Fótbolti

Buffon stendur við orð sín um Michael Oliver

Einar Sigurvinsson skrifar
Gianluigi Buffon og Michael Oliver.
Gianluigi Buffon og Michael Oliver. Vísir/Getty
„Ég myndi segja þetta aftur, kannski með öðru orðalagi,“ sagði ítalski markvörðurinn Gianluigi Buffon og fyrirliði Juventus, um þau orð sem hann lét falla um Michael Oliver, dómara í leik Juventus og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu á dögunum.

Leikur liðanna var æsispennandi en í blálok leiksins fékk Real Madrid dæmda vítaspyrnu sem Cristiano Ronaldo skoraði úr og tryggði spænska liðinu sæti í undanúrslitum. Buffon var ekki sáttur með dóminn og fékk að líta rauða spjaldið frá Oliver fyrir mótmæli sín.

Buffon hefur nú sagt að hann standi við þau orð sem hann lét falla um Michael Oliver í lok leiksins, en hann sagði meðal annars að hann væri með ruslapoka fyrir hjarta.

„Ég stend við það sem ég sagði. Ég er viss um að Oliver á eftir að eiga góðan feril í framtíðinni, en núna er hann of ungur til þess að dæma leik eins og þennan,“ sagði Buffon um hinn 33 ára gamla dómara leiksins.

„Hann hefði átt að leyfa leiknum að ganga. Snúa sér við og leyfa leiknum að fara í framlengingu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×