Fótbolti

Torres ætlar ekki að spila áfram á Spáni | Kína líklegt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Torres á ekki marga leiki eftir í búningi Atletico.
Torres á ekki marga leiki eftir í búningi Atletico. vísir/getty
Framherjinn Fernando Torres yfirgefur herbúðir Atletico Madrid í sumar og liggur ekki enn fyrir hvert hann fer. Það kemur þó ekki til greina að fara í annað lið á Spáni.

Torres er uppalinn hjá Atletico og þó svo félagið hafi ekki lengur þörf fyrir krafta hans vill hann ekki spila með öðru félagi í heimalandinu.

Torres er orðinn 34 ára gamall og hefur skorað 8 mörk í 35 leikjum í vetur. Hann hefur meira og minna setið á bekknum í allan vetur og svo komið inn á.

Framherjinn segir að lið í Evrópu komi til greina hjá sér og svo er hann líka sterklega orðaður við félög í Kína. Þar eru peningarnir.

„Ég er ekki búinn að taka ákvörðun um framtíðina en Spánn kemur ekki til greina. Ég mun líklega ekki taka ákvörðun fyrr en ég hef spilað minn síðasta leik fyrir Atletico,“ sagði El Nino eins og hann er gjarna kallaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×