Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Sveinn Arnarsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Fjármálaáætlun var kynnt í Arnarhvoli í gær. Vísir/Anton Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2023 var kynnt í gær. Á tímabilinu verður 338 milljörðum króna varið til fjárfestinga, þar af mestu til sjúkrahúsþjónustu eða 75 milljörðum króna. Fjármálaráðherra segir það skipta miklu máli að greiða niður skuldir ríkissjóðs um leið og að verja þann árangur sem náðst hefur síðustu árin. Í kynningu Bjarna Benediktssonar kom fram að hann teldi mikilvægt að sátt náist á vinnumarkaði og taldi líklegt að sú sátt næðist. Samtalið væri hins vegar lifandi. Það myndi hafa mikil áhrif á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og mikilvægt væri að verja þann árangur sem náðst hefur í ríkisfjármálum; hraða niðurgreiðslu skulda hins opinbera og bæta stöðu þjóðarbúsins. Gert er ráð fyrir að afgangur af rekstri ríkissjóðs verði rétt ofan við eitt prósent af vergri landsframleiðslu svo lítið má út af bregða til að hið opinbera standist ekki lög um opinber fjármál sem kveða á um að afgangur af rekstrinum verði að vera að minnsta kosti eitt prósent.Viðskiptaráð hefur sagt að efnahagsspá hins opinbera sé afar bjartsýn og geri ráð fyrir fordæmalausu hagvaxtarskeiði. Bjarni segir flesta spámenn sammála um það. „Við fylgjum þeirri vinnureglu að reyna ekki að kokka upp okkar eigin hagvaxtarspár. Með þær hagvaxtarspár sem okkur berast áætlum við tekju- og gjaldaþróun inn í framtíðina. Það er vissulega rétt að við erum að sjá samfellt hagvaxtarskeið en flestir spáaðilar eru sammála um að það horfi ekki til annars en að áfram verði hagvöxtur,“ segir Bjarni. Útgjaldaaukning hins opinbera í fjármálaáætluninni er mjög mikil og ráðist verður í margvíslegar framkvæmdir á tímabilinu. Til að mynda á að verja 124 milljörðum á spátímanum í uppbyggingu innviða, ljósleiðaravæða landið og kaupa nýjar þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna svo eitthvað sé nefnt . Að sama skapi eru tekjustofnar hins opinbera veiktir. Til að mynda á að lækka tekjuskattsprósentuna um eitt prósent, lækka á tryggingagjald og gera breytingar á virðisaukaskattskerfinu. Alls er skorið niður til fjórtán málaflokka á spátímabilinu borið saman við fjárlagafrumvarp ársins 2018. Lækkunin er mest til ferðaþjónustunnar eða um hartnær fjórðung. Einnig er skorið niður til húsnæðismála, orkumála, menningar, lista og íþrótta- og æskulýðsmála svo eitthvað sé nefnt. Einnig lækka fjárframlög til landbúnaðar um fjögur prósent á tímabilinu. Spáð er áframhaldandi fjölgun ferðamanna hingað til lands. Í því felst nokkur óvissa því ekki er hægt að meta nákvæmlega hvaða áhrif það hafi á gengi íslensku krónunnar. „Við horfum á að bróðurpartur styrkingar krónunnar verður rakinn til uppgangs í ferðaþjónustu. Samkvæmt spám mun ferðamönnum halda áfram að fjölga hér á landi,“ segir Bjarni. „Því er mikilvægt að hafa það í huga hvaða smitáhrif það kunni að hafa á aðrar útflutningsgreinar.“Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður eins ríkisstjórnarflokkanna.Vísir/ErnirSamgönguráðherra telur sig ekki fá nóg Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er reiknað með að um 125 milljarðar króna fari til innviðauppbyggingar á tímabilinu frá 2019- 2023. Fyrstu þrjú árin verður 5,5 milljörðum króna aukalega varið til uppbyggingar sem fjármögnuð verður af arðgreiðslum fjármálafyrirtækja í eigu hins opinbera. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir þá innspýtingu sem fjármálaráðherra kynnti í gær ekki nægjanlega. „Nei, þetta er ekki nóg. Ástandið er annars vegar þannig að vegir eru að koma mjög illa undan vetri. Bæði er það vegna óhagstæðs veðurs en einnig vegna langvarandi viðhaldsleysis. Þar til viðbótar er umferðaraukningin meiri sem kallar á enn frekari framkvæmdir,“ segir Sigurður Ingi. „Þess vegna höfum við verið að skoða hvort við getum spýtt meira í á þessu ári. Við gætum þurft að flýta framkvæmdum á samgönguáætlun og erum með það til skoðunar og þá með einhvers konar gjaldaleið. Það mun svo skýrast, líklega í næstu viku, hvernig því verður háttað.“ Sigurður Ingi segir fjármálaáætlun ekki binda hendur ríkisstjórnarinnar hvað það varðar. „Fjármálaáætlun snýst um tekjur og gjöld hins opinbera og hvernig við ráðstöfum tekjum ríkissjóðs. Hins vegar vitum við hvernig Hvalfjarðargöngin voru fjármögnuð og því getum við séð fyrir okkur slíkar leiðir til að byggja upp á næstu árum án aðkomu ríkisins,“ segir Sigurður Ingi. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir hægri stefnu Sjálfstæðisflokksins opinberast í fjármálaáætlun Með boðaðri skattastefnu sé verið að hygla þeim tekjuhærri í samfélaginu. 4. apríl 2018 19:34 Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2023 var kynnt í gær. Á tímabilinu verður 338 milljörðum króna varið til fjárfestinga, þar af mestu til sjúkrahúsþjónustu eða 75 milljörðum króna. Fjármálaráðherra segir það skipta miklu máli að greiða niður skuldir ríkissjóðs um leið og að verja þann árangur sem náðst hefur síðustu árin. Í kynningu Bjarna Benediktssonar kom fram að hann teldi mikilvægt að sátt náist á vinnumarkaði og taldi líklegt að sú sátt næðist. Samtalið væri hins vegar lifandi. Það myndi hafa mikil áhrif á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og mikilvægt væri að verja þann árangur sem náðst hefur í ríkisfjármálum; hraða niðurgreiðslu skulda hins opinbera og bæta stöðu þjóðarbúsins. Gert er ráð fyrir að afgangur af rekstri ríkissjóðs verði rétt ofan við eitt prósent af vergri landsframleiðslu svo lítið má út af bregða til að hið opinbera standist ekki lög um opinber fjármál sem kveða á um að afgangur af rekstrinum verði að vera að minnsta kosti eitt prósent.Viðskiptaráð hefur sagt að efnahagsspá hins opinbera sé afar bjartsýn og geri ráð fyrir fordæmalausu hagvaxtarskeiði. Bjarni segir flesta spámenn sammála um það. „Við fylgjum þeirri vinnureglu að reyna ekki að kokka upp okkar eigin hagvaxtarspár. Með þær hagvaxtarspár sem okkur berast áætlum við tekju- og gjaldaþróun inn í framtíðina. Það er vissulega rétt að við erum að sjá samfellt hagvaxtarskeið en flestir spáaðilar eru sammála um að það horfi ekki til annars en að áfram verði hagvöxtur,“ segir Bjarni. Útgjaldaaukning hins opinbera í fjármálaáætluninni er mjög mikil og ráðist verður í margvíslegar framkvæmdir á tímabilinu. Til að mynda á að verja 124 milljörðum á spátímanum í uppbyggingu innviða, ljósleiðaravæða landið og kaupa nýjar þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna svo eitthvað sé nefnt . Að sama skapi eru tekjustofnar hins opinbera veiktir. Til að mynda á að lækka tekjuskattsprósentuna um eitt prósent, lækka á tryggingagjald og gera breytingar á virðisaukaskattskerfinu. Alls er skorið niður til fjórtán málaflokka á spátímabilinu borið saman við fjárlagafrumvarp ársins 2018. Lækkunin er mest til ferðaþjónustunnar eða um hartnær fjórðung. Einnig er skorið niður til húsnæðismála, orkumála, menningar, lista og íþrótta- og æskulýðsmála svo eitthvað sé nefnt. Einnig lækka fjárframlög til landbúnaðar um fjögur prósent á tímabilinu. Spáð er áframhaldandi fjölgun ferðamanna hingað til lands. Í því felst nokkur óvissa því ekki er hægt að meta nákvæmlega hvaða áhrif það hafi á gengi íslensku krónunnar. „Við horfum á að bróðurpartur styrkingar krónunnar verður rakinn til uppgangs í ferðaþjónustu. Samkvæmt spám mun ferðamönnum halda áfram að fjölga hér á landi,“ segir Bjarni. „Því er mikilvægt að hafa það í huga hvaða smitáhrif það kunni að hafa á aðrar útflutningsgreinar.“Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður eins ríkisstjórnarflokkanna.Vísir/ErnirSamgönguráðherra telur sig ekki fá nóg Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er reiknað með að um 125 milljarðar króna fari til innviðauppbyggingar á tímabilinu frá 2019- 2023. Fyrstu þrjú árin verður 5,5 milljörðum króna aukalega varið til uppbyggingar sem fjármögnuð verður af arðgreiðslum fjármálafyrirtækja í eigu hins opinbera. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir þá innspýtingu sem fjármálaráðherra kynnti í gær ekki nægjanlega. „Nei, þetta er ekki nóg. Ástandið er annars vegar þannig að vegir eru að koma mjög illa undan vetri. Bæði er það vegna óhagstæðs veðurs en einnig vegna langvarandi viðhaldsleysis. Þar til viðbótar er umferðaraukningin meiri sem kallar á enn frekari framkvæmdir,“ segir Sigurður Ingi. „Þess vegna höfum við verið að skoða hvort við getum spýtt meira í á þessu ári. Við gætum þurft að flýta framkvæmdum á samgönguáætlun og erum með það til skoðunar og þá með einhvers konar gjaldaleið. Það mun svo skýrast, líklega í næstu viku, hvernig því verður háttað.“ Sigurður Ingi segir fjármálaáætlun ekki binda hendur ríkisstjórnarinnar hvað það varðar. „Fjármálaáætlun snýst um tekjur og gjöld hins opinbera og hvernig við ráðstöfum tekjum ríkissjóðs. Hins vegar vitum við hvernig Hvalfjarðargöngin voru fjármögnuð og því getum við séð fyrir okkur slíkar leiðir til að byggja upp á næstu árum án aðkomu ríkisins,“ segir Sigurður Ingi.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir hægri stefnu Sjálfstæðisflokksins opinberast í fjármálaáætlun Með boðaðri skattastefnu sé verið að hygla þeim tekjuhærri í samfélaginu. 4. apríl 2018 19:34 Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Segir hægri stefnu Sjálfstæðisflokksins opinberast í fjármálaáætlun Með boðaðri skattastefnu sé verið að hygla þeim tekjuhærri í samfélaginu. 4. apríl 2018 19:34
Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09