Sjáðu nýjan þátt um íslensku crossfit dæturnar: „Norrænu gyðjurnar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2018 13:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir. Youtube/CrossFit® „Velkomin í bakgarðinn minn,“ segir Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fyrir framan Seljalandsfoss í upphafi nýs þáttar frá Crossfit samtökunum um okkar mögnuðu crossfit stjörnur. Þátturinn er gerður sem upphitun fyrir komandi heimsleika þar sem þær Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir ætla sér stóra hluti eins og áður. Þátturinn heimsækir þær Söru, Anníe Mist og Katrínu Tönju til Íslands og sem áður eru þær frábær auglýsing fyrir Ísland og íslenskar íþróttakonur. Sara talar meðal annars um vonbrigði síðustu leika hjá sér þar sem hún náði ekki alveg metnaðarfullu markmiði sínu að komast enn á ný á pall á heimsleikunum. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar en Sara bíður enn eftir sínum fyrsta sigri. „Auðvitað vildi ég gera betur því mér fannst ég vera í betra formi en árið á undan. Mér fannst ég hafa möguleika til að bæta mig en svona er þetta bara. Ég trúi því að það sé ástæða fyrir öllu og þetta gerir mig ennþá staðráðnari í því að standa mig á næsta ári,“ sagði Sara.A brand new 30-minute episode of "Road to the Games" just dropped. Nordic Goddesses @IcelandAnnie@katrintanja@SaraSigmundsdothttps://t.co/SwGUXOT8KOpic.twitter.com/6Ey3DigJEN — The CrossFit Games (@CrossFitGames) April 3, 2018 Næst er komið að Anníe Mist Þórisdóttur sem byrjar viðtalið á því að elda sér hafragraut. Anníe Mist talar um síðustu heimsleika þar sem hún náði þriðja sætinu og komst þar með í fimmta sinn á pall. „Ég er mjög ánægð með þriðja sætið þótt ég stefni alltaf á sigur. Það voru þó nokkrir sem héldu að ég væri útbrunnin og ætlaði bara að vera með. Ég mæti hinsvegar alltaf til að keppa um fyrsta sætið og mér fannst ég afsanna orð margra þarna,“ sagði Anníe Mist. Því næst er komið að Katrínu Tönju sem var mynduð við æfingar í sundlaug. Katrín Tanja talar þarna um það að hún hafi verið alltaf lítið heima á Íslandi. „Ég er búin að vera heima á Íslandi í sex vikur núna og það er frábært að komast aftur heim,“ sagði Katrín Tanja. Þátturinn skitpir síðan á milli þeirra þriggja og þá má einnig sjá Katrínu Tönju í matarboði hjá Anníe Mist. Þessi skemmtilega heimildarmynd er meira en 31 mínúta á lengd og hún gefur áhorfendanum sýn inn í heim íslensku crossfit dætranna sem eru stórstjörnur í crossfit heiminum og frábær landkynning fyrir Ísland. Myndina má sjá hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira
„Velkomin í bakgarðinn minn,“ segir Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fyrir framan Seljalandsfoss í upphafi nýs þáttar frá Crossfit samtökunum um okkar mögnuðu crossfit stjörnur. Þátturinn er gerður sem upphitun fyrir komandi heimsleika þar sem þær Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir ætla sér stóra hluti eins og áður. Þátturinn heimsækir þær Söru, Anníe Mist og Katrínu Tönju til Íslands og sem áður eru þær frábær auglýsing fyrir Ísland og íslenskar íþróttakonur. Sara talar meðal annars um vonbrigði síðustu leika hjá sér þar sem hún náði ekki alveg metnaðarfullu markmiði sínu að komast enn á ný á pall á heimsleikunum. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar en Sara bíður enn eftir sínum fyrsta sigri. „Auðvitað vildi ég gera betur því mér fannst ég vera í betra formi en árið á undan. Mér fannst ég hafa möguleika til að bæta mig en svona er þetta bara. Ég trúi því að það sé ástæða fyrir öllu og þetta gerir mig ennþá staðráðnari í því að standa mig á næsta ári,“ sagði Sara.A brand new 30-minute episode of "Road to the Games" just dropped. Nordic Goddesses @IcelandAnnie@katrintanja@SaraSigmundsdothttps://t.co/SwGUXOT8KOpic.twitter.com/6Ey3DigJEN — The CrossFit Games (@CrossFitGames) April 3, 2018 Næst er komið að Anníe Mist Þórisdóttur sem byrjar viðtalið á því að elda sér hafragraut. Anníe Mist talar um síðustu heimsleika þar sem hún náði þriðja sætinu og komst þar með í fimmta sinn á pall. „Ég er mjög ánægð með þriðja sætið þótt ég stefni alltaf á sigur. Það voru þó nokkrir sem héldu að ég væri útbrunnin og ætlaði bara að vera með. Ég mæti hinsvegar alltaf til að keppa um fyrsta sætið og mér fannst ég afsanna orð margra þarna,“ sagði Anníe Mist. Því næst er komið að Katrínu Tönju sem var mynduð við æfingar í sundlaug. Katrín Tanja talar þarna um það að hún hafi verið alltaf lítið heima á Íslandi. „Ég er búin að vera heima á Íslandi í sex vikur núna og það er frábært að komast aftur heim,“ sagði Katrín Tanja. Þátturinn skitpir síðan á milli þeirra þriggja og þá má einnig sjá Katrínu Tönju í matarboði hjá Anníe Mist. Þessi skemmtilega heimildarmynd er meira en 31 mínúta á lengd og hún gefur áhorfendanum sýn inn í heim íslensku crossfit dætranna sem eru stórstjörnur í crossfit heiminum og frábær landkynning fyrir Ísland. Myndina má sjá hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira