Slökkviliðsmaður borinn út úr brunanum í Miðhrauni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. apríl 2018 14:29 Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í dag vegna stórbrunans í Miðhrauni. Vísir/Egill Aðalsteinsson Slökkvilið hefur verið að störfum við gríðarlega erfiðar aðstæður frá því snemma í morgun vegna stórbruna í verslunar- og iðnaðarhúsnæði í Miðhrauni 4 í Garðabæ. Nokkrir slökkviliðsmenn hafa hlotið minniháttar meiðsl við störf á vettvangi í dag. Um klukkan hálf ellefu í morgun þurfti að bera slökkviliðsmann út úr byggingunni þar sem hann fékk aðstoð félaga sinna, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Slökkviliðsmaðurinn stóð mjög fljótt upp aftur og var ekki fluttur til aðhlynningar heldur var áfram að störfum á svæðinu. Flytja þurfti einn slökkviliðsmann á sjúkrahús með minniháttar meiðsl, sagði Rúnar Helgason varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi í hádeginu. Það var gert snemma í morgun, fljótlega eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. Á tólfta tímanum féll einn slökkviliðsmaður á milli hæða en slapp þó ómeiddur. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í dag, líka þeir sem voru á frívakt. Einnig voru slökkviliðsmenn í þjálfun á vettvangi í Miðhrauni til að fylgjast með og læra. Slökkvilið Reykjavíkurflugvallar og hópur frá slökkviliðinu í Árborg mættu einnig á staðinn til að hjálpa. Erfiðlega gekk í byrjun að ráða niðurlögum eldsins en slökkvilið telur sig hafa náð tökum á eldinum. Vinna slökkviliðs snýst nú að mestu um að hreinsa til og slökkva í hreiðrum þar sem glæður geta leynst. Til þess er notast við aðstoðar krabba þar sem ekki er þorandi að senda slökkviliðsmenn inn. Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að reykmengun frá stórbrunanum sé að mestu gengin yfir en reykurinn er eitraður og talinn mjög skaðlegur. Allir sem eru að störfum á vettvangi og eru ekki í slökkviliðsbúnaði eru með grímur sem dreift var á staðnum. Fulltrúar Vísis eru á vettvangi og fylgjast með baráttu slökkviliðsins við eldinn í beinni textalýsingu og beinni útsendingu sem sjá má hér Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13 Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Verða líklega að störfum fram á nótt Erfiðlega gengur að ná yfirlögum eldsins í Miðhrauni 4. 5. apríl 2018 11:54 Telja sig komna með tök á eldinum: „Svakalega mikið tjón“ Slökkvilið telur sig hafa náð tökum á eldinum í verslunar- og iðnaðarhúsnæðinu í Miðhrauni í Garðabæ. 5. apríl 2018 13:41 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Slökkvilið hefur verið að störfum við gríðarlega erfiðar aðstæður frá því snemma í morgun vegna stórbruna í verslunar- og iðnaðarhúsnæði í Miðhrauni 4 í Garðabæ. Nokkrir slökkviliðsmenn hafa hlotið minniháttar meiðsl við störf á vettvangi í dag. Um klukkan hálf ellefu í morgun þurfti að bera slökkviliðsmann út úr byggingunni þar sem hann fékk aðstoð félaga sinna, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Slökkviliðsmaðurinn stóð mjög fljótt upp aftur og var ekki fluttur til aðhlynningar heldur var áfram að störfum á svæðinu. Flytja þurfti einn slökkviliðsmann á sjúkrahús með minniháttar meiðsl, sagði Rúnar Helgason varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi í hádeginu. Það var gert snemma í morgun, fljótlega eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. Á tólfta tímanum féll einn slökkviliðsmaður á milli hæða en slapp þó ómeiddur. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í dag, líka þeir sem voru á frívakt. Einnig voru slökkviliðsmenn í þjálfun á vettvangi í Miðhrauni til að fylgjast með og læra. Slökkvilið Reykjavíkurflugvallar og hópur frá slökkviliðinu í Árborg mættu einnig á staðinn til að hjálpa. Erfiðlega gekk í byrjun að ráða niðurlögum eldsins en slökkvilið telur sig hafa náð tökum á eldinum. Vinna slökkviliðs snýst nú að mestu um að hreinsa til og slökkva í hreiðrum þar sem glæður geta leynst. Til þess er notast við aðstoðar krabba þar sem ekki er þorandi að senda slökkviliðsmenn inn. Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að reykmengun frá stórbrunanum sé að mestu gengin yfir en reykurinn er eitraður og talinn mjög skaðlegur. Allir sem eru að störfum á vettvangi og eru ekki í slökkviliðsbúnaði eru með grímur sem dreift var á staðnum. Fulltrúar Vísis eru á vettvangi og fylgjast með baráttu slökkviliðsins við eldinn í beinni textalýsingu og beinni útsendingu sem sjá má hér
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13 Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Verða líklega að störfum fram á nótt Erfiðlega gengur að ná yfirlögum eldsins í Miðhrauni 4. 5. apríl 2018 11:54 Telja sig komna með tök á eldinum: „Svakalega mikið tjón“ Slökkvilið telur sig hafa náð tökum á eldinum í verslunar- og iðnaðarhúsnæðinu í Miðhrauni í Garðabæ. 5. apríl 2018 13:41 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28
Verða líklega að störfum fram á nótt Erfiðlega gengur að ná yfirlögum eldsins í Miðhrauni 4. 5. apríl 2018 11:54
Telja sig komna með tök á eldinum: „Svakalega mikið tjón“ Slökkvilið telur sig hafa náð tökum á eldinum í verslunar- og iðnaðarhúsnæðinu í Miðhrauni í Garðabæ. 5. apríl 2018 13:41
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent