Stórbrotið mark Ronaldo sló Juventus út af laginu │Dybala sá rautt

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronaldo var frábær í kvöld
Ronaldo var frábær í kvöld vísir/getty
Cristiano Ronaldo skaut Real Madrid hálfa leið í undanúrslit Mestaradeildar Evrópu með glæsilegri bakfallsspyrnu í seinni hálfleik fyrri leiks Real og Juventus í 8-liða úrslitum.

Ronaldo skoraði stórkostlegt mark þegar um hálftími var liðinn af leiknum þegar hann skaut boltanum í samskeytin með bakfallsspyrnu úr miðjum vítateignum. Hann hafði áður komið Real yfir strax á 3. mínútu leiksins.

Leikurinn hafði vart farið af stað aftur eftir seinna mark Portúgalans þegar Paulo Dybala fékk sitt annað gula spjald í leiknum og Juventus þurfti því að spila nærri hálftíma leik manni færri. Dybala verður því í banni í seinni leiknum, líkt og Sergio Ramos sem fékk gult spjald í leiknum og verður í banni vegna uppsafnaðra spjalda.

Nokkuð jafnræði var með liðunum framan af og var Dybala óheppinn að hafa ekki náð að jafna leikinn áður en Ronaldo tvöfaldaði forystu gestanna frá Spáni. Eftir að Dybala var sendur út af var leikurinn hins vegar nokkuð einsleitur og sóttu Evrópumeistararnir stíft.

Marcelo skoraði þriðja mark leiksins á 72. mínútu og fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir fjöldan allan af færum, Ronaldo komst nálægt því að skora þrennu og Marco Asensio skaut í þverslánna.

Real fer með vægast sagt vænlega stöðu inn í seinni leikinn í Madrid og geta svo gott sem bókað sæti sitt í undanúrslitunum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira