Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Hersir Aron Ólafsson og Þórdís Valsdóttir skrifa 1. apríl 2018 20:10 Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. Hann telur ólíklegt að meirihluti bæjarbúa séu móttfallnir fyrirhugðu niðurrifi. Lengi hefur staðið styr um húsnæðisins við Framnesveg 9 þar sem sundhöll Keflavíkur var áður starfrækt. Húsið var byggt á fimmta áratug síðustu aldar en til stendur að rífa það til að rýma fyrir nýrri íbúðabyggð. Bæjarstjórnin heimilaði niðurrif og uppbyggingu á dögunum en hollvinir hússins ætla að kæra afgreiðslu málsins hjá umhverfis- og skipulagsnefnd. Þeir telja einn nefndarmanna vanhæfan. „Þetta er nefndarmaður sem er vensluð eigendum hússins og í öllum málum sem varða það fyrirtæki og þessa uppbyggingu á þessum reit, eða þessi deilskipulagsáform, þá hefur hún alltaf vikið, þar til núna og það er kannski eina skiptið sem hennar atkvæði skiptir máli því það fór þrjú tvö,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka sundhallarinnar. „Við förum eftir lögum sem heita sveitarstjórnarlög og í 20. grein þeirra laga stendur svo ekki er um villst að viðkomandi nefndarmaður var ekki vanhæfur í málinu,“ segir Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Ástand hússins er miður gott en þar er hnefaleikafélag bæjarins nú með aðstöðu. Eigandi hússins vill rífa það og byggja á reitnum. Ragnheiður Elín telur hins vegar að hægt væri að koma því í betra ástand og önnur not. „Það er verið að þyrla upp moldviðri í málinu. Ég held að við eigum bara að fara að hugsa um það sem skiptir máli í þessu. Það er búið að liggja fyrir síðan 2006 að þessi sundlaug átti að fara,“ segir Guðbrandur. Nokkuð virkur Facebook hópur með 1.550 meðlimi berst gegn niðurrifi hússins, en á þeim vettvangi var efnt til undirskriftarsöfnunar um málið. „Ég held að það hafi fengist fimm hundrað undirskriftir. Þar af var helmingurinn búsettur utan svæðis,“ segir Guðbrandur. Ragnheiður Elín segir hins vegar að húsið hafi mikið tilfinningagildi fyrir fjölda bæjarbúa, íbúarnir hafi sjálfir safnað fyrir og byggt höllina sem auk þess sé hönnuð af einum ástsælasta arkitekt þjóðarinnar, Guðjóni Samúelssyni. „Þetta er einungis ein af þremur byggingum sem teiknuð er af Guðjóni hér í bænum þannig að þá aðeins af þeirri ástæðu þykir okkur hún mjög varðveisluverð,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir. Reykjanesbær Sundlaugar Tengdar fréttir Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. Hann telur ólíklegt að meirihluti bæjarbúa séu móttfallnir fyrirhugðu niðurrifi. Lengi hefur staðið styr um húsnæðisins við Framnesveg 9 þar sem sundhöll Keflavíkur var áður starfrækt. Húsið var byggt á fimmta áratug síðustu aldar en til stendur að rífa það til að rýma fyrir nýrri íbúðabyggð. Bæjarstjórnin heimilaði niðurrif og uppbyggingu á dögunum en hollvinir hússins ætla að kæra afgreiðslu málsins hjá umhverfis- og skipulagsnefnd. Þeir telja einn nefndarmanna vanhæfan. „Þetta er nefndarmaður sem er vensluð eigendum hússins og í öllum málum sem varða það fyrirtæki og þessa uppbyggingu á þessum reit, eða þessi deilskipulagsáform, þá hefur hún alltaf vikið, þar til núna og það er kannski eina skiptið sem hennar atkvæði skiptir máli því það fór þrjú tvö,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka sundhallarinnar. „Við förum eftir lögum sem heita sveitarstjórnarlög og í 20. grein þeirra laga stendur svo ekki er um villst að viðkomandi nefndarmaður var ekki vanhæfur í málinu,“ segir Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Ástand hússins er miður gott en þar er hnefaleikafélag bæjarins nú með aðstöðu. Eigandi hússins vill rífa það og byggja á reitnum. Ragnheiður Elín telur hins vegar að hægt væri að koma því í betra ástand og önnur not. „Það er verið að þyrla upp moldviðri í málinu. Ég held að við eigum bara að fara að hugsa um það sem skiptir máli í þessu. Það er búið að liggja fyrir síðan 2006 að þessi sundlaug átti að fara,“ segir Guðbrandur. Nokkuð virkur Facebook hópur með 1.550 meðlimi berst gegn niðurrifi hússins, en á þeim vettvangi var efnt til undirskriftarsöfnunar um málið. „Ég held að það hafi fengist fimm hundrað undirskriftir. Þar af var helmingurinn búsettur utan svæðis,“ segir Guðbrandur. Ragnheiður Elín segir hins vegar að húsið hafi mikið tilfinningagildi fyrir fjölda bæjarbúa, íbúarnir hafi sjálfir safnað fyrir og byggt höllina sem auk þess sé hönnuð af einum ástsælasta arkitekt þjóðarinnar, Guðjóni Samúelssyni. „Þetta er einungis ein af þremur byggingum sem teiknuð er af Guðjóni hér í bænum þannig að þá aðeins af þeirri ástæðu þykir okkur hún mjög varðveisluverð,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Reykjanesbær Sundlaugar Tengdar fréttir Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25