Innantóm kosningaloforð Líf Magneudóttir skrifar 16. apríl 2018 12:03 Um helgina kynnti Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kosningaloforðin sín í aðdraganda komandi borgarstjórnakosninganna. Á stuttum lista yfir það sem sennilega eiga að vera kjarnaatriði stefnunnar var ýmislegt sem flestir flokkar hafa á stefnuskrá sinni eins og að draga úr mengun, koma börnum fyrr að í leikskóla og gera Reykjavík að grænustu borg Evrópu. Kosningaloforð eru oft misraunhæf. Stundum er loforðin þess efnis að það mætti telja það heppni að ná þeim á einu kjörtímabili. Önnur loforð rætast nánast af sjálfu sér. Sum loforða sjálfstæðismanna eru á meðal þess sem þegar er unnið að og ætti að raungerast án þeirra atbeina, t.d. loforðið um byggingu tvö þúsund íbúða á ári. Það er hins vegar alltaf vandræðalegt þegar frambjóðendur hafa ekki unnið heimavinnuna sína og lofa einhverju sem þeir geta ekki staðið við. Og á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins er einmitt eitt slíkt loforð: Niðurfelling fasteignagjalda á fólk sem er 70 ára og eldra. Nú er því þannig háttað sveitarfélögum ber að fara eftir lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Veita þau lög aðeins takmarkaðar heimildir til niðurfellingar fasteignagjalda. Er það ekki bara skýrt af lögunum heldur hefur ráðuneytið auk þess úrskurðað um að það er ólöglegt að fella niður fasteignagjöld óháð tekjum fólks eða eftir aldri. Með öðrum orðum er beinlínis ólöglegt að miða við tiltekinn aldur fólks í niðurfellingu fasteignagjalda. Þess fyrir utan standa rök ekki til þess sérstaklega að lækka skatta á hópa sem eru eignamiklir og geta vel staðið undir skattgreiðslunum. Í Reykjavík höfum við farið leið jöfnuðar og nýtt okkur svigrúmið í lögum og lækkað fasteignaskatta á tekjulágt eldra fólk og öryrkja. En Sjálfstæðismönnum er líklega sama um jöfnuð og réttlæti. Hefði það frekar átt að rata í kosningastefnuskrána þeirra að þeir lofa misskiptingu og ójöfnuði í borginni enda væri það sannleikanum samkvæmt í ljósi þessara kosningaloforða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Líf Magneudóttir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Um helgina kynnti Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kosningaloforðin sín í aðdraganda komandi borgarstjórnakosninganna. Á stuttum lista yfir það sem sennilega eiga að vera kjarnaatriði stefnunnar var ýmislegt sem flestir flokkar hafa á stefnuskrá sinni eins og að draga úr mengun, koma börnum fyrr að í leikskóla og gera Reykjavík að grænustu borg Evrópu. Kosningaloforð eru oft misraunhæf. Stundum er loforðin þess efnis að það mætti telja það heppni að ná þeim á einu kjörtímabili. Önnur loforð rætast nánast af sjálfu sér. Sum loforða sjálfstæðismanna eru á meðal þess sem þegar er unnið að og ætti að raungerast án þeirra atbeina, t.d. loforðið um byggingu tvö þúsund íbúða á ári. Það er hins vegar alltaf vandræðalegt þegar frambjóðendur hafa ekki unnið heimavinnuna sína og lofa einhverju sem þeir geta ekki staðið við. Og á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins er einmitt eitt slíkt loforð: Niðurfelling fasteignagjalda á fólk sem er 70 ára og eldra. Nú er því þannig háttað sveitarfélögum ber að fara eftir lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Veita þau lög aðeins takmarkaðar heimildir til niðurfellingar fasteignagjalda. Er það ekki bara skýrt af lögunum heldur hefur ráðuneytið auk þess úrskurðað um að það er ólöglegt að fella niður fasteignagjöld óháð tekjum fólks eða eftir aldri. Með öðrum orðum er beinlínis ólöglegt að miða við tiltekinn aldur fólks í niðurfellingu fasteignagjalda. Þess fyrir utan standa rök ekki til þess sérstaklega að lækka skatta á hópa sem eru eignamiklir og geta vel staðið undir skattgreiðslunum. Í Reykjavík höfum við farið leið jöfnuðar og nýtt okkur svigrúmið í lögum og lækkað fasteignaskatta á tekjulágt eldra fólk og öryrkja. En Sjálfstæðismönnum er líklega sama um jöfnuð og réttlæti. Hefði það frekar átt að rata í kosningastefnuskrána þeirra að þeir lofa misskiptingu og ójöfnuði í borginni enda væri það sannleikanum samkvæmt í ljósi þessara kosningaloforða.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar