Fótbolti

Klopp: Áttum að spila meiri fótbolta í seinni hálfleik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jürgen Klopp sáttur.
Jürgen Klopp sáttur. vísir/getty
Jurgen Klopp vildi ekki fara of geyst í yfirlýsingunum eftir sigur sinna manna í Liverpool á Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Liverpool fór með 3-0 sigur á heimavelli sínum í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum.

„Við bjuggumst ekki við þessum úrslitum,“ sagði Klopp eftir leikinn en Liverpool sundurspilaði vörn Manchester City og gestirnir, sem höfðu skorað 88 mörk í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni í vetur, áttu ekki skot á markrammann.

„Við hefuðm þurft að spila meiri fótbolta í seinni hálfleik. Þeir áttu ekki mikið af tækifærum en við spiluðum ekki mikinn fótbolta,“ sagði Klopp. Liverpool skoraði öll mörkin sín þrjú á fyrsta hálftíma leiksins.

„Fyrri hálfleikurinn var frábær. Svona á fótbolti að líta út.“

Liðin mætast öðru sinni á Etihad vellinum í næstu viku og segir Klopp einvígið vera langt frá því að vera búið.

„Þetta er bara hálfleikur. Við erum 3-0 yfir sem er gott.“

Mohamed Salah þurfti að fara meiddur af velli í seinni hálfleik eftir að hafa skorað mark og lagt upp annað fyrir Sadio Mane. Klopp gat ekki gefið neitt út um stöðu Salah, hann sagði Egyptanum líða vel að eigin sögn en ekki er hægt að segja til um hvort hann verði heill í næsta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×