„Þetta bara herðir okkur og við þéttum raðirnar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. apríl 2018 15:30 Lögregla hóf í dag rannsókn á brunanum í Miðhrauni. Vísir/Vilhelm Aðalsteinn Ingi Pálsson framkvæmdastjóri Icewear segir að tjón fyrirtækisins vegna brunans í miðhrauni í gær hlaupi á hundruðum milljóna. Hann er þó bjartsýnn á framhaldið og segir að starfsfólkið standi þétt saman á þessum erfiða tíma. Allur lager fyrirtækisins varð eldinum að bráð auk tölvubúnaðar og fleira og einn starfsmaður slasaðist í brunanum. „Lagerinn var fullur ef svo má að orði komast,“ segir Aðalsteinn um tjónið í samtali við Vísi. Fyllt er á lagerinn í hverri viku en nú er unnið að því að fá vörur með hraði og lágmarka þannig fjárhagslegan skaða. „Við komumst örugglega inn í húsnæði núna á næstu dögum, allavega bráðabirgðahúsnæði og höldum rekstrinum í fullum gangi. Við erum bara að bregðast við með því að panta vörur og hraða sendingum þannig að við erum bara bjartsýn á að við höldum áfram á fullum hraða, á fullum krafti.“Reynslumikið starfsfólk Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, sagði í samtali við Vísi í dag að talið sé að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear. Rætt var við starfsmenn lagersins í gær en lögregla gat ekki gefið frekari upplýsingar um þau samtöl á þessu stigi rannsóknarinnar. „Við ætlum ekkert að láta deigan síga, þetta bara herðir okkur og við þéttum raðirnar,“ segir Aðalsteinn um framhaldið. Hann segir að auðvitað muni bruninn hafa einhver áhrif en nú er reynt að lágmarka áhrif á sölu og veltu fyrirtækisins. „Við erum í góðu samstarfi við góða byrgja og þeir sýna okkur skilning og senda vörur með hraði.“ Framundan er annasamur tími hjá útivistarfyrirtækjum vegna fjölda ferðamanna sem heimsækja landið yfir sumartímann. Aðalsteinn segir að starfsfólkið leggist nú á eitt við að takast á við þessa áskorun. „Eflaust hefur þetta einhver áhrif eins og gefur að skilja en við erum mjög bjartsýn á það að við náum að lágmarka skaðann með því að bregðast hratt og vel við. Við erum með mikið af góðu fólki og reynslumiklu og við ætlum bara að þétta raðirnar og spíta í lófana og fara á fullt.“Slökkvilið og lögregla eru enn á vettvangi í Miðhrauni. Ljósmyndari Vísis tók þessa mynd af fólki að störfum núna eftir hádegi. Vísir/VilhelmStarfsmaður lagersins fluttur á sjúkrahús með brunasár Aðalsteinn segir að nú sé öllu forgangsraðað þannig að bruninn hafi sem minnst áhrif á verslanir fyrirtækisins. Hann segir að þær verði áfram opnar „eins og ekkert hafi í skorist.“ Nú er beðið eftir því að tölvukerfið verði endurreist svo hægt sé að skoða birgðarstöðu lagersins og meta tjónið vegna brunans. „Við vorum eins vel tryggð og hægt er að vera í stöðunni.“ Varðandi fjárhagslegt tjón vegna lagersins sem brann segir Aðalsteinn: „Þetta eru hundruð milljóna.“ Aðalsteinn segir að hann viti ekki nákvæmlega hvar á lagersvæðinu eldurinn átti upptök sín. „Nei, við getum svo sem aðeins giskað á það. Nú er það náttúrulega komið í hendur lögreglu og réttra aðila að komast að því hvað gerðist. Þetta er auðvitað bara hræðilegt að lenda í þessu fyrir fólkið okkar.“ Aðalsteinn var sjálfur mættur til vinnu á skrifstofu Icewear þegar eldurinn kom upp og gerir ráð fyrir að samtals hafi um 15 til 20 starfsmenn fyrirtækisins verið á staðnum.Icewear hópurinn hittist í hádeginu í dag til þess að fara yfir málin, leggja línurnar og ræða framhaldið. Þar fékk hópurinn einnig áfallahjálp. „Það er náttúrulega misjafnt eftir hverjum og einum hversu mikla aðstoð þeir þurfa í framhaldinu. Auðvitað er þetta áfall. Það er auðvitað misjafnt hvað fólk vill mikla aðstoð en við viljum bara tryggja að það sé gert eins vel og hægt er.“ Brunabjalla gerði fólki viðvart vegma brunans í gær en Aðalsteinn segir að tæpt hafi verið að starfsmennirnir kæmust yfir höfuð út úr húsinu þar sem hurðir höfðu sogast fastar og fólki reyndist afar erfitt að forða sér. Starfsfólk flúði bygginguna meðal annars með því að brjóta upp hurðir og stökkva út um glugga. Einn starfsmaður á lager Icewear var fluttur á sjúkrahús vegna brunans. „Hann er með brunasár bæði á höfði og handlegg og þetta lítur ekki vel út þannig en hann er ekki alvarlega slasaður, sem betur fer. Hann er með blöðrur og bruna á bæði höfði og handlegg.“ Aðalsteinn þakkar fyrir að ekki fór verr þegar að eldurinn kom upp. „Hann átti fótum sínum fjör að launa að forðast eldinn sem kom á gríðarlegum hraða inn rýmið.“ Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01 Skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í dag Lögregla hefur rannsókn á brunanum í Miðhrauni. 6. apríl 2018 08:40 Hugsanlegt að verðmæti í geymslunum séu brunatryggð Hæstaréttarlögmaður segir að leigjendur ættu að láta reyna á hvort skilmálar Geymslna haldi gagnvart lögum. 6. apríl 2018 13:24 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Aðalsteinn Ingi Pálsson framkvæmdastjóri Icewear segir að tjón fyrirtækisins vegna brunans í miðhrauni í gær hlaupi á hundruðum milljóna. Hann er þó bjartsýnn á framhaldið og segir að starfsfólkið standi þétt saman á þessum erfiða tíma. Allur lager fyrirtækisins varð eldinum að bráð auk tölvubúnaðar og fleira og einn starfsmaður slasaðist í brunanum. „Lagerinn var fullur ef svo má að orði komast,“ segir Aðalsteinn um tjónið í samtali við Vísi. Fyllt er á lagerinn í hverri viku en nú er unnið að því að fá vörur með hraði og lágmarka þannig fjárhagslegan skaða. „Við komumst örugglega inn í húsnæði núna á næstu dögum, allavega bráðabirgðahúsnæði og höldum rekstrinum í fullum gangi. Við erum bara að bregðast við með því að panta vörur og hraða sendingum þannig að við erum bara bjartsýn á að við höldum áfram á fullum hraða, á fullum krafti.“Reynslumikið starfsfólk Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, sagði í samtali við Vísi í dag að talið sé að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear. Rætt var við starfsmenn lagersins í gær en lögregla gat ekki gefið frekari upplýsingar um þau samtöl á þessu stigi rannsóknarinnar. „Við ætlum ekkert að láta deigan síga, þetta bara herðir okkur og við þéttum raðirnar,“ segir Aðalsteinn um framhaldið. Hann segir að auðvitað muni bruninn hafa einhver áhrif en nú er reynt að lágmarka áhrif á sölu og veltu fyrirtækisins. „Við erum í góðu samstarfi við góða byrgja og þeir sýna okkur skilning og senda vörur með hraði.“ Framundan er annasamur tími hjá útivistarfyrirtækjum vegna fjölda ferðamanna sem heimsækja landið yfir sumartímann. Aðalsteinn segir að starfsfólkið leggist nú á eitt við að takast á við þessa áskorun. „Eflaust hefur þetta einhver áhrif eins og gefur að skilja en við erum mjög bjartsýn á það að við náum að lágmarka skaðann með því að bregðast hratt og vel við. Við erum með mikið af góðu fólki og reynslumiklu og við ætlum bara að þétta raðirnar og spíta í lófana og fara á fullt.“Slökkvilið og lögregla eru enn á vettvangi í Miðhrauni. Ljósmyndari Vísis tók þessa mynd af fólki að störfum núna eftir hádegi. Vísir/VilhelmStarfsmaður lagersins fluttur á sjúkrahús með brunasár Aðalsteinn segir að nú sé öllu forgangsraðað þannig að bruninn hafi sem minnst áhrif á verslanir fyrirtækisins. Hann segir að þær verði áfram opnar „eins og ekkert hafi í skorist.“ Nú er beðið eftir því að tölvukerfið verði endurreist svo hægt sé að skoða birgðarstöðu lagersins og meta tjónið vegna brunans. „Við vorum eins vel tryggð og hægt er að vera í stöðunni.“ Varðandi fjárhagslegt tjón vegna lagersins sem brann segir Aðalsteinn: „Þetta eru hundruð milljóna.“ Aðalsteinn segir að hann viti ekki nákvæmlega hvar á lagersvæðinu eldurinn átti upptök sín. „Nei, við getum svo sem aðeins giskað á það. Nú er það náttúrulega komið í hendur lögreglu og réttra aðila að komast að því hvað gerðist. Þetta er auðvitað bara hræðilegt að lenda í þessu fyrir fólkið okkar.“ Aðalsteinn var sjálfur mættur til vinnu á skrifstofu Icewear þegar eldurinn kom upp og gerir ráð fyrir að samtals hafi um 15 til 20 starfsmenn fyrirtækisins verið á staðnum.Icewear hópurinn hittist í hádeginu í dag til þess að fara yfir málin, leggja línurnar og ræða framhaldið. Þar fékk hópurinn einnig áfallahjálp. „Það er náttúrulega misjafnt eftir hverjum og einum hversu mikla aðstoð þeir þurfa í framhaldinu. Auðvitað er þetta áfall. Það er auðvitað misjafnt hvað fólk vill mikla aðstoð en við viljum bara tryggja að það sé gert eins vel og hægt er.“ Brunabjalla gerði fólki viðvart vegma brunans í gær en Aðalsteinn segir að tæpt hafi verið að starfsmennirnir kæmust yfir höfuð út úr húsinu þar sem hurðir höfðu sogast fastar og fólki reyndist afar erfitt að forða sér. Starfsfólk flúði bygginguna meðal annars með því að brjóta upp hurðir og stökkva út um glugga. Einn starfsmaður á lager Icewear var fluttur á sjúkrahús vegna brunans. „Hann er með brunasár bæði á höfði og handlegg og þetta lítur ekki vel út þannig en hann er ekki alvarlega slasaður, sem betur fer. Hann er með blöðrur og bruna á bæði höfði og handlegg.“ Aðalsteinn þakkar fyrir að ekki fór verr þegar að eldurinn kom upp. „Hann átti fótum sínum fjör að launa að forðast eldinn sem kom á gríðarlegum hraða inn rýmið.“
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01 Skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í dag Lögregla hefur rannsókn á brunanum í Miðhrauni. 6. apríl 2018 08:40 Hugsanlegt að verðmæti í geymslunum séu brunatryggð Hæstaréttarlögmaður segir að leigjendur ættu að láta reyna á hvort skilmálar Geymslna haldi gagnvart lögum. 6. apríl 2018 13:24 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01
Skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í dag Lögregla hefur rannsókn á brunanum í Miðhrauni. 6. apríl 2018 08:40
Hugsanlegt að verðmæti í geymslunum séu brunatryggð Hæstaréttarlögmaður segir að leigjendur ættu að láta reyna á hvort skilmálar Geymslna haldi gagnvart lögum. 6. apríl 2018 13:24