Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2018 12:45 Comey hefur meðal annars borið um að Trump hafi beðið hann um að láta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans, falla niður í fyrra. Vísir/AFP Hörð gagnrýni James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, á Donald Trump Bandaríkjaforseta virðist ekki leggjast vel í þann síðarnefnd. Trump kallar Comey „óþokka“, lekara og lygara í heiftúðlegum tístum nú í morgun. Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta kafla úr nýrri bók frá Comey sem er væntanleg á þriðjudag. Þar segir Comey að forsetinn sé „ósiðlegur“ og „óbundinn sannleikanum“. Trump rak Comey vegna Rússarannsóknarinnar svonefndu í maí í fyrra. Repúblikanar hafa þegar dregið upp áætlun til að mæta Comey í fjölmiðlum, meðal annars með því að brennimerkja hann sem lygara. Leiða má líkum að því að fjölmiðlaumfjöllunin hafi verið kveikjan að tveimur tístum Trump um Comey í morgun sem eru sérstaklega harðorð, jafnvel á hans mælikvarða. „James Comey er staðfestur LEKARI og LYGARI. Svo gott sem allir í Washington töldu að hann ætti að vera rekinn fyrir ömurlegt starf þangað til hann var í reynd rekinn. Hann lak TRÚNAÐAR upplýsingum sem ætti að vera sóttur til saka fyrir. Hann laug eiðsvarinn að þinginu,“ básúnaði Trump í fyrra tístinu. Hann fylgdi því eftir skömmu síðar og lét gaminn áfram geisa um Comey. „Hann var veikur og ósannsögull óþokki [e. slime ball] sem var eins og tíminn hefur leitt í ljós hræðilegur forstjóri FBI,“ tísti Trump og sagði að meðhöndlun Comey á rannsókninni á Hillary Clinton, sem Trump kallar sem fyrr „spillta“, hafi verið eitt mesta klúður sögunnar. „Það var mér mikill heiður að reka James Comey!“ segir Trump.Skjáskot/TwitterEkkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Comey hafi gerst sekur um að leka trúnaðarupplýsingum sem honum var treyst fyrir í starfi eins og Trump staðhæfir. Hins vegar sagði Comey sjálfur þegar hann sat fyrir svörum hjá þingnefnd að hann hafi leyft vini sínum að segja fjölmiðlum frá efni samtala hans við Trump í fyrra. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur farið með fleipur í tengslum við samskipti sín við Comey. Í fyrra gaf forsetinn sterklega í skyn að til væru upptökur af samtölum þeirra í Hvíta húsinu og því ætti Comey að gæta orða sinna. Einhverju síðar neyddist Trump þó til að viðurkenna að engar slíkar upptökur væru til. Donald Trump Tengdar fréttir Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30 Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Sjá meira
Hörð gagnrýni James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, á Donald Trump Bandaríkjaforseta virðist ekki leggjast vel í þann síðarnefnd. Trump kallar Comey „óþokka“, lekara og lygara í heiftúðlegum tístum nú í morgun. Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta kafla úr nýrri bók frá Comey sem er væntanleg á þriðjudag. Þar segir Comey að forsetinn sé „ósiðlegur“ og „óbundinn sannleikanum“. Trump rak Comey vegna Rússarannsóknarinnar svonefndu í maí í fyrra. Repúblikanar hafa þegar dregið upp áætlun til að mæta Comey í fjölmiðlum, meðal annars með því að brennimerkja hann sem lygara. Leiða má líkum að því að fjölmiðlaumfjöllunin hafi verið kveikjan að tveimur tístum Trump um Comey í morgun sem eru sérstaklega harðorð, jafnvel á hans mælikvarða. „James Comey er staðfestur LEKARI og LYGARI. Svo gott sem allir í Washington töldu að hann ætti að vera rekinn fyrir ömurlegt starf þangað til hann var í reynd rekinn. Hann lak TRÚNAÐAR upplýsingum sem ætti að vera sóttur til saka fyrir. Hann laug eiðsvarinn að þinginu,“ básúnaði Trump í fyrra tístinu. Hann fylgdi því eftir skömmu síðar og lét gaminn áfram geisa um Comey. „Hann var veikur og ósannsögull óþokki [e. slime ball] sem var eins og tíminn hefur leitt í ljós hræðilegur forstjóri FBI,“ tísti Trump og sagði að meðhöndlun Comey á rannsókninni á Hillary Clinton, sem Trump kallar sem fyrr „spillta“, hafi verið eitt mesta klúður sögunnar. „Það var mér mikill heiður að reka James Comey!“ segir Trump.Skjáskot/TwitterEkkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Comey hafi gerst sekur um að leka trúnaðarupplýsingum sem honum var treyst fyrir í starfi eins og Trump staðhæfir. Hins vegar sagði Comey sjálfur þegar hann sat fyrir svörum hjá þingnefnd að hann hafi leyft vini sínum að segja fjölmiðlum frá efni samtala hans við Trump í fyrra. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur farið með fleipur í tengslum við samskipti sín við Comey. Í fyrra gaf forsetinn sterklega í skyn að til væru upptökur af samtölum þeirra í Hvíta húsinu og því ætti Comey að gæta orða sinna. Einhverju síðar neyddist Trump þó til að viðurkenna að engar slíkar upptökur væru til.
Donald Trump Tengdar fréttir Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30 Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Sjá meira
Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30
Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35