Ekki rætt hvernig Ísland bregðist við ef aftur komi til hernaðaraðgerða Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2018 22:11 Rósa Björk eftir fundinn í Alþingishúsinu í kvöld. Hún sagði fundinn hafa verið upplýsandi og nauðsynlegan. Vísir/Egill Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði afstöðu sína til hernaðaraðgerða vestrænna ríkja í Sýrlandi og viðbragða íslenskra stjórnvalda óbreytta eftir fund utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra sem lauk nú á tíunda tímanum í kvöld. Utanríkisráðherra sagði fundinn hafa verið upplýsandi en ekki væri hægt að segja til um hvernig Ísland bregðist við ef aftur komi til hernaðaríhlutunar vesturveldanna í Sýrlandi. Rósa Björk óskaði eftir því að fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra yrði haldinn en hún hefur lýst yfir andstöðu sinni við árásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi um helgina. Hún sagðist aðspurð sátt að fundi loknum, hann hefði bæði verið upplýsandi og nauðsynlegur. „En eins og við vitum öll er þetta mál ekkert búið," sagði Rósa og vísaði þar til þess að mikill pólitískur órói væri framundan í þeim ríkjum þar sem gripið var til þessara aðgerða.Sjá einnig: Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Þá sagðist Rósa vonast til þess að ekki komi aftur til viðlíka hernaðaraðgerða og í Sýrlandi um helgina. Hún sagði ekkert hafa verið rætt um hvernig Ísland myndi bregðast við „mögulegum sviðsmyndum“ í þeim efnum.Það sem kom fram á þessum fundi, breytti það afstöðu þinni af atburðum helgarinnar og viðbrögðum stjórnvalda? „Nei.“Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra eftir fundinn í kvöld.Vísir/EgillGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði fundinn með utanríkismálanefnd hafa verið góðan og upplýsandi. Ágætis umræður hefðu komið upp en ekki væri hægt að segja til um hvernig Ísland muni bregðast við ef aftur verði gripið til hernaðaraðgerða af hálfu vestrænna ríkja í Sýrlandi. „Það er ekkert hægt að segja til um hvað gerist, aðalatriði máls er það að ástandið er mjög alvarlegt í Sýrlandi," sagði Guðlaugur en að eins og áður legðu íslensk stjórnvöld áherslu á friðsamlegar lausnir. Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins sagði að svör við vissum spurningum hefðu fengist á fundinum. Þá sagði hann afstöðu stjórnvalda hafa verið óskýra framan af. „Ég held það gæti ákveðins óskýrleika milli utanríkisráðherra og forsætisráðherra sérstaklega en ég held að utanríkisráðherra hafi verið mun skýrari í sinni afstöðu heldur en forsætisráðherrann," sagði Gunnar Bragi og bætti við að það skýrist kannski af ólíkum uppruna þeirra sem eigi í hlut en samhljómurinn mætti vera meiri.Fréttin hefur verið uppfærð.Frá fundi utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra í kvöld.Vísir/Egill Sýrland Tengdar fréttir Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54 Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. 15. apríl 2018 20:36 Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði afstöðu sína til hernaðaraðgerða vestrænna ríkja í Sýrlandi og viðbragða íslenskra stjórnvalda óbreytta eftir fund utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra sem lauk nú á tíunda tímanum í kvöld. Utanríkisráðherra sagði fundinn hafa verið upplýsandi en ekki væri hægt að segja til um hvernig Ísland bregðist við ef aftur komi til hernaðaríhlutunar vesturveldanna í Sýrlandi. Rósa Björk óskaði eftir því að fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra yrði haldinn en hún hefur lýst yfir andstöðu sinni við árásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi um helgina. Hún sagðist aðspurð sátt að fundi loknum, hann hefði bæði verið upplýsandi og nauðsynlegur. „En eins og við vitum öll er þetta mál ekkert búið," sagði Rósa og vísaði þar til þess að mikill pólitískur órói væri framundan í þeim ríkjum þar sem gripið var til þessara aðgerða.Sjá einnig: Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Þá sagðist Rósa vonast til þess að ekki komi aftur til viðlíka hernaðaraðgerða og í Sýrlandi um helgina. Hún sagði ekkert hafa verið rætt um hvernig Ísland myndi bregðast við „mögulegum sviðsmyndum“ í þeim efnum.Það sem kom fram á þessum fundi, breytti það afstöðu þinni af atburðum helgarinnar og viðbrögðum stjórnvalda? „Nei.“Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra eftir fundinn í kvöld.Vísir/EgillGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði fundinn með utanríkismálanefnd hafa verið góðan og upplýsandi. Ágætis umræður hefðu komið upp en ekki væri hægt að segja til um hvernig Ísland muni bregðast við ef aftur verði gripið til hernaðaraðgerða af hálfu vestrænna ríkja í Sýrlandi. „Það er ekkert hægt að segja til um hvað gerist, aðalatriði máls er það að ástandið er mjög alvarlegt í Sýrlandi," sagði Guðlaugur en að eins og áður legðu íslensk stjórnvöld áherslu á friðsamlegar lausnir. Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins sagði að svör við vissum spurningum hefðu fengist á fundinum. Þá sagði hann afstöðu stjórnvalda hafa verið óskýra framan af. „Ég held það gæti ákveðins óskýrleika milli utanríkisráðherra og forsætisráðherra sérstaklega en ég held að utanríkisráðherra hafi verið mun skýrari í sinni afstöðu heldur en forsætisráðherrann," sagði Gunnar Bragi og bætti við að það skýrist kannski af ólíkum uppruna þeirra sem eigi í hlut en samhljómurinn mætti vera meiri.Fréttin hefur verið uppfærð.Frá fundi utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra í kvöld.Vísir/Egill
Sýrland Tengdar fréttir Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54 Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. 15. apríl 2018 20:36 Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Sjá meira
Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54
Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. 15. apríl 2018 20:36
Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56
Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25