Útivistarsvæði og útsýni eða ný úthverfi? Ragnar Karl Jóhannsson skrifar 16. apríl 2018 15:55 Eitt af því besta við Grafarvoginn er nálægðin við náttúruna. Það er nálægðin við náttúruna sem er ein af helstu ástæðum þess að margir hafa flutt í Grafarvoginn. Fjallasýnin, fjaran og útsýnið. Útsýnið í Grafarvoginum er einstakt. Í sunnanverðum Grafarvoginum er hægt að sjá gróðursælt hverfi með fallegt útsýni yfir voginn og útsýnið út á sundin úr hverfunum í norðanverðum Grafarvoginum er sennilega eitt það fegursta í Reykjavík: Ósnortna strandlengjan við Blikastaðakró og í Eiðsvíkinni er ein sú lengsta í Reykjavík. Þar má sjá seli flatmaga á skerjum og æðarfugla synda um. Í miðju þessa útsýnis er Geldinganesið, stærsta vannýtta útivistarperla höfuðborgarsvæðisins. Útsýnið og útivistarmöguleikarnir eru meðal þess sem hefur dregið fólk í Borga, Víkur og Staðahverfin. Því miður er framtíð þessa útsýnis og allrar þessarar náttúrufegurðar í hættu. Framtíð Geldinganess Um skeið var grjótnám í Geldinganesi, og lengi vel stóð til að koma þar upp stórskipahöfn ásamt iðnaðar- og athafnasvæði. Sem betur fer varð ekkert úr þeim fyrirætlunum, og á núverandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir að nesið sé opið svæði. Ekki er gert ráð fyrir að nesið verði skipulagt næstu á næstu 12 árum. Fyrir þessar kosningar hefur Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar viðrað hugmyndir um risvaxna íbúðarbyggð í nesinu sem myndi gerbreyta Geldinganesi og umbylta öllu útsýni út á sundin. Ljósmengunin af íbúðarbyggð í nesinu mun hafa áhrif á útsýnið og allt lífið á nesinu. Með háum byggingum myndi ásýnd nessins breytast og værum við að missa af góðum stað sem við gætum nýtt sem útivistarparadís. Fasteignaverð íbúðana í kring mun lækka, þar sem að þær voru byggðar og seldar með því mikla útsýni sem þær hafa í dag og hafa stórframkvæmdir á svæðinu mikil áhrif þar á. Meðan á framkvæmdum stæði myndi vera stöðug umferð stórvirka vinnuvéla og vörubíla út í nesið. Sú umferð færi um Strandveginn með tilheyrandi ónæði fyrir íbúa. Fjölmennri íbúðarbyggð í nesinu mun svo fylgja stóraukin umferð íbúa í gegnum Grafarvoginn. Grafarvogsbúar eru almennt þeirrar skoðunar að umferðin í hverfinu sé nógu mikil fyrir.Nýtum fegurð Geldinganessins betur Í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir opnu svæði í Geldinganesi. Stefnt er að því að halda strandlengjunni ósnortinni til að vernda sjávar- og fuglalíf á svæðinu. Á Geldinganesi er t.d. eini varpstaður stormmávs á höfuðborgarsvæðinu. Geldinganesið er yndislegt útivistarsvæði með merkilega sögu. Þarna má finna sjótóftir á austanverðu nesinu og skipsflak á sunnanverðu nesinu. Margt er því hægt að byggja á ef svæðið yrði opnað sem útivistar og leiksvæði. Geldinganesið gæti orðið uppspretta ævintýra og spennandi rannsóknarleiðangra ungra jafnt sem aldna.Verndum einstaka náttúru hverfisins Við eigum að vernda það sem gerir Grafarvoginn að yndislegu hverfi og Reykjavík að fallegri borg: Nálægðina við náttúruna og útsýnið út á sundin. Með því að byggja ný risavaxin úthverfi og þenja borgina út í Geldinganesið fórnum við náttúrufegurðinni sem er ein helsta auðlind borgarinnar. Opnum Geldinganesið sem útivistarsvæði og gefum öllum tækifæri á að njóta svæðsins í allri sinni dýrð!Höfundur er Grafarvogsbúi, varamaður í hverfisráði Grafarvogs og skipar 13 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Eitt af því besta við Grafarvoginn er nálægðin við náttúruna. Það er nálægðin við náttúruna sem er ein af helstu ástæðum þess að margir hafa flutt í Grafarvoginn. Fjallasýnin, fjaran og útsýnið. Útsýnið í Grafarvoginum er einstakt. Í sunnanverðum Grafarvoginum er hægt að sjá gróðursælt hverfi með fallegt útsýni yfir voginn og útsýnið út á sundin úr hverfunum í norðanverðum Grafarvoginum er sennilega eitt það fegursta í Reykjavík: Ósnortna strandlengjan við Blikastaðakró og í Eiðsvíkinni er ein sú lengsta í Reykjavík. Þar má sjá seli flatmaga á skerjum og æðarfugla synda um. Í miðju þessa útsýnis er Geldinganesið, stærsta vannýtta útivistarperla höfuðborgarsvæðisins. Útsýnið og útivistarmöguleikarnir eru meðal þess sem hefur dregið fólk í Borga, Víkur og Staðahverfin. Því miður er framtíð þessa útsýnis og allrar þessarar náttúrufegurðar í hættu. Framtíð Geldinganess Um skeið var grjótnám í Geldinganesi, og lengi vel stóð til að koma þar upp stórskipahöfn ásamt iðnaðar- og athafnasvæði. Sem betur fer varð ekkert úr þeim fyrirætlunum, og á núverandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir að nesið sé opið svæði. Ekki er gert ráð fyrir að nesið verði skipulagt næstu á næstu 12 árum. Fyrir þessar kosningar hefur Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar viðrað hugmyndir um risvaxna íbúðarbyggð í nesinu sem myndi gerbreyta Geldinganesi og umbylta öllu útsýni út á sundin. Ljósmengunin af íbúðarbyggð í nesinu mun hafa áhrif á útsýnið og allt lífið á nesinu. Með háum byggingum myndi ásýnd nessins breytast og værum við að missa af góðum stað sem við gætum nýtt sem útivistarparadís. Fasteignaverð íbúðana í kring mun lækka, þar sem að þær voru byggðar og seldar með því mikla útsýni sem þær hafa í dag og hafa stórframkvæmdir á svæðinu mikil áhrif þar á. Meðan á framkvæmdum stæði myndi vera stöðug umferð stórvirka vinnuvéla og vörubíla út í nesið. Sú umferð færi um Strandveginn með tilheyrandi ónæði fyrir íbúa. Fjölmennri íbúðarbyggð í nesinu mun svo fylgja stóraukin umferð íbúa í gegnum Grafarvoginn. Grafarvogsbúar eru almennt þeirrar skoðunar að umferðin í hverfinu sé nógu mikil fyrir.Nýtum fegurð Geldinganessins betur Í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir opnu svæði í Geldinganesi. Stefnt er að því að halda strandlengjunni ósnortinni til að vernda sjávar- og fuglalíf á svæðinu. Á Geldinganesi er t.d. eini varpstaður stormmávs á höfuðborgarsvæðinu. Geldinganesið er yndislegt útivistarsvæði með merkilega sögu. Þarna má finna sjótóftir á austanverðu nesinu og skipsflak á sunnanverðu nesinu. Margt er því hægt að byggja á ef svæðið yrði opnað sem útivistar og leiksvæði. Geldinganesið gæti orðið uppspretta ævintýra og spennandi rannsóknarleiðangra ungra jafnt sem aldna.Verndum einstaka náttúru hverfisins Við eigum að vernda það sem gerir Grafarvoginn að yndislegu hverfi og Reykjavík að fallegri borg: Nálægðina við náttúruna og útsýnið út á sundin. Með því að byggja ný risavaxin úthverfi og þenja borgina út í Geldinganesið fórnum við náttúrufegurðinni sem er ein helsta auðlind borgarinnar. Opnum Geldinganesið sem útivistarsvæði og gefum öllum tækifæri á að njóta svæðsins í allri sinni dýrð!Höfundur er Grafarvogsbúi, varamaður í hverfisráði Grafarvogs og skipar 13 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun