Fótbolti

Stuðningsmenn Liverpool eyðilögðu rútu City

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Manchester City fékk ekki hlýjar móttökur í Liverpool í dag
Manchester City fékk ekki hlýjar móttökur í Liverpool í dag Vísir/Getty
Liverpool hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið biðst afsökunar á skemmdarverkum á liðsrútu Manchester City fyrir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Rútan var skemmd á leið sinni á Anfield í gegnum þvögu stuðningsmanna Liverpool. Skemmdirnar urðu það miklar að rútan er óökuhæf og þarf að fá nýja rútu til þess að flytja liðið heim til Manchester í kvöld.

„Félagið fordæmir það sem átti sér stað fyrir leikinn í kvöld og við biðjum Pep Guardiola, leikmennina og starfslið Manchester City afsökunar,“ sagði í yfirlýsingu frá Liverpool.





Stuðningsmenn Liverpool köstuðu flöskum í rútuna og miðuðu blysum að henni. Enginn slasaðist í látunum, en rútan er eins og áður segir ekki ökuhæf.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×