Kæra Katrín Jakobsdóttir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir og Ella Björg Rögnvaldsdóttir skrifar 3. apríl 2018 15:10 Megum við spyrja þig eftirfarandi spurninga sem þú spurðir sjálf að fyrir 10 árum síðan. Við erum nefnilega stödd á nánast sama stað í dag, árið 2018. Katrín Jakobsdóttir (Vg):Virðulegi forseti. Fyrsta verkfall íslenskra ljósmæðra frá upphafi blasir við á morgun og spurning mín til hæstv. ráðherra snýst um framtíðarlausnir á þessari deilu, langtímalausnir sem ríkisvaldið ber ábyrgð á. Ef við rifjum upp staðreyndirnar þá er það svo að undanskildum dýralæknum uppfyllir engin háskólastétt jafnmiklar menntunarkröfur og ljósmæður til að geta starfað við fag sitt, sex ára háskólanám. Samt eru ljósmæður í sjöunda neðsta sæti meðal 24 BHM-félaga í launasetningu. Til að fá námið metið að verðleikum í samræmi við aðrar stéttir með sambærilega menntun hjá ríkinu þurfa meðalgrunnlaun ljósmæðra að hækka um 24–25% og það er einungis leiðrétting á því misrétti sem ljósmæður hafa þurft að búa við í fjölda ára, misrétti sem aðrar fagstéttir hafa viðurkennt. Kostnaður við slíka launaleiðréttingu mun kosta ríkið um 10 millj. á mánuði. Sama ríkisvald hikar ekki við að eyða 100 millj. af fé íslenskra skattborgara í heræfinguna Norðurvíking sem nú stendur yfir. Ólíkari iðju en heræfingar og að taka á móti nýju lífi í þennan heim get ég vart ímyndað mér og ólíkt heræfingum spara störf ljósmæðra gríðarlegar fjárhæðir fyrir ríkisvaldið. Yfirseta ljósmæðra, heimaþjónusta og aðhlynning með tilheyrandi styttri sængurlegu sparar ríkissjóði miklar upphæðir fyrir utan að tryggja mæðravernd á heimsmælikvarða. Samkvæmt bjartsýnustu spám munu 44% stéttarinnar fara á eftirlaun á næstu tíu árum — hver og einn einasti vinnukraftur þessarar stéttar er því sérlega dýrmætur — og stefnir í fullkomið óefni. Ég spyr því í ljósi þess að ljósmæður eru einungis konur og augljóslega beittar mismunun í launum: Með hvaða hætti hyggst ríkisstjórnin efna þau loforð stjórnarsáttmálans þar sem skýrt er kveðið á um að endurmeta beri sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meiri hluta? Hvaða umboð hefur ríkisstjórnin veitt samninganefnd ríkisins um að leiðrétta kjör ljósmæðra? Hvers vegna gengur svo hægt og illa? Hvers vegna þarf fjöldi verðandi mæðra að skrifa opið bréf í dag og krefjast umbóta og hvernig ætlar ríkisstjórnin að tryggja að ekki komi til 44% brottfalls úr stétt ljósmæðra í náinni framtíð? [Lófatak á þingpöllum.]Virðingarfyllst, Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, ljósmóðir og Ella Björg Rögnvaldsdóttir, ljósmóðir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Megum við spyrja þig eftirfarandi spurninga sem þú spurðir sjálf að fyrir 10 árum síðan. Við erum nefnilega stödd á nánast sama stað í dag, árið 2018. Katrín Jakobsdóttir (Vg):Virðulegi forseti. Fyrsta verkfall íslenskra ljósmæðra frá upphafi blasir við á morgun og spurning mín til hæstv. ráðherra snýst um framtíðarlausnir á þessari deilu, langtímalausnir sem ríkisvaldið ber ábyrgð á. Ef við rifjum upp staðreyndirnar þá er það svo að undanskildum dýralæknum uppfyllir engin háskólastétt jafnmiklar menntunarkröfur og ljósmæður til að geta starfað við fag sitt, sex ára háskólanám. Samt eru ljósmæður í sjöunda neðsta sæti meðal 24 BHM-félaga í launasetningu. Til að fá námið metið að verðleikum í samræmi við aðrar stéttir með sambærilega menntun hjá ríkinu þurfa meðalgrunnlaun ljósmæðra að hækka um 24–25% og það er einungis leiðrétting á því misrétti sem ljósmæður hafa þurft að búa við í fjölda ára, misrétti sem aðrar fagstéttir hafa viðurkennt. Kostnaður við slíka launaleiðréttingu mun kosta ríkið um 10 millj. á mánuði. Sama ríkisvald hikar ekki við að eyða 100 millj. af fé íslenskra skattborgara í heræfinguna Norðurvíking sem nú stendur yfir. Ólíkari iðju en heræfingar og að taka á móti nýju lífi í þennan heim get ég vart ímyndað mér og ólíkt heræfingum spara störf ljósmæðra gríðarlegar fjárhæðir fyrir ríkisvaldið. Yfirseta ljósmæðra, heimaþjónusta og aðhlynning með tilheyrandi styttri sængurlegu sparar ríkissjóði miklar upphæðir fyrir utan að tryggja mæðravernd á heimsmælikvarða. Samkvæmt bjartsýnustu spám munu 44% stéttarinnar fara á eftirlaun á næstu tíu árum — hver og einn einasti vinnukraftur þessarar stéttar er því sérlega dýrmætur — og stefnir í fullkomið óefni. Ég spyr því í ljósi þess að ljósmæður eru einungis konur og augljóslega beittar mismunun í launum: Með hvaða hætti hyggst ríkisstjórnin efna þau loforð stjórnarsáttmálans þar sem skýrt er kveðið á um að endurmeta beri sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meiri hluta? Hvaða umboð hefur ríkisstjórnin veitt samninganefnd ríkisins um að leiðrétta kjör ljósmæðra? Hvers vegna gengur svo hægt og illa? Hvers vegna þarf fjöldi verðandi mæðra að skrifa opið bréf í dag og krefjast umbóta og hvernig ætlar ríkisstjórnin að tryggja að ekki komi til 44% brottfalls úr stétt ljósmæðra í náinni framtíð? [Lófatak á þingpöllum.]Virðingarfyllst, Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, ljósmóðir og Ella Björg Rögnvaldsdóttir, ljósmóðir
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun