Guardiola lofar sóknarbolta á Anfield í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2018 14:00 Pep Guardiola á blaðamannafundinum fyrir leikinn. Vísir/Getty Það stefnir í skemmtilegt kvöld á Anfield í Liverpool en tvö sókndjörfustu lið enska boltans mætast þá á stóra sviðinu. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, mætir líka með lið sitt í sóknarhug á Anfield í kvöld í fyrri leik City og Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Guardiola lofaði því á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann ætlaði að láta sitt lið spila sóknarbolta á Anfield í kvöld. Kannski verður sóknin „besta“ vörnin en í síðasta leik liðanna á Anfield þá voru skoruð sjö mörk í 4-3 sigri Liverpool og fjöldi dauðafæra til viðbótar litu dagsins ljós. „Ég veit að leikstíll okkar er fullkominn fyrir Liverpool af því að það er það lið sem sækir betur í opin svæði en nokkurt annað lið í heiminum. Þetta á sérstaklega við þá (Sadio) Mane, (Mohamed) Salah, (Roberto) Firmino, sem eru svo góðir leikmenn,“ sagði Pep Guardiola. „Samt sem áður þá finnst mér besta leiðin fyrir okkur vera að reyna að vinna þennan leik. Ef ég færi að tala um að liðið mitt ætlaði að breyta sínum leikstíl fyrir þennan leik þá myndu leikmenn mínir horfa á mig og segja: Þessi gæi er hræddur - stjórinn treystir okkur ekki,“ sagði Guardiola. „Það væru mistök hjá mér að gera það,“ sagði Guardiola.Pep Guardiola says the way Manchester City play is "perfect for Liverpool". But he's not planning to adapt more conservative tactics in the Champions League tonight: https://t.co/nzKiu1MblCpic.twitter.com/lC2pxZF2BD — Sky Sports Football (@SkyFootball) April 4, 2018 Manchester City hefur skorað 88 mörk í ensku úrvalsdeildinni og 19 mörk í Meistaradeildinni. Liverpool hefur skorað 75 mörk í ensku úrvalsdeildinni og 28 mörk í Meistaradeildinni. Liðið í þriðja sæti yfir markaskorun í ensku úrvalsdeildinni er Tottenham sem hefur skorað þrettán deildarmörkum færra en Liverpool og 26 deildarmörkum færra en City. „Bæði lið mun reyna að spila fótbolta. Við erum liðin sem skora flest mörk í ensku úrvalsdeildinni. Ég held að lið Jürgen Klopp beri virðingu fyrir góðum fótbolta. Þeir reyna að sækja og auðvitað munum við gera það líka. Ég er viss um að þetta verður góður leikur,“ sagði Guardiola.Leikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Það stefnir í skemmtilegt kvöld á Anfield í Liverpool en tvö sókndjörfustu lið enska boltans mætast þá á stóra sviðinu. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, mætir líka með lið sitt í sóknarhug á Anfield í kvöld í fyrri leik City og Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Guardiola lofaði því á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann ætlaði að láta sitt lið spila sóknarbolta á Anfield í kvöld. Kannski verður sóknin „besta“ vörnin en í síðasta leik liðanna á Anfield þá voru skoruð sjö mörk í 4-3 sigri Liverpool og fjöldi dauðafæra til viðbótar litu dagsins ljós. „Ég veit að leikstíll okkar er fullkominn fyrir Liverpool af því að það er það lið sem sækir betur í opin svæði en nokkurt annað lið í heiminum. Þetta á sérstaklega við þá (Sadio) Mane, (Mohamed) Salah, (Roberto) Firmino, sem eru svo góðir leikmenn,“ sagði Pep Guardiola. „Samt sem áður þá finnst mér besta leiðin fyrir okkur vera að reyna að vinna þennan leik. Ef ég færi að tala um að liðið mitt ætlaði að breyta sínum leikstíl fyrir þennan leik þá myndu leikmenn mínir horfa á mig og segja: Þessi gæi er hræddur - stjórinn treystir okkur ekki,“ sagði Guardiola. „Það væru mistök hjá mér að gera það,“ sagði Guardiola.Pep Guardiola says the way Manchester City play is "perfect for Liverpool". But he's not planning to adapt more conservative tactics in the Champions League tonight: https://t.co/nzKiu1MblCpic.twitter.com/lC2pxZF2BD — Sky Sports Football (@SkyFootball) April 4, 2018 Manchester City hefur skorað 88 mörk í ensku úrvalsdeildinni og 19 mörk í Meistaradeildinni. Liverpool hefur skorað 75 mörk í ensku úrvalsdeildinni og 28 mörk í Meistaradeildinni. Liðið í þriðja sæti yfir markaskorun í ensku úrvalsdeildinni er Tottenham sem hefur skorað þrettán deildarmörkum færra en Liverpool og 26 deildarmörkum færra en City. „Bæði lið mun reyna að spila fótbolta. Við erum liðin sem skora flest mörk í ensku úrvalsdeildinni. Ég held að lið Jürgen Klopp beri virðingu fyrir góðum fótbolta. Þeir reyna að sækja og auðvitað munum við gera það líka. Ég er viss um að þetta verður góður leikur,“ sagði Guardiola.Leikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira