Bandaríkjastjórn refsar sjö rússneskum ólígörkum Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2018 13:00 Álfurstinn Oleg Deripaska er sagður einn þeirra sem refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar ná til. Vísir/AFP Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta tilkynnti í dag um refsiaðgerðir gegn sjö rússneskum auðkýfingum með náin tengsl við Vladímír Pútín Rússlandsforseta vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Alls beinast aðgerðirnar að 24 rússneskum einstaklingum og fjórtán stofnunum.Bandaríska blaðið Politico segir að á meðal þeirra séu Oleg Deripaska, milljarðamæringur, sem er sagður hafa tengsl við Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Manafort er einn þeirra sem hefur verið ákærður í svonefndri Rússarannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Þá beinast aðgerðirnar að Kirill Shamalov, tengdasyni Pútín. New York Times segir að auk ólígarkanna sjö séu sautján háttsettir embættismenn skotmark aðgerðanna. „Rússneska ríkisstjórnin starfar sérstaklega til hagsbóta ólígarka og opinberrar valdastéttar. Rússneskir ólígarkar og valdastétt sem hefur hagnast á þessu spillta kerfi verða ekki lengur einangraðir frá afleiðingum aðgerða ríkisstjórnar þeirra til að valda óstöðugleika,“ segir Steven Mnuchin, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna.Fréttastofa ABC-sjónvarpsstöðvarinnar segir að fyrirtækin sem aðgerðirnar ná til séu í eigu ólígarkanna en einnig sé þar á meðal vopnasölufyrirtæki í eigu rússneska ríkisins og fjármálastofnun. Haft er eftir bandarískum embættismönnum að aðgerðirnar nú séu vegna „illviljaðra aðgerða“ Rússa um allan heim. Eigur ólígarkanna í Bandaríkjunum eru frystar og Bandaríkjamönnum bannað að eiga viðskipti við þá.Rannsaka mögulega aðkomu ólígarka að kosningaafskiptunumReuters-fréttastofan segir að aðgerðirnar sem viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti um í dag séu þær hörðustu sem Bandaríkjastjórn hefur gripið til gegn Rússum fram að þessu vegna tilrauna til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Áður höfðu bandarísk stjórnvöld refsað nítján Rússum og fimm stofnunum, þar á með rússneskum leyniþjónustustofnunum, vegna tölvuárása.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Rannsókn Mueller er meðal annars sögð beinast að því hvort að rússneskir ólígarkar hafi veitt fé inn í framboð Trump, mögulega í gegnum bandaríska milliliði, fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Slíkt er óheimilt samkvæmt bandarískum lögum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn ætlar að setja rússneska ólígarka í straff Refsiaðgerðirnar eru á grundvelli laga sem var ætlað að refsa Rússum fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. 5. apríl 2018 14:39 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta tilkynnti í dag um refsiaðgerðir gegn sjö rússneskum auðkýfingum með náin tengsl við Vladímír Pútín Rússlandsforseta vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Alls beinast aðgerðirnar að 24 rússneskum einstaklingum og fjórtán stofnunum.Bandaríska blaðið Politico segir að á meðal þeirra séu Oleg Deripaska, milljarðamæringur, sem er sagður hafa tengsl við Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Manafort er einn þeirra sem hefur verið ákærður í svonefndri Rússarannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Þá beinast aðgerðirnar að Kirill Shamalov, tengdasyni Pútín. New York Times segir að auk ólígarkanna sjö séu sautján háttsettir embættismenn skotmark aðgerðanna. „Rússneska ríkisstjórnin starfar sérstaklega til hagsbóta ólígarka og opinberrar valdastéttar. Rússneskir ólígarkar og valdastétt sem hefur hagnast á þessu spillta kerfi verða ekki lengur einangraðir frá afleiðingum aðgerða ríkisstjórnar þeirra til að valda óstöðugleika,“ segir Steven Mnuchin, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna.Fréttastofa ABC-sjónvarpsstöðvarinnar segir að fyrirtækin sem aðgerðirnar ná til séu í eigu ólígarkanna en einnig sé þar á meðal vopnasölufyrirtæki í eigu rússneska ríkisins og fjármálastofnun. Haft er eftir bandarískum embættismönnum að aðgerðirnar nú séu vegna „illviljaðra aðgerða“ Rússa um allan heim. Eigur ólígarkanna í Bandaríkjunum eru frystar og Bandaríkjamönnum bannað að eiga viðskipti við þá.Rannsaka mögulega aðkomu ólígarka að kosningaafskiptunumReuters-fréttastofan segir að aðgerðirnar sem viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti um í dag séu þær hörðustu sem Bandaríkjastjórn hefur gripið til gegn Rússum fram að þessu vegna tilrauna til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Áður höfðu bandarísk stjórnvöld refsað nítján Rússum og fimm stofnunum, þar á með rússneskum leyniþjónustustofnunum, vegna tölvuárása.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Rannsókn Mueller er meðal annars sögð beinast að því hvort að rússneskir ólígarkar hafi veitt fé inn í framboð Trump, mögulega í gegnum bandaríska milliliði, fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Slíkt er óheimilt samkvæmt bandarískum lögum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn ætlar að setja rússneska ólígarka í straff Refsiaðgerðirnar eru á grundvelli laga sem var ætlað að refsa Rússum fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. 5. apríl 2018 14:39 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Bandaríkjastjórn ætlar að setja rússneska ólígarka í straff Refsiaðgerðirnar eru á grundvelli laga sem var ætlað að refsa Rússum fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. 5. apríl 2018 14:39
Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48
Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15