Eigandi Roma um gosbrunnastökkið sitt: „Ég á það til að fara aðeins of langt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2018 22:30 James Pallotta. Vísir/Getty James Pallotta, eigandi ítalska félagsins Roma, var í það mikili sigurvímu eftir að liðið hans sló Barcelona út úr Meistaradeildinni í vikunni að hann hoppaði út í einn frægasta gosbrunn Rómarborgar. Hann hefur nú beðist afsökunar. „Ég held að það megi ekki lengur stökkva út í gosbrunnana hér í Róm. Ég fæ líklega símtal og sekt,“ sagði James Pallotta við fjölmiðla daginn eftir gosbrunnastökkið. Hann hafði líka rétt fyrir sér. Tveimur klukkutímum síðar fékk hann 450 evru sekt fyrir að stökkva út í Piazza del Popolo gosbrunninn eins og náðist á myndband sem sjá má hér fyrir neðan.UNBELIEVABLE! Roma president Pallotta throwing himself in the fountain surrounded by fans! pic.twitter.com/tqSnehrMbp — Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) April 10, 2018 5500 krónur er samt ekki mikil sekt fyrir mann eins og Pallotta. Hann gerði því gott betur. Pallotta bað Virginia Raggi, borgarstjóra Rómarborgar, persónulega afsökunar, og gaf síðan 230 þúsund evrur, eða 28 milljónir, í endurbyggingu gosbrunnarins fyrir framan Pantheon-hofið í Róm. „Ég sá aldrei eftir þessu. Ég á það til að ganga of langt og það nær alla leið aftur til háskólanámsins," sagði James Pallotta í viðtali við World Football show í BBC útvarpinu. Hann endaði rennandi blautur upp á hótelherbergi eftir næturgaman. Roma vann leikinn 3-0 eftir að hafa tapað 4-1 í fyrri leiknum í Barcelona. Ítalska liðið komst því áfram á fleiri mörkum á útivelli. Fögnuðurinn var rosalegur á Ólympíuleikvanginum í Róm og það misstu sig hreinlega allir, hvort sem þeir voru leikmenn, starfsmenn, áhorfendur eða blaðamenn. Það var líka mikið fjör í klefanum en þar lét Pallotta þó ekki sjá sig. „Ég fór ekki í búningsklefann eftir leikinn því mér fannst þetta eiga bara að snúast um leikmennina sjálfa,“ sagði Pallotta. „Ég er ekki einn af þessum eigendum sem telur sig þurfa alltaf að vera í búningsklefanum. Oftast er miklu skemmtilegra hjá þeim þegar eigandinn er ekki nærri,“ sagði Pallotta. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Sjá meira
James Pallotta, eigandi ítalska félagsins Roma, var í það mikili sigurvímu eftir að liðið hans sló Barcelona út úr Meistaradeildinni í vikunni að hann hoppaði út í einn frægasta gosbrunn Rómarborgar. Hann hefur nú beðist afsökunar. „Ég held að það megi ekki lengur stökkva út í gosbrunnana hér í Róm. Ég fæ líklega símtal og sekt,“ sagði James Pallotta við fjölmiðla daginn eftir gosbrunnastökkið. Hann hafði líka rétt fyrir sér. Tveimur klukkutímum síðar fékk hann 450 evru sekt fyrir að stökkva út í Piazza del Popolo gosbrunninn eins og náðist á myndband sem sjá má hér fyrir neðan.UNBELIEVABLE! Roma president Pallotta throwing himself in the fountain surrounded by fans! pic.twitter.com/tqSnehrMbp — Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) April 10, 2018 5500 krónur er samt ekki mikil sekt fyrir mann eins og Pallotta. Hann gerði því gott betur. Pallotta bað Virginia Raggi, borgarstjóra Rómarborgar, persónulega afsökunar, og gaf síðan 230 þúsund evrur, eða 28 milljónir, í endurbyggingu gosbrunnarins fyrir framan Pantheon-hofið í Róm. „Ég sá aldrei eftir þessu. Ég á það til að ganga of langt og það nær alla leið aftur til háskólanámsins," sagði James Pallotta í viðtali við World Football show í BBC útvarpinu. Hann endaði rennandi blautur upp á hótelherbergi eftir næturgaman. Roma vann leikinn 3-0 eftir að hafa tapað 4-1 í fyrri leiknum í Barcelona. Ítalska liðið komst því áfram á fleiri mörkum á útivelli. Fögnuðurinn var rosalegur á Ólympíuleikvanginum í Róm og það misstu sig hreinlega allir, hvort sem þeir voru leikmenn, starfsmenn, áhorfendur eða blaðamenn. Það var líka mikið fjör í klefanum en þar lét Pallotta þó ekki sjá sig. „Ég fór ekki í búningsklefann eftir leikinn því mér fannst þetta eiga bara að snúast um leikmennina sjálfa,“ sagði Pallotta. „Ég er ekki einn af þessum eigendum sem telur sig þurfa alltaf að vera í búningsklefanum. Oftast er miklu skemmtilegra hjá þeim þegar eigandinn er ekki nærri,“ sagði Pallotta.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Sjá meira