„Kalda stríðið er einfaldlega komið aftur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 14. apríl 2018 20:17 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir árásirnar sem gerðar voru á Sýrland í nótt staðfesta að nýtt kalt stríð sé skollið á. „Þær staðfesta auðvitað að það er brostið á með nýju köldu stríði, það blasir einfaldlega við. Þarna takast Vesturveldin á við Rússland inni í Sýrlandi. Sýrland er orðið að vettvangi staðgengils stríðs á milli þessara tveggja aðila sem að á ensku er kallað „proxy war.” Þannig að kalda stríðið er einfaldlega komið aftur. Eða kannski réttara sagt nýtt kalt stríð sem að tekur við af hinu fyrra sem var auðvitað í veigamiklum atriðum frábrugðið,“ segir Eiríkur.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/AntonBíða eftir valdhöfum í Kreml Eiríkur segir að Sýrland sé orðin vettvangur fyrir átök heimsveldanna. Hann segir einnig að þetta kalda stríð sé ekki orðið nærri því eins viðamikið og það fyrra en að það hafi sömu einkenni. „Það þýðir einfaldlega að heimsveldin eru að takast á um stöðu og völd í alþjóðakerfinu án þess að það brjótist út vopnuð átök beint á milli þeirra. Þá gerist það þannig að það verða önnur ríki sem verða að staðgengli átakanna á milli heimsveldanna eins og var í kalda stríðinu hinu fyrra og kalda stríðið hið síðara hefur þessi sömu einkenni. Það er náttúrulega ekki orðið nándar nærri jafn viðamikið og hið fyrra kalda stríð en eðli þeirra er það sama. Núna stöndum við frammi fyrir því að bíða eftir því hvað valdhafarnir í Kreml munu gera til þess að svara þessari árás. Pútín hefur sagt það að þetta verði ekki látið óátalið. Þarna er hann líka kominn í samkurl með Íran inni í Sýrlandi þannig að víðsjárnar í veröldinni eru orðnar ansi miklar,” segir Eiríkur.„Ekki friðvænlegt um að horfa í Sýrlandi” Ljóst er að friður muni ekki komast á í Sýrlandi í bráð. „Það er ekki friðvænlegt um að horfa í Sýrlandi, það blasir alveg við. Það virðist vera svar heimsveldanna við átökum séu alltaf meiri átök, ef að einn sprengir þá verður hinn að sprengja líka. Þetta virðist vera einhver nauðhyggja sem að menn eru haldnir og enn sem komið er höfum við ekki sé heimsleiðtogana bjóða upp á aðra lausn heldur en lausn átaka reyndar ekki beint á milli hverra annars heldur í þessum staðgengils svæðum sem verða vettvangur átakanna," segir Eiríkur. Hann bætir við að „þannig að eins og staðan er akkúrat í augnablikinu að þá er ekki friðvænlegt fyrir fólkið þarna fyrir botni Miðjarðarhafs og auðvitað eykur þetta bara á flóttamannastrauminn. Þessar árásir í nótt gera ekkert annað en að senda fleira fólk út úr Sýrlandi til Vesturlanda sem hafa síðan tekið sig saman að meina þeim inngöngu þannig að þetta er nú ansi flókið.” Eiríkur segir að fá þjóðríki hafi sýnt viðbrögð við þessum árásum. „Það hafa nú kannski ekki verið mikil viðbrögð en við sjáum hins vegar að það eru bara þrjú ríki sem standa að þessu. Það eru Bandaríkin, Bretland og Frakkland og fjarvera ríkja á borð við Ítalíu, Spánar og Þýskalands er auðvitað áberandi,” segir Eiríkur í lokin. Mið-Austurlönd Stj.mál Tengdar fréttir Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir árásirnar sem gerðar voru á Sýrland í nótt staðfesta að nýtt kalt stríð sé skollið á. „Þær staðfesta auðvitað að það er brostið á með nýju köldu stríði, það blasir einfaldlega við. Þarna takast Vesturveldin á við Rússland inni í Sýrlandi. Sýrland er orðið að vettvangi staðgengils stríðs á milli þessara tveggja aðila sem að á ensku er kallað „proxy war.” Þannig að kalda stríðið er einfaldlega komið aftur. Eða kannski réttara sagt nýtt kalt stríð sem að tekur við af hinu fyrra sem var auðvitað í veigamiklum atriðum frábrugðið,“ segir Eiríkur.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/AntonBíða eftir valdhöfum í Kreml Eiríkur segir að Sýrland sé orðin vettvangur fyrir átök heimsveldanna. Hann segir einnig að þetta kalda stríð sé ekki orðið nærri því eins viðamikið og það fyrra en að það hafi sömu einkenni. „Það þýðir einfaldlega að heimsveldin eru að takast á um stöðu og völd í alþjóðakerfinu án þess að það brjótist út vopnuð átök beint á milli þeirra. Þá gerist það þannig að það verða önnur ríki sem verða að staðgengli átakanna á milli heimsveldanna eins og var í kalda stríðinu hinu fyrra og kalda stríðið hið síðara hefur þessi sömu einkenni. Það er náttúrulega ekki orðið nándar nærri jafn viðamikið og hið fyrra kalda stríð en eðli þeirra er það sama. Núna stöndum við frammi fyrir því að bíða eftir því hvað valdhafarnir í Kreml munu gera til þess að svara þessari árás. Pútín hefur sagt það að þetta verði ekki látið óátalið. Þarna er hann líka kominn í samkurl með Íran inni í Sýrlandi þannig að víðsjárnar í veröldinni eru orðnar ansi miklar,” segir Eiríkur.„Ekki friðvænlegt um að horfa í Sýrlandi” Ljóst er að friður muni ekki komast á í Sýrlandi í bráð. „Það er ekki friðvænlegt um að horfa í Sýrlandi, það blasir alveg við. Það virðist vera svar heimsveldanna við átökum séu alltaf meiri átök, ef að einn sprengir þá verður hinn að sprengja líka. Þetta virðist vera einhver nauðhyggja sem að menn eru haldnir og enn sem komið er höfum við ekki sé heimsleiðtogana bjóða upp á aðra lausn heldur en lausn átaka reyndar ekki beint á milli hverra annars heldur í þessum staðgengils svæðum sem verða vettvangur átakanna," segir Eiríkur. Hann bætir við að „þannig að eins og staðan er akkúrat í augnablikinu að þá er ekki friðvænlegt fyrir fólkið þarna fyrir botni Miðjarðarhafs og auðvitað eykur þetta bara á flóttamannastrauminn. Þessar árásir í nótt gera ekkert annað en að senda fleira fólk út úr Sýrlandi til Vesturlanda sem hafa síðan tekið sig saman að meina þeim inngöngu þannig að þetta er nú ansi flókið.” Eiríkur segir að fá þjóðríki hafi sýnt viðbrögð við þessum árásum. „Það hafa nú kannski ekki verið mikil viðbrögð en við sjáum hins vegar að það eru bara þrjú ríki sem standa að þessu. Það eru Bandaríkin, Bretland og Frakkland og fjarvera ríkja á borð við Ítalíu, Spánar og Þýskalands er auðvitað áberandi,” segir Eiríkur í lokin.
Mið-Austurlönd Stj.mál Tengdar fréttir Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27
Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36
Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54
Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05
Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21