Valur er meistari meistaranna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. apríl 2018 18:52 Valsmenn fögnuðu sigri á Hlíðarenda vísir/sigurjón Valur er meistari meistaranna eftir sigur á ÍBV í Meistarakeppni KSÍ. Þetta er í 11. skipti sem Valur vinnur þessa keppni og í þriðja árið í röð. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og var lítið að frétta fyrstu 10-15 mínúturnar, Sigurður Egill Lárusson fékk eitt hálffæri en fleira markvert gerðist ekki. Valsmenn voru ívið sterkari frá upphafi og skoruðu fyrsta markið á 29. mínútu. Einar Karl Ingvarsson átti þá frábæra sendingu inn á Patrick Pedersen sem kláraði færið eins og framherja er lagið. Eyjamenn vöknuðu aðeins til lífsins eftir markið en það voru Valsarar sem áttu næsta mark, Bjarni Ólafur Eiríksson skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu. Einkar einfalt mark sem Kristján Guðmundsson hefur ekki verið sáttur með að fá á sig. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks minnkaði Kaj Leo í Bartalsstovu hins vegar muninn fyrir ÍBV. Shabab Zahedi vann boltann fyrir Eyjamenn og kom honum á Færeyinginn sem kláraði með þrumuskoti upp við stöngina. Staðan 2-1 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og sá fyrri, alveg einstaklega rólega. Valsmenn voru meira með boltann en gerðu lítið við hann, náðu ekki að skapa sér nein afgerandi færi. Þegar leið á hálfleikinn fór meiri hiti að færast í leikinn en ekki náðu liðin að nýta sér það. Eyjamenn gerðu sig tvisar mjög líklega til þess að jafna leikinn undir lok leiksins þegar Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Sindri Snær Magnússon voru hársbreidd frá því að skora. Jöfnunarmarkið kom hins vegar ekki, bikarmeistarar ÍBV lutu í lægri hlut gegn Íslandsmeisturum Vals. Íslenski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Valur er meistari meistaranna eftir sigur á ÍBV í Meistarakeppni KSÍ. Þetta er í 11. skipti sem Valur vinnur þessa keppni og í þriðja árið í röð. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og var lítið að frétta fyrstu 10-15 mínúturnar, Sigurður Egill Lárusson fékk eitt hálffæri en fleira markvert gerðist ekki. Valsmenn voru ívið sterkari frá upphafi og skoruðu fyrsta markið á 29. mínútu. Einar Karl Ingvarsson átti þá frábæra sendingu inn á Patrick Pedersen sem kláraði færið eins og framherja er lagið. Eyjamenn vöknuðu aðeins til lífsins eftir markið en það voru Valsarar sem áttu næsta mark, Bjarni Ólafur Eiríksson skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu. Einkar einfalt mark sem Kristján Guðmundsson hefur ekki verið sáttur með að fá á sig. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks minnkaði Kaj Leo í Bartalsstovu hins vegar muninn fyrir ÍBV. Shabab Zahedi vann boltann fyrir Eyjamenn og kom honum á Færeyinginn sem kláraði með þrumuskoti upp við stöngina. Staðan 2-1 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og sá fyrri, alveg einstaklega rólega. Valsmenn voru meira með boltann en gerðu lítið við hann, náðu ekki að skapa sér nein afgerandi færi. Þegar leið á hálfleikinn fór meiri hiti að færast í leikinn en ekki náðu liðin að nýta sér það. Eyjamenn gerðu sig tvisar mjög líklega til þess að jafna leikinn undir lok leiksins þegar Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Sindri Snær Magnússon voru hársbreidd frá því að skora. Jöfnunarmarkið kom hins vegar ekki, bikarmeistarar ÍBV lutu í lægri hlut gegn Íslandsmeisturum Vals.
Íslenski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira