Umfjöllun: Danmörk - Ísland 31-28 | Margt jákvætt þrátt fyrir tap gegn Dönum Benedikt Grétarsson skrifar 7. apríl 2018 15:15 vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði í dag öðrum leik sínum í Gulldeildinni, sterku fjögurra liða æfingamóti sem haldið er í Noregi. Strákarnir okkar mættu Danmörku og þurftu að sætta sig við tap, 31-28. Gísli Þorgeir Kristjánsson, Stefán Rafn Sigurmannsson og Aron Pálmarsson skoruðu allir fimm mörk og markverðirnir Björgvin Páll Gústavsson og Viktor Gísli Hallgrímsson vörðu samtals níu skot. Ísland byrjaði betur og hafði undirtökin fyrstu 10 mínúturnar. Þá kom góður kafli Dana sem komust yfir og héldu forystunni það sem eftir lifði hálfleiksins. Þar munaði mikið um góðan leik Rasmus Lauge, sem virtist geta skorað þegar honum sýndist. Nokkur færi gáfust til að jafna metin í fyrri hálfleik en þá fóru ákjósanleg færi forgorðum og staðan að loknum fyrri hálfleik var 13-14, Dönum í vil. Seinni hálfleikur byrjaði ágætlega og drifnir áfram af góðum leik Gísla Þorgeirs, komst Ísland yfir eftir tæplega 10 mínútna leik. Varnarleikurinn náði hins vegar ekki að fylgja ágætri sókn á þessum kafla og aftur komust Danir yfir. Þrátt fyrir fína kafla og jákvæða hluti, á voru Danir einfaldlega betri í dag og unnu að lokum sanngjarnan þriggja marka sigur. Þrátt fyrir tapið er ljóst að Guðmundur Guðmundsson tekur margt jákvætt úr þessum leik en gerir sér væntanlega fyllilega grein fyrir því að ýmislegt má laga.Af hverju unnu Danir leikinn? Danir voru með hálfgerðan svindlkall í Rasmus Lauge og það var enginn í okkar liði sem réð við hann í dag. Lauge skoraði 13 mörk og virkaði samt ekki á fullu gasi. Besti leikmaður Íslands, Aron Pálmarsson var á sama tíma í döprum takti og virkaði svolítið orkulaus.Hverjir stóðu upp úr? Gísli Þorgeir Kristjánsson lék mjög vel í sókninni og ég skildi ekki alveg hversu lengi hann sat á bekknum í seinni hálfleik. Haukur Þrastarson heldur áfram að heilla og það er má vera ljóst að Ísland á marga efnilega leikmenn fyrir framtíðina.Hvað gekk illa? Vörnin var götótt og markvarslan eftir því. Áðurnefnd frammistaða Arons var þungur biti að kyngja og það gekk ekki nógu vel að nýta þau góðu færi sem gáfust. Hægra hornið var gjörsamlega út úr leiknum og það kom ekkert mark úr þeirri stöðu í 60 mínútur.Hvað gerist næst? Ísland mætir skítsæmilegu liði Frakklands á morgun. Ekki er raunhæft að krefjast sigurs í þeim leik en vonandi halda óreyndari leikmenn áfram að sýna áræðni og kjark. Þetta mót er ekkert lokapróf á það hvar Ísland stendur í dag á heimsvísu en getur reynst mikilvægt þegar fram líða stundir, vegna þeirrar reynslu sem menn öðlast. Íslenski handboltinn
Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði í dag öðrum leik sínum í Gulldeildinni, sterku fjögurra liða æfingamóti sem haldið er í Noregi. Strákarnir okkar mættu Danmörku og þurftu að sætta sig við tap, 31-28. Gísli Þorgeir Kristjánsson, Stefán Rafn Sigurmannsson og Aron Pálmarsson skoruðu allir fimm mörk og markverðirnir Björgvin Páll Gústavsson og Viktor Gísli Hallgrímsson vörðu samtals níu skot. Ísland byrjaði betur og hafði undirtökin fyrstu 10 mínúturnar. Þá kom góður kafli Dana sem komust yfir og héldu forystunni það sem eftir lifði hálfleiksins. Þar munaði mikið um góðan leik Rasmus Lauge, sem virtist geta skorað þegar honum sýndist. Nokkur færi gáfust til að jafna metin í fyrri hálfleik en þá fóru ákjósanleg færi forgorðum og staðan að loknum fyrri hálfleik var 13-14, Dönum í vil. Seinni hálfleikur byrjaði ágætlega og drifnir áfram af góðum leik Gísla Þorgeirs, komst Ísland yfir eftir tæplega 10 mínútna leik. Varnarleikurinn náði hins vegar ekki að fylgja ágætri sókn á þessum kafla og aftur komust Danir yfir. Þrátt fyrir fína kafla og jákvæða hluti, á voru Danir einfaldlega betri í dag og unnu að lokum sanngjarnan þriggja marka sigur. Þrátt fyrir tapið er ljóst að Guðmundur Guðmundsson tekur margt jákvætt úr þessum leik en gerir sér væntanlega fyllilega grein fyrir því að ýmislegt má laga.Af hverju unnu Danir leikinn? Danir voru með hálfgerðan svindlkall í Rasmus Lauge og það var enginn í okkar liði sem réð við hann í dag. Lauge skoraði 13 mörk og virkaði samt ekki á fullu gasi. Besti leikmaður Íslands, Aron Pálmarsson var á sama tíma í döprum takti og virkaði svolítið orkulaus.Hverjir stóðu upp úr? Gísli Þorgeir Kristjánsson lék mjög vel í sókninni og ég skildi ekki alveg hversu lengi hann sat á bekknum í seinni hálfleik. Haukur Þrastarson heldur áfram að heilla og það er má vera ljóst að Ísland á marga efnilega leikmenn fyrir framtíðina.Hvað gekk illa? Vörnin var götótt og markvarslan eftir því. Áðurnefnd frammistaða Arons var þungur biti að kyngja og það gekk ekki nógu vel að nýta þau góðu færi sem gáfust. Hægra hornið var gjörsamlega út úr leiknum og það kom ekkert mark úr þeirri stöðu í 60 mínútur.Hvað gerist næst? Ísland mætir skítsæmilegu liði Frakklands á morgun. Ekki er raunhæft að krefjast sigurs í þeim leik en vonandi halda óreyndari leikmenn áfram að sýna áræðni og kjark. Þetta mót er ekkert lokapróf á það hvar Ísland stendur í dag á heimsvísu en getur reynst mikilvægt þegar fram líða stundir, vegna þeirrar reynslu sem menn öðlast.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti