Fótbolti

Raul og Xavi í þjálfaranámi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessar goðsagnir eru á leið í þjálfun.
Þessar goðsagnir eru á leið í þjálfun. vísir/getty
Tvær af stærstu stjörnum Spánverja á öldinni, Raul og Xavi, ætla að láta til sín taka í þjálfaraheiminum fljótlega.

Báðir sitja nú á skólabekk hjá UEFA svo þeir geti fengið þjálfaragráður frá sambandinu. Fyrr mega þeir ekki þjálfa.

Það hefur lítið farið fyrir hinum fertuga Raul síðan hann lagði skóna á hilluna árið 2015. Hann vann spænsku deildina sex sinnum með Real Madrid og Meistaradeildina þrisvar. Hann skoraði 228 mörk í 550 leikjum fyrir félagið.

Raul er í stjórn Real Madrid en býst við því að fá þjálfarastarf hjá félaginu og jafnvel fá að aðstoða Zinedine Zidane aðalþjálfara.

Xavi átti ótrúlegan feril hjá Barcelona og vann allt þar eins og Raul hjá Real. Xavi er að spila með Al Sadd í Katar en leggur skóna á hilluna í sumar.

Fastlega er búist við því að hann fari í vinnu hjá Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×