Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Birgir Olgeirsson skrifar 4. apríl 2018 17:15 Sigtryggur Baldursson, Jóhann Helgason, Hilmar Foss og Jon Kjell Seljeseth höfðu frá mörgu að segja á fundinum. Vísir/Rakel Ósk Davíð og Golíat, þannig var baráttu tónlistarmannsins Jóhanns Helgasonar við útgáfurisann Universal Records lýst á blaðamannafundi þar sem hann kynnti áform sín um að höfða mál vegna hugverkastuldi á laginu Söknuði. Fundurinn fór fram í Hljóðrita í Hafnarfirði í dag en Jóhann vill meina að norski lagahöfundurinn Rolf Løvland hafi stolið laginu Söknuði þegar hann samdi lagið You Raise Me Up sem bandaríski söngvarinn Josh Groban gerði heimsfrægt. Með Jóhanni á fundinum voru Sigtryggur Baldursson frá ÚTÓN, Hilmar Friðrik Foss sem hefur aðstoðað Jóhann með undirbúning málshöfðunarinnar, og Jon Kjell Seljeseth sem vann enska útgáfu af laginu Söknuði. Jóhann ákvað fyrir tíu árum að höfða mál gegn Rolf Løvland, höfundi lagsins, og Universal Records. Málið var þingfest fyrir breskum dómstólum og reyndist Universal Records reiðubúið til að taka til fullra varna. Var talið ljóst að sókn málsins gegn útgáfurisanum yrði gríðarlega kostnaðarsöm og var fyrirhugaðri málsókn slegið á frest.Hér fyrir neðan má sjá upptöku frá fundinum í heild sinni.Vísa hugverkastuldi á bug Nú hefur verið tekin ákvörðun um að halda málinu áfram. Hefur lögmannsstofan TSPMH sent kröfubréf á Universal Music og borist svar þar sem öllum ávirðingum um hugverkastuld er vísað á bug. Málaferli blasa því við og er áætlaður kostnaður við þau um ein milljón breskra punda. Fjárins verður aflað með þekktri aðferðafræði þar sem fjárfestar fjármagna málaferli með hlutdeild í fjárhagslegum ávinningi að leiðarljósi. Er gert ráð fyrir að kröfur um höfundarlaunagreiðslur og skaðabætur muni hlaupa á milljörðum íslenskra króna. Kynnt hefur verið til leiks ensk útgáfa af laginu Söknuði. Lagið heitir á ensku Into The Light en hún er unnin af Jon Kjell Seljeseth og sungin af Edgar Smára Atlasyni með stuðningi Gospelkórs Óskars Einarssonar. Kom fram á fundinum að Grímur Atlason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, muni nýta tengslanet sín erlendis til að kynna lagið fyrir fólki í tónlistarbransanum í þeirri von að fleiri fái athygli á málinu.Góð leið til að ávaxta fé Ef fleiri fá athygli á málinu vonast Jóhann og félagar til þess að fleiri muni sjá sér hag í að styðja við þessa málshöfðun með það að markmiði að fá hlut í fjárhagslegum ávinningi þess. Hilmar Foss sagði á fundinum að í Bretlandi væri í dag sú leið fær að lögmannsstofur taki að sér mál gegn prósentu af því sem fæst til baka ef mál vinnast.Hilmar Foss sagði allt tal um írska þjóðlagið Danny Boy í þessu máli vera smjörklípu frá höfundi lagsins You Raise Me Up.Vísir/Rakel ÓskSagði Hilmar þetta vera góða leið til að ávaxta fé sitt, jafnvel betri en á hlutabréfamarkaði. Sagði hann suma jafnvel styðja fimm til sex mál í einu með það að markmiði að fá mögulega bara ágóða úr nokkrum þeirra.Eurovision örlagavaldur Rolf Løvland er heimsþekktur lagahöfundur sem hefur í tvígang unnið söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Hann var höfundur norska framlagsins La det swinge sem vann árið 1985 og höfundur norska framlagsins Nocturne sem vann árið 1995. Því hefur verið haldið fram að Løvland hafi heyrt lagið Söknuð þegar hann var staddur hér á landi á tíunda áratug síðustu aldar. Þá á hann að hafa fengið kynningarkasettu með íslenskum lögum afhenta, en sú kasetta innihélt lagið Söknuð. Spurðir nánar út í þetta á blaðamannafundinum í Hljóðrita í dag sagði Jóhann Helgason að talið sé að Løvland hafi fengið kasettuna afhenta þegar Eurovision var haldið í Zagreb árið 1990. Það ár var hljómsveitin Stjórnin fulltrúi Íslands í keppninni með lagið Eitt lag enn.Taldi næsta víst að Pétur Kristjáns hefði afhent kasettuna Jóhann sagði Løvland hafa verið í keppninni það ár sem útsetjari norska framlagsins. Tónlistarmaðurinn Pétur heitinn Kristjánsson var með íslenska hópnum í för. Var hann þá á mála hjá útgáfufyrirtækinu Skífunni sem lét Pétur fara út með kasettur sem innihéldu íslenska tónlist. Þar á meðal var lagið Söknuður.Á fundinum var minnst á að fjörutíu ár væru liðin frá andláti Vilhjálms Vilhjálmssonar. Jóhann samdi lagið Söknuð við texta Vilhjálms sem söng það inn á plötuna Hana nú í Hljóðrita árið 1977.Vísir/Rakel ÓskJon Kjell Seljeseth fór út með íslenska hópnum sem útsetjari en hann sagði Pétur Kristjánsson hafa látið allt og alla hafa þessa kasettu og taldi næsta víst að hann hefði látið Løvland hafa umrædda kasettu, þó hann hefði ekki séð hann gera það. Taldi Jon Kjell það hins vegar næsta víst öruggt þar sem Pétur hefði örugglega ekki sleppt þessum Eurovision-sigurvegara.Líklegt að höfundurinn hafi heyrt lagið hjá Icelandair Jóhann sagði Løvland einnig hafa verið hér á landi árið 1996. Rifjaði Jóhann upp að tónlistarmaðurinn Gísli Helgason hefði gert útgáfu af Söknuði sem aðeins var leikin með hljóðfærum. Sú útgáfa hefði verið leikin í flugvélum Icelandair þegar farþegar gengu um borð og frá borði. Sagði Jóhann að forspilið í þeirri útgáfu líktist mjög undirspili í You Raise Me Up og taldi næsta víst að Løvland hefði heyrt útgáfuna í flugvél Icelandair á þeim tíma.Mögulega einnig í Stúdíó Sýrlandi Þegar Løvland vann Eurovision árið 1995 var það með dúettinum Secret Garden. Sá dúett tók upp fyrstu plötu sína í Stúdíó Sýrlandi hér á landi en þar var íslensk tónlist jafnan leikin í setustofu hljóðversins, þar á meðal lagið Söknuður. Taldi Jon Kjell miklar líkur á því að Løvland hefði heyrt Söknuð jafnvel þar. Lagið You Raise Me Up var upphaflega samið án söngs og hét þá Silent Story. Løvland fékk írska tónskáldið Brendan Hraham til að semja texta við lagið og úr varð You Raise Me Up. Var það flutt í fyrsta skipti við útför móður Løvlands en Secret Garden gaf það út á hljómplötu árið 2002. Bandaríski tónlistarmaðurinn Josh Groban gaf það síðan út árið 2003 og sló það þá rækilega í gegn vestanhafs og víða um heim.Óttar Felix sagði Jóhanni frá laginu Jóhann Helgason sagði á fundinum í dag að hann hefði fyrst heyrt af laginu þegar tónlistarmaðurinn Óttar Felix Hauksson sagði honum frá því árið 2004 og spurði Jóhann hvort hann ætlaði ekki að gera eitthvað í málinu, því lagið You Raise Me Up væri alveg eins og Söknuður. STEF lét vinna sérfræðiálit um lögin tvö en þar var niðurstaðan að tónlíkindi væru allt að 97 prósent. Sagði Groban brugðið í viðtali Josh Groban hélt tónleika hér á landi árið 2007. Hann var fenginn í viðtal í Kastljósi á þeim tíma þar sem lagið Söknuður var leikið fyrir hann. Jóhann sagði Hilmar Foss hafa hringt í sig eftir að hafa séð viðtalið. Hilmar Foss sagði sjálfur að Josh Groban hefði verið brugðið í viðtalinu þegar hann heyrði Söknuð og sagði söngvarann hafa tjáð sig á þá leið að höfundurinn You Raise Me Up yrði að eiga það við sjálfan sig hvort að lagið væri stolið. Blurred Lines-málið Hilmar Foss sagði að hughrif laganna Söknuðar og You Raise Me Up væru þau sömu. Lagið hefði sömu áhrif á fólk þegar það hlustaði á það. Nefndi hann Blurred Lines-málið og sagði það til marks um hvað væri hægt að gera. Fjölskylda bandaríska tónlistarmannsins Marvin Gaye stefndi tónlistarmönnunum Robin Thicke og Pharrell Williams fyrir hugverkastuld á laginu Gotta Give It Up þegar þeir sömdu Blurred Lines. Málið vannst á grunvelli hughrifa, það er að segja að Blurred Lines vakti sömu hughrif hjá hlustendum og þegar þeir heyra Gotta Give It Up. Málið snerist því ekki endilega bara um stolnar nótur, heldur tilfinninguna sem tónlist vekur þegar hún er leikin.Danny Boy smjörklípa Hilmar Foss sagði að írska þjóðlagið Danny Boy hafi oft verið nefnt til sögunnar þegar þetta mál er rætt. Hann sagði það vera smjörklípu frá Løvlandi sjálfum. Sagði Hilmar Foss að á þeim fjörutíu árum sem lagið Söknuður hefur verið til hefði því aldrei verið líkt við Danny Boy. Það hefði ekki gerst fyrr en Lövland sjálfur hefði ákveðið að líkja lögunum tveimur saman við írska þjóðlagið. Sagði Hilmar Foss höfundinn gera það til að draga athygli frá ásökunum um að hann hefði stolið laginu Söknuði. Sagði Hilmar Foss að Jóhann Helgason ætti nánast við ofurefli að etja í þessari baráttu sinni. Unversal Records er með um sjö þúsund manns í vinnu og veltir fleiri hundruð milljörðum króna á ári. Jóhann Helgason býr hins vegar í íbúð í fjölbýlishúsi á Seltjarnarnesi.Undirmeðvitundin snúin Ekki er vitað hvenær eða hvort málið fer fyrir dóm en það mun vafalaust reynast erfitt að sanna hvort Løvland hafi stolið laginu. Sagði Sigtryggur Baldursson að svona mál væru ávallt erfið því svara þyrfti spurningunni hvort að höfundurinn hefði stolið laginu meðvitað eða ekki. Þess vegna væri mjög mikilvægt að geta sýnt fram á hvort Løvland hefði heyrt lagið áður. Hilmar Foss sagði það ekki skipta máli hvort Løvland gerði það meðvitað eða ómeðvitað. Jóhann Helgason hefði misst lagið Söknuð úr höndunum og heimsbyggðin þekki það í dag sem You Raise Me Up og allir nema Jóhann hagnist á því. Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38 Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Sjá meira
Davíð og Golíat, þannig var baráttu tónlistarmannsins Jóhanns Helgasonar við útgáfurisann Universal Records lýst á blaðamannafundi þar sem hann kynnti áform sín um að höfða mál vegna hugverkastuldi á laginu Söknuði. Fundurinn fór fram í Hljóðrita í Hafnarfirði í dag en Jóhann vill meina að norski lagahöfundurinn Rolf Løvland hafi stolið laginu Söknuði þegar hann samdi lagið You Raise Me Up sem bandaríski söngvarinn Josh Groban gerði heimsfrægt. Með Jóhanni á fundinum voru Sigtryggur Baldursson frá ÚTÓN, Hilmar Friðrik Foss sem hefur aðstoðað Jóhann með undirbúning málshöfðunarinnar, og Jon Kjell Seljeseth sem vann enska útgáfu af laginu Söknuði. Jóhann ákvað fyrir tíu árum að höfða mál gegn Rolf Løvland, höfundi lagsins, og Universal Records. Málið var þingfest fyrir breskum dómstólum og reyndist Universal Records reiðubúið til að taka til fullra varna. Var talið ljóst að sókn málsins gegn útgáfurisanum yrði gríðarlega kostnaðarsöm og var fyrirhugaðri málsókn slegið á frest.Hér fyrir neðan má sjá upptöku frá fundinum í heild sinni.Vísa hugverkastuldi á bug Nú hefur verið tekin ákvörðun um að halda málinu áfram. Hefur lögmannsstofan TSPMH sent kröfubréf á Universal Music og borist svar þar sem öllum ávirðingum um hugverkastuld er vísað á bug. Málaferli blasa því við og er áætlaður kostnaður við þau um ein milljón breskra punda. Fjárins verður aflað með þekktri aðferðafræði þar sem fjárfestar fjármagna málaferli með hlutdeild í fjárhagslegum ávinningi að leiðarljósi. Er gert ráð fyrir að kröfur um höfundarlaunagreiðslur og skaðabætur muni hlaupa á milljörðum íslenskra króna. Kynnt hefur verið til leiks ensk útgáfa af laginu Söknuði. Lagið heitir á ensku Into The Light en hún er unnin af Jon Kjell Seljeseth og sungin af Edgar Smára Atlasyni með stuðningi Gospelkórs Óskars Einarssonar. Kom fram á fundinum að Grímur Atlason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, muni nýta tengslanet sín erlendis til að kynna lagið fyrir fólki í tónlistarbransanum í þeirri von að fleiri fái athygli á málinu.Góð leið til að ávaxta fé Ef fleiri fá athygli á málinu vonast Jóhann og félagar til þess að fleiri muni sjá sér hag í að styðja við þessa málshöfðun með það að markmiði að fá hlut í fjárhagslegum ávinningi þess. Hilmar Foss sagði á fundinum að í Bretlandi væri í dag sú leið fær að lögmannsstofur taki að sér mál gegn prósentu af því sem fæst til baka ef mál vinnast.Hilmar Foss sagði allt tal um írska þjóðlagið Danny Boy í þessu máli vera smjörklípu frá höfundi lagsins You Raise Me Up.Vísir/Rakel ÓskSagði Hilmar þetta vera góða leið til að ávaxta fé sitt, jafnvel betri en á hlutabréfamarkaði. Sagði hann suma jafnvel styðja fimm til sex mál í einu með það að markmiði að fá mögulega bara ágóða úr nokkrum þeirra.Eurovision örlagavaldur Rolf Løvland er heimsþekktur lagahöfundur sem hefur í tvígang unnið söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Hann var höfundur norska framlagsins La det swinge sem vann árið 1985 og höfundur norska framlagsins Nocturne sem vann árið 1995. Því hefur verið haldið fram að Løvland hafi heyrt lagið Söknuð þegar hann var staddur hér á landi á tíunda áratug síðustu aldar. Þá á hann að hafa fengið kynningarkasettu með íslenskum lögum afhenta, en sú kasetta innihélt lagið Söknuð. Spurðir nánar út í þetta á blaðamannafundinum í Hljóðrita í dag sagði Jóhann Helgason að talið sé að Løvland hafi fengið kasettuna afhenta þegar Eurovision var haldið í Zagreb árið 1990. Það ár var hljómsveitin Stjórnin fulltrúi Íslands í keppninni með lagið Eitt lag enn.Taldi næsta víst að Pétur Kristjáns hefði afhent kasettuna Jóhann sagði Løvland hafa verið í keppninni það ár sem útsetjari norska framlagsins. Tónlistarmaðurinn Pétur heitinn Kristjánsson var með íslenska hópnum í för. Var hann þá á mála hjá útgáfufyrirtækinu Skífunni sem lét Pétur fara út með kasettur sem innihéldu íslenska tónlist. Þar á meðal var lagið Söknuður.Á fundinum var minnst á að fjörutíu ár væru liðin frá andláti Vilhjálms Vilhjálmssonar. Jóhann samdi lagið Söknuð við texta Vilhjálms sem söng það inn á plötuna Hana nú í Hljóðrita árið 1977.Vísir/Rakel ÓskJon Kjell Seljeseth fór út með íslenska hópnum sem útsetjari en hann sagði Pétur Kristjánsson hafa látið allt og alla hafa þessa kasettu og taldi næsta víst að hann hefði látið Løvland hafa umrædda kasettu, þó hann hefði ekki séð hann gera það. Taldi Jon Kjell það hins vegar næsta víst öruggt þar sem Pétur hefði örugglega ekki sleppt þessum Eurovision-sigurvegara.Líklegt að höfundurinn hafi heyrt lagið hjá Icelandair Jóhann sagði Løvland einnig hafa verið hér á landi árið 1996. Rifjaði Jóhann upp að tónlistarmaðurinn Gísli Helgason hefði gert útgáfu af Söknuði sem aðeins var leikin með hljóðfærum. Sú útgáfa hefði verið leikin í flugvélum Icelandair þegar farþegar gengu um borð og frá borði. Sagði Jóhann að forspilið í þeirri útgáfu líktist mjög undirspili í You Raise Me Up og taldi næsta víst að Løvland hefði heyrt útgáfuna í flugvél Icelandair á þeim tíma.Mögulega einnig í Stúdíó Sýrlandi Þegar Løvland vann Eurovision árið 1995 var það með dúettinum Secret Garden. Sá dúett tók upp fyrstu plötu sína í Stúdíó Sýrlandi hér á landi en þar var íslensk tónlist jafnan leikin í setustofu hljóðversins, þar á meðal lagið Söknuður. Taldi Jon Kjell miklar líkur á því að Løvland hefði heyrt Söknuð jafnvel þar. Lagið You Raise Me Up var upphaflega samið án söngs og hét þá Silent Story. Løvland fékk írska tónskáldið Brendan Hraham til að semja texta við lagið og úr varð You Raise Me Up. Var það flutt í fyrsta skipti við útför móður Løvlands en Secret Garden gaf það út á hljómplötu árið 2002. Bandaríski tónlistarmaðurinn Josh Groban gaf það síðan út árið 2003 og sló það þá rækilega í gegn vestanhafs og víða um heim.Óttar Felix sagði Jóhanni frá laginu Jóhann Helgason sagði á fundinum í dag að hann hefði fyrst heyrt af laginu þegar tónlistarmaðurinn Óttar Felix Hauksson sagði honum frá því árið 2004 og spurði Jóhann hvort hann ætlaði ekki að gera eitthvað í málinu, því lagið You Raise Me Up væri alveg eins og Söknuður. STEF lét vinna sérfræðiálit um lögin tvö en þar var niðurstaðan að tónlíkindi væru allt að 97 prósent. Sagði Groban brugðið í viðtali Josh Groban hélt tónleika hér á landi árið 2007. Hann var fenginn í viðtal í Kastljósi á þeim tíma þar sem lagið Söknuður var leikið fyrir hann. Jóhann sagði Hilmar Foss hafa hringt í sig eftir að hafa séð viðtalið. Hilmar Foss sagði sjálfur að Josh Groban hefði verið brugðið í viðtalinu þegar hann heyrði Söknuð og sagði söngvarann hafa tjáð sig á þá leið að höfundurinn You Raise Me Up yrði að eiga það við sjálfan sig hvort að lagið væri stolið. Blurred Lines-málið Hilmar Foss sagði að hughrif laganna Söknuðar og You Raise Me Up væru þau sömu. Lagið hefði sömu áhrif á fólk þegar það hlustaði á það. Nefndi hann Blurred Lines-málið og sagði það til marks um hvað væri hægt að gera. Fjölskylda bandaríska tónlistarmannsins Marvin Gaye stefndi tónlistarmönnunum Robin Thicke og Pharrell Williams fyrir hugverkastuld á laginu Gotta Give It Up þegar þeir sömdu Blurred Lines. Málið vannst á grunvelli hughrifa, það er að segja að Blurred Lines vakti sömu hughrif hjá hlustendum og þegar þeir heyra Gotta Give It Up. Málið snerist því ekki endilega bara um stolnar nótur, heldur tilfinninguna sem tónlist vekur þegar hún er leikin.Danny Boy smjörklípa Hilmar Foss sagði að írska þjóðlagið Danny Boy hafi oft verið nefnt til sögunnar þegar þetta mál er rætt. Hann sagði það vera smjörklípu frá Løvlandi sjálfum. Sagði Hilmar Foss að á þeim fjörutíu árum sem lagið Söknuður hefur verið til hefði því aldrei verið líkt við Danny Boy. Það hefði ekki gerst fyrr en Lövland sjálfur hefði ákveðið að líkja lögunum tveimur saman við írska þjóðlagið. Sagði Hilmar Foss höfundinn gera það til að draga athygli frá ásökunum um að hann hefði stolið laginu Söknuði. Sagði Hilmar Foss að Jóhann Helgason ætti nánast við ofurefli að etja í þessari baráttu sinni. Unversal Records er með um sjö þúsund manns í vinnu og veltir fleiri hundruð milljörðum króna á ári. Jóhann Helgason býr hins vegar í íbúð í fjölbýlishúsi á Seltjarnarnesi.Undirmeðvitundin snúin Ekki er vitað hvenær eða hvort málið fer fyrir dóm en það mun vafalaust reynast erfitt að sanna hvort Løvland hafi stolið laginu. Sagði Sigtryggur Baldursson að svona mál væru ávallt erfið því svara þyrfti spurningunni hvort að höfundurinn hefði stolið laginu meðvitað eða ekki. Þess vegna væri mjög mikilvægt að geta sýnt fram á hvort Løvland hefði heyrt lagið áður. Hilmar Foss sagði það ekki skipta máli hvort Løvland gerði það meðvitað eða ómeðvitað. Jóhann Helgason hefði misst lagið Söknuð úr höndunum og heimsbyggðin þekki það í dag sem You Raise Me Up og allir nema Jóhann hagnist á því.
Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38 Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Sjá meira
Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38
Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent