Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 13. apríl 2018 10:57 Stóru málin Eitt af stærstu áherslumálum Garðabæjarlistans eru velferðarmál. Velferðarþjónusta er gríðarlega mikilvæg grunnstoð í hverju samfélagi. Það skiptir máli að okkar innsti kjarni sé styrkur, að við séum hvert og eitt okkar við góða líðan og heilsu líkamlega sem og andlega.Bjóðum upp á faglega þjónustu Þess vegna skiptir það okkur sem komum að Garðabæjarlistanum mjög miklu máli að í Garðabæ sé sérstaklega vandað til verka þegar kemur að viðkæmum málaflokki eins og velferðarmálum. Þegar einstaklingur þarf á aðstoð að halda frá samfélaginu þá skiptir máli að slík aðstoð fáist sem faglegustu og um leið að hún sé miðuð að þörfum hvers og eins. Líðan og velferð okkar alla skiptir máli og felur í sér gríðarleg lífsgæði. Þegar einstaklingur þarf á einhvers konar aðstoð eða stuðningi að halda þá þarf bæjarfélagið að vanda til verka og hafa ígrundað vel þá þjónustu sem í aðstoðinni felst.Stefnumótun með skýrri og metnaðarfullri framtíðarsýn Við í Garðabæjarlistanum viljum vandaða og metnaðarfulla stefnumótun í velferðarmálum. Við tökum einfaldlega ekki annað í mál en að bæjarfélag eins og Garðabær, sem stendur vel fjárhagslega, standi undir þeim kröfum sem við gerum sem samfélag. Við viljum að allir einstaklingar fái notið sín í samfélaginu sem þeir tilheyra og geri það með reisn. Til þess að svo megi vera þarf að hafa skýra sýn og fyrir fram mótaða stefnu um hvernig þjónustu er boðið upp á og hvernig hún er veitt til einstaklinga.Þjónustumiðuð stjórnsýsla er lykill Stjórnsýslan verður að þjóna tilgangi sínum sem er að vera fyrst og fremst í hlutverki þjónustu við íbúa. Við þurfum að byggja upp faglega þjónustu sem leiðir það af sér að hver einasti Garðbæingur upplifi sig heima. Félagsleg úrræði eru einn liður í heildstæðri velferðarþjónustu. Það skiptir máli að Garðabær geri ráð fyrir því að meðal Garðbæinga eru, eins og alls staðar annar staðar, einstaklingar sem munu þurfa á slíkum úrræðum að halda eða þurfa það nú þegar. Við þessari þörf verður að bregðast með faglegum hætti og af ábyrgð.Á tímamótum Við stöndum á ákveðnum tímamótum í kjölfar löggildingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hann felur m.a. í sér ákveðnar breytingar á viðmóti í velferðarþjónustu almennt sem gengur einfaldlega út á það að gera betur og bera virðingu fyrir rétti einstaklingsins til sjálfstæðs lífs óháð aðstöðu eða atgervi. Við erum einfaldlega komin á þann stað að við viðurkennum réttindi allra til sjálfstæðs lífs. Í því felst m.a. sjálfstæð búseta, aðgengi að samfélaginu í sinni fjölbreyttustu mynd og stuðningur til athafna. Stuðningur bæjarfélagsins verður að taka tillit til misjafnra þarfa einstaklinga, því velferðarþjónusta snýst nefnilega um einstaklinga en ekki kerfi.Gerum betur Garðabær á að okkar mati að vera í fararbroddi í velferðarmálum. Við Garðbæingar eigum að geta verið stolt af því að standa vel að málum þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu okkar. Garðabæjarlistinn vill hafa mennsku og samkennd í fyrirrúmi. Við munum beita okkur af öllum krafti í þágu velferðar og vellíðanar allra íbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Stóru málin Eitt af stærstu áherslumálum Garðabæjarlistans eru velferðarmál. Velferðarþjónusta er gríðarlega mikilvæg grunnstoð í hverju samfélagi. Það skiptir máli að okkar innsti kjarni sé styrkur, að við séum hvert og eitt okkar við góða líðan og heilsu líkamlega sem og andlega.Bjóðum upp á faglega þjónustu Þess vegna skiptir það okkur sem komum að Garðabæjarlistanum mjög miklu máli að í Garðabæ sé sérstaklega vandað til verka þegar kemur að viðkæmum málaflokki eins og velferðarmálum. Þegar einstaklingur þarf á aðstoð að halda frá samfélaginu þá skiptir máli að slík aðstoð fáist sem faglegustu og um leið að hún sé miðuð að þörfum hvers og eins. Líðan og velferð okkar alla skiptir máli og felur í sér gríðarleg lífsgæði. Þegar einstaklingur þarf á einhvers konar aðstoð eða stuðningi að halda þá þarf bæjarfélagið að vanda til verka og hafa ígrundað vel þá þjónustu sem í aðstoðinni felst.Stefnumótun með skýrri og metnaðarfullri framtíðarsýn Við í Garðabæjarlistanum viljum vandaða og metnaðarfulla stefnumótun í velferðarmálum. Við tökum einfaldlega ekki annað í mál en að bæjarfélag eins og Garðabær, sem stendur vel fjárhagslega, standi undir þeim kröfum sem við gerum sem samfélag. Við viljum að allir einstaklingar fái notið sín í samfélaginu sem þeir tilheyra og geri það með reisn. Til þess að svo megi vera þarf að hafa skýra sýn og fyrir fram mótaða stefnu um hvernig þjónustu er boðið upp á og hvernig hún er veitt til einstaklinga.Þjónustumiðuð stjórnsýsla er lykill Stjórnsýslan verður að þjóna tilgangi sínum sem er að vera fyrst og fremst í hlutverki þjónustu við íbúa. Við þurfum að byggja upp faglega þjónustu sem leiðir það af sér að hver einasti Garðbæingur upplifi sig heima. Félagsleg úrræði eru einn liður í heildstæðri velferðarþjónustu. Það skiptir máli að Garðabær geri ráð fyrir því að meðal Garðbæinga eru, eins og alls staðar annar staðar, einstaklingar sem munu þurfa á slíkum úrræðum að halda eða þurfa það nú þegar. Við þessari þörf verður að bregðast með faglegum hætti og af ábyrgð.Á tímamótum Við stöndum á ákveðnum tímamótum í kjölfar löggildingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hann felur m.a. í sér ákveðnar breytingar á viðmóti í velferðarþjónustu almennt sem gengur einfaldlega út á það að gera betur og bera virðingu fyrir rétti einstaklingsins til sjálfstæðs lífs óháð aðstöðu eða atgervi. Við erum einfaldlega komin á þann stað að við viðurkennum réttindi allra til sjálfstæðs lífs. Í því felst m.a. sjálfstæð búseta, aðgengi að samfélaginu í sinni fjölbreyttustu mynd og stuðningur til athafna. Stuðningur bæjarfélagsins verður að taka tillit til misjafnra þarfa einstaklinga, því velferðarþjónusta snýst nefnilega um einstaklinga en ekki kerfi.Gerum betur Garðabær á að okkar mati að vera í fararbroddi í velferðarmálum. Við Garðbæingar eigum að geta verið stolt af því að standa vel að málum þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu okkar. Garðabæjarlistinn vill hafa mennsku og samkennd í fyrirrúmi. Við munum beita okkur af öllum krafti í þágu velferðar og vellíðanar allra íbúa.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun