa á næstu misserum. Aðspurður segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni til slíkrar byggingar á Ásvöllum í fjárhagsáætlun en í greinargerð með henni segi að ganga eigi til samninga við félagið á þessu ári um undirbúning og hönnun knatthúss að Ásvöllum.Borghildur Sturludóttir, varabæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, þurfti að taka pokann sinn í skipulags- og byggingaráði eftir átakafund í bæjarstjórn í fyrradag, meðal annars vegna afstöðu til knatthúsaVísir/ernirEkki sér fyrir endann á átökunum „Ég er ekki kosin til að vera sammála Sjálfstæðisflokknum og mér finnst alveg sjálfsagt að það sé tekist á um mál og aðferðafræði, en ég er engin átakakona,“ segir Borghildur Sturludóttir sem var látin taka pokann sinn í skipulags- og byggingaráði Hafnarfjarðar eftir hitafund í bæjarstjórn í fyrradag. Þrýstingur íþróttafélaganna FH og Hauka í Hafnarfirði um byggingu knatthúsa er stöðug uppspretta átaka í bæjarpólitíkinni þar. Á kjörtímabilinu hefur reglulega hrikt í stoðum meirihlutasamstarfs Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar vegna knatthúsamálsins sem er svo heitt að Björt framtíð í Hafnarfirði hefur liðast í sundur, bæjarfulltrúarnir hafa sagt sig úr flokknum og hreinsað þá fulltrúa sem enn eru í flokknum úr nefndum og ráðum bæjarins. Borghildur hefur verið á öndverðum meiði við meirihlutann í knatthúsamálinu og hefur meðal annars lagt áherslu á óháða staðarvalsgreiningu fyrir nýtt knatthús. „Við höfum verið að tækla fullt af erfiðum málum og iðulega verið samhugur um að gera vel. Nema þarna, þarna er alger klofningur,“ segir Borghildur um knatthúsin og bætir við: „Annaðhvort er fólk að fylgja hagsmunum FH og setja þá ofar hagsmunum bæjarbúa, eða það er bara að hugsa um prófkjör og atkvæði.“ Borghildur hefur ásamt Pétri Óskarssyni varabæjarfulltrúa sent erindi á ráðuneyti sveitarstjórnarmála og óskað eftir að verklag á fyrrnefndum bæjarstjórnarfundi verði tekið til skoðunar og boðað stjórnsýslukæru að öðrum kosti. Þá hafa þau farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að það taki kjörgengi Einars Birkis Einarssonar bæjarfulltrúa til athugunar en eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu er Einar búsettur í Kópavogi en hefur lögheimili sitt skráð á heimili systur sinnar í Hafnarfirði.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Viðreisn með sérframboð í Hafnarfirði vegna átaka innan Bjartrar framtíðar Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 12. apríl 2018 19:09 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00
Viðreisn með sérframboð í Hafnarfirði vegna átaka innan Bjartrar framtíðar Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 12. apríl 2018 19:09
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent