Myndasyrpa frá Miðhrauni: Tjónið líklega á annan milljarð Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2018 21:15 Slökkvistarf stendur enn yfir í Miðhrauni í Garðabæ þar sem einn af stærstu brunum síðustu ára kom upp í atvinnuhúsnæði í dag. Um 150 viðbragðsaðilar komu að því að ná tökum á brunanum og tjónið er líklega á annan milljarð króna. Í húsnæðinu voru um tvö hundruð geymslurými á vegum Geymslna ehf, lager og verslun Icewear sem og hluti starsfemi Marels. Starfsmenn Marels og Icewear áttu fótum sínum fjör að launa en starfsmenn Icewear þurftu sumir hverjir að brjóta hurðir og flýja út um glugga undan eldinum. Slökkvistarf stendur enn yfir og notast Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við stórvirkar vinnuvélar til að grafa sig inn í húsið, þar sem slökkt er í öllum glæðum sem finnast.Sjá einnig: Gríðarlegt tjón eftir stórbruna í Garðabæ Húsið er mjög illa farið ef ekki ónýtt og segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, að unnið verði fram eftir nóttu. Lögreglu hefur enn ekki verið afhentur vettvangurinn til rannsóknar þó svo að starfsmenn tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu séu komnir á vettvang til að rannsaka. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag karlmann vegna gruns um að hann tengdist upptökum brunans í Miðhrauni í morgun. Rannsókn á atvikum hreinsaði hann þó af öllum grun og var honum sleppt. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið handtekinn vegna grunsamlegs háttalags á staðnum í morgun.Sjá einnig: Maður handtekinn vegna brunans en hreinsaður af sök Birgir segir að slökkviliðsmenn kanni aðstæður í húsinu. Efri hæðin hjá Geymslum er ónýt en farið verður á neðri hæðina í kvöld og aðstæður skoðaðar þar innandyra. Einn slökkviliðsmaður slasaðist lítillega þegar hann féll á milli hæða í dag.Slökkviliðið þarf tíma til að rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi en ekkert vatnsúðakerfi var í húsinu. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, sagði í dag að kanna þurfi hvort það geti talist eðlilegt miðað við samþykktar teikningar. Þá hafa áhyggjufullir leigjendur sem voru með geymslur á leigu hjá Geymslum ehf. sett sig í samband við fyrirtækið og tryggingarfélög í dag. Trygging er ekki innifalin í þjónustu Geymslna.Sjá einnig: Dánarbú móðurinnar í eldhafi Sömuleiðis brunnu allar eignir Dýrahjálpar og sviðsmynd fyrir jólatónleika Siggu Beinteins. Hér að neðan má sjá myndir sem starfsmenn fréttastofunnar tóku í Miðhrauni í dag.Vísir/Egill Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13 JóiPé og Króli sjá eftir myndatöku við brunann Rappararnir JóiPé og Króli kíktu á vettvang. 5. apríl 2018 10:54 Verða líklega að störfum fram á nótt Erfiðlega gengur að ná yfirlögum eldsins í Miðhrauni 4. 5. apríl 2018 11:54 Sjónarvottar greina frá þremur sprengingum Illa gengur að ráða niðurlögum eldsins að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu 5. apríl 2018 11:39 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
Slökkvistarf stendur enn yfir í Miðhrauni í Garðabæ þar sem einn af stærstu brunum síðustu ára kom upp í atvinnuhúsnæði í dag. Um 150 viðbragðsaðilar komu að því að ná tökum á brunanum og tjónið er líklega á annan milljarð króna. Í húsnæðinu voru um tvö hundruð geymslurými á vegum Geymslna ehf, lager og verslun Icewear sem og hluti starsfemi Marels. Starfsmenn Marels og Icewear áttu fótum sínum fjör að launa en starfsmenn Icewear þurftu sumir hverjir að brjóta hurðir og flýja út um glugga undan eldinum. Slökkvistarf stendur enn yfir og notast Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við stórvirkar vinnuvélar til að grafa sig inn í húsið, þar sem slökkt er í öllum glæðum sem finnast.Sjá einnig: Gríðarlegt tjón eftir stórbruna í Garðabæ Húsið er mjög illa farið ef ekki ónýtt og segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, að unnið verði fram eftir nóttu. Lögreglu hefur enn ekki verið afhentur vettvangurinn til rannsóknar þó svo að starfsmenn tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu séu komnir á vettvang til að rannsaka. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag karlmann vegna gruns um að hann tengdist upptökum brunans í Miðhrauni í morgun. Rannsókn á atvikum hreinsaði hann þó af öllum grun og var honum sleppt. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið handtekinn vegna grunsamlegs háttalags á staðnum í morgun.Sjá einnig: Maður handtekinn vegna brunans en hreinsaður af sök Birgir segir að slökkviliðsmenn kanni aðstæður í húsinu. Efri hæðin hjá Geymslum er ónýt en farið verður á neðri hæðina í kvöld og aðstæður skoðaðar þar innandyra. Einn slökkviliðsmaður slasaðist lítillega þegar hann féll á milli hæða í dag.Slökkviliðið þarf tíma til að rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi en ekkert vatnsúðakerfi var í húsinu. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, sagði í dag að kanna þurfi hvort það geti talist eðlilegt miðað við samþykktar teikningar. Þá hafa áhyggjufullir leigjendur sem voru með geymslur á leigu hjá Geymslum ehf. sett sig í samband við fyrirtækið og tryggingarfélög í dag. Trygging er ekki innifalin í þjónustu Geymslna.Sjá einnig: Dánarbú móðurinnar í eldhafi Sömuleiðis brunnu allar eignir Dýrahjálpar og sviðsmynd fyrir jólatónleika Siggu Beinteins. Hér að neðan má sjá myndir sem starfsmenn fréttastofunnar tóku í Miðhrauni í dag.Vísir/Egill
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13 JóiPé og Króli sjá eftir myndatöku við brunann Rappararnir JóiPé og Króli kíktu á vettvang. 5. apríl 2018 10:54 Verða líklega að störfum fram á nótt Erfiðlega gengur að ná yfirlögum eldsins í Miðhrauni 4. 5. apríl 2018 11:54 Sjónarvottar greina frá þremur sprengingum Illa gengur að ráða niðurlögum eldsins að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu 5. apríl 2018 11:39 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13
JóiPé og Króli sjá eftir myndatöku við brunann Rappararnir JóiPé og Króli kíktu á vettvang. 5. apríl 2018 10:54
Verða líklega að störfum fram á nótt Erfiðlega gengur að ná yfirlögum eldsins í Miðhrauni 4. 5. apríl 2018 11:54
Sjónarvottar greina frá þremur sprengingum Illa gengur að ráða niðurlögum eldsins að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu 5. apríl 2018 11:39