Sérfræðingur BBC um Liverpool á móti City: Réðust á þá eins og býflugnahópur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2018 12:00 Mohamed Salah fagnar markinu sínu. Vísir/Samsett/Getty Liverpool er komið í frábæra stöðu í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 3-0 sigur í fyrri leiknum á móti Manchester City á Anfield í gær. Liverpool sýndi á sér tvær hliðar í leiknum, liðið skoraði öll þrjú mörkin sín og lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik og gaf Manchester City síðan engin færi á sér með skipulögðum varnarleik í þeim síðari. Mark Lawrenson, knattspyrnusérfræðingur á BBC, skrifaði pistil um leikinn á Anfield í gær og reyndi að finna út ástæðurnar fyrir því að Liverpool tókst að vinna svona stóran sigur á yfirburðarliði ensku úrvalsdeildarinnar. „Liverpool spilaði mjög ólíkan leikstíl eftir hálfleikum í þessum leik en báðar leikaðferðir heppnuðust fullkomlega,“ skrifaði Mark Lawrenson.'A swarm of bees then defensive discipline.' @MTLawrenson on how Liverpool took control of their #UCL tie https://t.co/uoXYgXx56jpic.twitter.com/VXLygdm8U1 — BBC Sport (@BBCSport) April 5, 2018 „Hugarfar Liverpool manna var bara að ráðast á City-liðið og það eru ekki mörg lið sem hefðu átt svar við því. Pressan hjá Klopp er ein af hans aðalsmerkjum og þegar leikmaður Manchester City fékk boltann í gær þá leið honum örugglega eins og hann væri að mæta býflugnahóp,“ skrifar Lawrenson. „Eftir að Liverpool komst í 3-0 þá sýndi liðið líka aga í varnarleik sem maður er ekki vanur að sjá til þessa liðs. Sú staðreynd að Loris Karius hafi ekki fengið á sig eitt einasta skot í leiknum sýnir best hversu vel varnarlínan var að spila í þessum leik,“ skrifaði Mark Lawrenson sem sjálfur lék 356 leiki í vörn Liverpool frá 1981 til 1988. „Ég held samt að það hafi ekki komið neinum á óvart af hve miklum krafti Livepool byrjaði þennan leik. City menn hljóta hafa átt von á þessu og að þeir þyrftu bara að lifa storminn af. Ég held bara að vandamálið fyrir liðið hans Pep Guardiola hafi verið að það eru svo fá lið sem sækja á City liðið að þeir þekkja þessa stöðu ekki nægilega vel,“ skrifaði Lawrenson. „Þeir sem lið eru ekki vanir að vera að bakka eða að fá á sig svona pressu. Alltaf þegar David Silva eða Kevin de Bruyne fengu boltann þá voru þeir að flýta sér of mikið vegna pressunnar. Þegar slíkt gerist þá skiptir ekki máli hversu góður þú ert, þú gerir alltaf mistök. Liverpool vissi það og var með City liðið þar sem þeir vildu hafa þá,“ skrifaði Mark Lawrenson en það má sjá allan pistilinn hans hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Liverpool er komið í frábæra stöðu í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 3-0 sigur í fyrri leiknum á móti Manchester City á Anfield í gær. Liverpool sýndi á sér tvær hliðar í leiknum, liðið skoraði öll þrjú mörkin sín og lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik og gaf Manchester City síðan engin færi á sér með skipulögðum varnarleik í þeim síðari. Mark Lawrenson, knattspyrnusérfræðingur á BBC, skrifaði pistil um leikinn á Anfield í gær og reyndi að finna út ástæðurnar fyrir því að Liverpool tókst að vinna svona stóran sigur á yfirburðarliði ensku úrvalsdeildarinnar. „Liverpool spilaði mjög ólíkan leikstíl eftir hálfleikum í þessum leik en báðar leikaðferðir heppnuðust fullkomlega,“ skrifaði Mark Lawrenson.'A swarm of bees then defensive discipline.' @MTLawrenson on how Liverpool took control of their #UCL tie https://t.co/uoXYgXx56jpic.twitter.com/VXLygdm8U1 — BBC Sport (@BBCSport) April 5, 2018 „Hugarfar Liverpool manna var bara að ráðast á City-liðið og það eru ekki mörg lið sem hefðu átt svar við því. Pressan hjá Klopp er ein af hans aðalsmerkjum og þegar leikmaður Manchester City fékk boltann í gær þá leið honum örugglega eins og hann væri að mæta býflugnahóp,“ skrifar Lawrenson. „Eftir að Liverpool komst í 3-0 þá sýndi liðið líka aga í varnarleik sem maður er ekki vanur að sjá til þessa liðs. Sú staðreynd að Loris Karius hafi ekki fengið á sig eitt einasta skot í leiknum sýnir best hversu vel varnarlínan var að spila í þessum leik,“ skrifaði Mark Lawrenson sem sjálfur lék 356 leiki í vörn Liverpool frá 1981 til 1988. „Ég held samt að það hafi ekki komið neinum á óvart af hve miklum krafti Livepool byrjaði þennan leik. City menn hljóta hafa átt von á þessu og að þeir þyrftu bara að lifa storminn af. Ég held bara að vandamálið fyrir liðið hans Pep Guardiola hafi verið að það eru svo fá lið sem sækja á City liðið að þeir þekkja þessa stöðu ekki nægilega vel,“ skrifaði Lawrenson. „Þeir sem lið eru ekki vanir að vera að bakka eða að fá á sig svona pressu. Alltaf þegar David Silva eða Kevin de Bruyne fengu boltann þá voru þeir að flýta sér of mikið vegna pressunnar. Þegar slíkt gerist þá skiptir ekki máli hversu góður þú ert, þú gerir alltaf mistök. Liverpool vissi það og var með City liðið þar sem þeir vildu hafa þá,“ skrifaði Mark Lawrenson en það má sjá allan pistilinn hans hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira