Messi skoraði þrennu í sigri Barcelona

Dagur Lárusson skrifar
Messi fagnar í kvöld.
Messi fagnar í kvöld. Vísir/Getty
Lionel Messi skoraði þrennu í sigri Barcelona gegn Leganes í spænsku deildinni i kvöld en eftir sigurinn er Barcelona með 79 stig í efsta sæti deildarinnar.

 

Eins og við var að búast þá var Barcelona sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en Lionel Messi skoraði fyrsta mark leiksins á 27. mínútu.

 

Aðeins fimm mínútum seinna var Messi búinn að skora sitt annað mark og kom Barcelona í 2-0 og þannig var staðan í hálfleik.

 

Í seinni hálfleiknum mættu liðsmenn Leganes tvíelfdir til leiks og náðu að minnka muninn í 2-1 á 69. mínútu en það var Nabil El Zhar sem skoraði markið.

 

Liðsmenn Leganes reyndu hvað þeir gátu að jafna metin og sóttu stíft lokamínúturnar. Það voru þó börsungar sem skoruðu næsta mark leiksins og það síðasta og að sjálfsögðu var það Lionel Messi sem skoraði markið.

 

 

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira