Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2018 08:22 Íbúi í Douma skolaður með vatni eftir það sem er talið hafa verið efnavopnaárás þar 7. apríl. Vísir/AFP Bandaríkjastjórn segist hafa upplýsingar um að sarín- og klórgas hafi verið notað í efnavopnaárás í bænum Douma sem hún fullyrðir að ríkisstjórn Bashars al-Assad hafi staðið að. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar svöruðu árásinni í Douma með loftárásum sem beindust gegn getu Assad-stjórnarinnar til að beita efnavopnum á nýjan leik á aðfaranótt laugardags. Reuters-fréttastofan hefur eftir bandarískum embættismanni að mestu upplýsingarnar séu um klórgasið en einnig séu verulegar vísbendingar um notkun saríngass. Þvert á fullyrðingar Rússa um að sýrlenski herinn hafi náð að skjóta niður meirihluta flugskeyta ríkjanna þriggja sagði bandaríska varnarmálaráðuneytið að þrjú skotmörk hafi verið eyðilögð í gær, án truflana frá Sýrlandsstjórn. Efnavopnastofnunin í Haag (OPCW) sagði í gær að hún ætlaði eftir sem áður að fara til Douma til að rannsaka áskanirnar um efnavopnaárásina. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði að beiðni Rússa í gær en þeir hafa stutt Assad hernaðarlega. Ráðið hafnaði því að fordæma loftárásir ríkjanna þriggja. Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi Assad þau skilaboð í gær að Bandaríkin væru tilbúin að láta til skarar skríða aftur ef hann beitti efnavopnum. Sýrlandsstjórn hefur hafnað því að hafa gert efnavopnaárás. Þrátt fyrir harðorð viðbrögð Rússa og Sýrlandsstjórnar hafa loftárásirnar ekki dregið frekari dilk á eftir sér hingað til og virðast ríkin ekki hafa sérstakan áhuga á að stigmagna átökin við vesturveldin. Ekkert bendir heldur til þess að Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar ætli sér frekari aðgerðir umfram loftárásirnar í gær. Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Bandaríkjastjórn segist hafa upplýsingar um að sarín- og klórgas hafi verið notað í efnavopnaárás í bænum Douma sem hún fullyrðir að ríkisstjórn Bashars al-Assad hafi staðið að. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar svöruðu árásinni í Douma með loftárásum sem beindust gegn getu Assad-stjórnarinnar til að beita efnavopnum á nýjan leik á aðfaranótt laugardags. Reuters-fréttastofan hefur eftir bandarískum embættismanni að mestu upplýsingarnar séu um klórgasið en einnig séu verulegar vísbendingar um notkun saríngass. Þvert á fullyrðingar Rússa um að sýrlenski herinn hafi náð að skjóta niður meirihluta flugskeyta ríkjanna þriggja sagði bandaríska varnarmálaráðuneytið að þrjú skotmörk hafi verið eyðilögð í gær, án truflana frá Sýrlandsstjórn. Efnavopnastofnunin í Haag (OPCW) sagði í gær að hún ætlaði eftir sem áður að fara til Douma til að rannsaka áskanirnar um efnavopnaárásina. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði að beiðni Rússa í gær en þeir hafa stutt Assad hernaðarlega. Ráðið hafnaði því að fordæma loftárásir ríkjanna þriggja. Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi Assad þau skilaboð í gær að Bandaríkin væru tilbúin að láta til skarar skríða aftur ef hann beitti efnavopnum. Sýrlandsstjórn hefur hafnað því að hafa gert efnavopnaárás. Þrátt fyrir harðorð viðbrögð Rússa og Sýrlandsstjórnar hafa loftárásirnar ekki dregið frekari dilk á eftir sér hingað til og virðast ríkin ekki hafa sérstakan áhuga á að stigmagna átökin við vesturveldin. Ekkert bendir heldur til þess að Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar ætli sér frekari aðgerðir umfram loftárásirnar í gær.
Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45
Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27
Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54
Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21