Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Skallagrímur 88-74 | Flautuþristur frá Whitney í fyrsta leik undanúrslitanna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. apríl 2018 21:45 Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka. vísir Haukar unnu Skallagrím 88-74 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í körfubolta sem fram fór á Ásvöllum í kvöld. Haukar byrjuðu leikinn mun betur og komust í átta stiga forystu snemma leiks. Gestunum í Skallagrími gekk illa að finna lausnir í sóknaraðgerðum sínum og voru mjög hægar í gang. Þær skoruðu aðeins tíu stig úr opnum leik í fyrsta leikhluta, tvö úr vítaskotum, og voru 20-12 undir að honum loknum. Í öðrum leikhluta náði Skallagrímur hins vegar upp góðri svæðisvörn og lokuðu vel á sóknaraðgerðir Hauka. Á sama tíma fóru hlutirnir að ganga betur í sókninni og náðu gestirnir að minnka forskotið í þrjú stig. Þá tóku Haukar við sér, og þá sérstaklega Whitney Frazier, sem skoraði fimm síðustu stig Hauka, og kom muninum aftur upp. Staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja var 35-29. Heimakonur komu miklu sterkari inn í seinni hálfleikinn og voru fljótt komnar upp í 12 stiga forystu. Eftir það var í raun orðið ljóst í hvað stefndi. Þrátt fyrir sínar bestu tilraunir virtust gestirnir ekki eiga möguleika á því að koma til baka. Haukar spiluðu góða vörn og eru með frábært sóknarlið sem getur oftast fundið ágætar lausnir. Landsliðskonan Þóra Kristín Jónsdóttir bauð svo upp á skotsýningu í fjórða leikhluta þar sem hún skoraði þrjár þriggja stiga körfur sem áttu stóran þátt í að kæfa allar tilraunir Skallagrímskvenna til þess að koma til baka og gera áhlaup að sigri.Afhverju unnu Haukar? Hafnfirðingarnir virðast einfaldlega vera með besta liðið á Íslandi og varla kunna að tapa. Þær eru með mikið sóknarafl, fá körfur frá mörgum leikmönnum, og spila sterka vörn sem Skallagrímur var oft á tíðum í mjög miklum vandræðum með. Hverjar stóðu upp úr? Þristarnir hjá Þóru Kristínu voru mjög stórir og ásamt henni var Rósa Björk Pétursdóttir öflug í sóknarleik Hauka. Þá var Helena Sverrisdóttir lykillinn í flestum aðgerðum Hauka eins og svo oft áður. Hjá Skallagrím stóðu Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir upp úr og voru lang atkvæðamestar í leik gestanna. Þær, ásamt Carmen Tyson-Thomas, sáu nær eingöngu um stigaskor gestanna.Hvað gekk illa? Eins og áður segir vantaði oft á tíðum mikið upp á sóknarleik Skallagríms. Það var ekki fyrr en undir lok þriðja leikhluta sem einhver annar en Sigrún, Jóhanna eða Carmen átti körfu úr opnum leik og því var nokkuð auðvelt fyrir Hauka að ráða við sóknaraðgerðir gestanna. Þá var nokkuð um klaufalega tapaða bolta.Hvað gerist næst? Leikurinn í kvöld var sá fyrsti í undanúrslitaviðureign liðanna. Næsti leikur verður í Fjósinu í Borgarnesi föstudaginn 6. apríl.Ingvar: Framlag frá fleiri en tveimur var lykillinn „Þetta er fyrsta skrefið af þremur, það var flott að taka fyrsta leikinn,“ sagði Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Við vorum yfir allan leikinn en þetta var aldrei öruggt fannst mér. Skallagrímur er með hörku lið og það hefði ekkert mikið þurft að gerast til þess að þær hefðu náð ágætu áhlaupi. Við skoruðum stórar körfur þegar á þurfti að halda og héldum þeim þægilega frá okkur.“ „Við fengum fullt af framlagi frá fullt af leikmönnum,“ sagði Ingvar aðspurður hvað hefði ráðið úrslitum. „Þóra var virkilega flott og Rósa flott. Við vorum að fá framlag frá fleiri en tveimur og þar lá lykillinn að þessu.“ „Það skiptir rosalega miklu máli að það sé ekki hægt að einblýna á Helenu og Whitney.“ Haukar fara í Borgarnes á föstudag með mikilvægan sigur í farteskinu. „Það er fullt til að byggja á en samt sem áður þá þurfum við að laga ýmislegt líka. Við misstum tökum á fráköstunum í þriðja leikhluta og þær skoruðu óþarflega mikið af stigum en margt til að byggja á,“ sagði Ingvar Þór Guðjónsson.Ari: Spilum illa en erum inni í leiknum „Mér fannst við tapa leiknum. Við spiluðum vörnina ekki nógu vel og sóknarleikurinn var frekar stirður,“ sagði Ari Gunnarsson, þjálfari Skallagríms, eftir leikinn. Hann sagðist ekki hafa of miklar áhyggjur af því að sóknarleikurinn væri í höndum þriggja leikmannna. „Við erum ekki að spila sóknina nógu vel og vorum ekki að dreifa boltanum nógu mikið til að koma fleiri inn í þetta.“ „Ég er bara mjög ánægður með það að við séum að spila illa en séum inni í leiknum og ég vona að við náum að fylgja því eftir með betri leik í Borgarnesi. Við eigum hellings möguleika, staðan er bara 1-0 og það er allt undir ennþá,“ sagði Ari Gunnarsson Dominos-deild kvenna
Haukar unnu Skallagrím 88-74 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í körfubolta sem fram fór á Ásvöllum í kvöld. Haukar byrjuðu leikinn mun betur og komust í átta stiga forystu snemma leiks. Gestunum í Skallagrími gekk illa að finna lausnir í sóknaraðgerðum sínum og voru mjög hægar í gang. Þær skoruðu aðeins tíu stig úr opnum leik í fyrsta leikhluta, tvö úr vítaskotum, og voru 20-12 undir að honum loknum. Í öðrum leikhluta náði Skallagrímur hins vegar upp góðri svæðisvörn og lokuðu vel á sóknaraðgerðir Hauka. Á sama tíma fóru hlutirnir að ganga betur í sókninni og náðu gestirnir að minnka forskotið í þrjú stig. Þá tóku Haukar við sér, og þá sérstaklega Whitney Frazier, sem skoraði fimm síðustu stig Hauka, og kom muninum aftur upp. Staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja var 35-29. Heimakonur komu miklu sterkari inn í seinni hálfleikinn og voru fljótt komnar upp í 12 stiga forystu. Eftir það var í raun orðið ljóst í hvað stefndi. Þrátt fyrir sínar bestu tilraunir virtust gestirnir ekki eiga möguleika á því að koma til baka. Haukar spiluðu góða vörn og eru með frábært sóknarlið sem getur oftast fundið ágætar lausnir. Landsliðskonan Þóra Kristín Jónsdóttir bauð svo upp á skotsýningu í fjórða leikhluta þar sem hún skoraði þrjár þriggja stiga körfur sem áttu stóran þátt í að kæfa allar tilraunir Skallagrímskvenna til þess að koma til baka og gera áhlaup að sigri.Afhverju unnu Haukar? Hafnfirðingarnir virðast einfaldlega vera með besta liðið á Íslandi og varla kunna að tapa. Þær eru með mikið sóknarafl, fá körfur frá mörgum leikmönnum, og spila sterka vörn sem Skallagrímur var oft á tíðum í mjög miklum vandræðum með. Hverjar stóðu upp úr? Þristarnir hjá Þóru Kristínu voru mjög stórir og ásamt henni var Rósa Björk Pétursdóttir öflug í sóknarleik Hauka. Þá var Helena Sverrisdóttir lykillinn í flestum aðgerðum Hauka eins og svo oft áður. Hjá Skallagrím stóðu Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir upp úr og voru lang atkvæðamestar í leik gestanna. Þær, ásamt Carmen Tyson-Thomas, sáu nær eingöngu um stigaskor gestanna.Hvað gekk illa? Eins og áður segir vantaði oft á tíðum mikið upp á sóknarleik Skallagríms. Það var ekki fyrr en undir lok þriðja leikhluta sem einhver annar en Sigrún, Jóhanna eða Carmen átti körfu úr opnum leik og því var nokkuð auðvelt fyrir Hauka að ráða við sóknaraðgerðir gestanna. Þá var nokkuð um klaufalega tapaða bolta.Hvað gerist næst? Leikurinn í kvöld var sá fyrsti í undanúrslitaviðureign liðanna. Næsti leikur verður í Fjósinu í Borgarnesi föstudaginn 6. apríl.Ingvar: Framlag frá fleiri en tveimur var lykillinn „Þetta er fyrsta skrefið af þremur, það var flott að taka fyrsta leikinn,“ sagði Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Við vorum yfir allan leikinn en þetta var aldrei öruggt fannst mér. Skallagrímur er með hörku lið og það hefði ekkert mikið þurft að gerast til þess að þær hefðu náð ágætu áhlaupi. Við skoruðum stórar körfur þegar á þurfti að halda og héldum þeim þægilega frá okkur.“ „Við fengum fullt af framlagi frá fullt af leikmönnum,“ sagði Ingvar aðspurður hvað hefði ráðið úrslitum. „Þóra var virkilega flott og Rósa flott. Við vorum að fá framlag frá fleiri en tveimur og þar lá lykillinn að þessu.“ „Það skiptir rosalega miklu máli að það sé ekki hægt að einblýna á Helenu og Whitney.“ Haukar fara í Borgarnes á föstudag með mikilvægan sigur í farteskinu. „Það er fullt til að byggja á en samt sem áður þá þurfum við að laga ýmislegt líka. Við misstum tökum á fráköstunum í þriðja leikhluta og þær skoruðu óþarflega mikið af stigum en margt til að byggja á,“ sagði Ingvar Þór Guðjónsson.Ari: Spilum illa en erum inni í leiknum „Mér fannst við tapa leiknum. Við spiluðum vörnina ekki nógu vel og sóknarleikurinn var frekar stirður,“ sagði Ari Gunnarsson, þjálfari Skallagríms, eftir leikinn. Hann sagðist ekki hafa of miklar áhyggjur af því að sóknarleikurinn væri í höndum þriggja leikmannna. „Við erum ekki að spila sóknina nógu vel og vorum ekki að dreifa boltanum nógu mikið til að koma fleiri inn í þetta.“ „Ég er bara mjög ánægður með það að við séum að spila illa en séum inni í leiknum og ég vona að við náum að fylgja því eftir með betri leik í Borgarnesi. Við eigum hellings möguleika, staðan er bara 1-0 og það er allt undir ennþá,“ sagði Ari Gunnarsson
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“