Vilja að þingið álykti að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. apríl 2018 16:37 Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í Landsdómi. Vísir/GVA Fimmtán þingmenn þriggja flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi lýsi því yfir að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum og að þeir verði beðnir afsökunar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Meðflutningsmenn er allur þingflokkur Miðflokksins, sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins og tveir þingmenn Flokks fólksins.. Í september árið 2010 greiddu þingmenn atkvæði um hvort fjórir ráðherrar yrðu ákærðir vegna starfa þeirra fyrir hrun. Tillagan byggði á úrvinnslu þingnefndar á skýrslu rannsóknarnefndar alþingis skipuð var til að rannsaka hrunin. Niðurstaðan var sú að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra hefðu vanrækt skyldur sínar í aðdraganda hrunsins. Var lagt til að þeir yrðu ákærður ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríksiráðherra. Alþingi samþykkti að ákæra Geir H Haarde en ekki hin þrjú.Geir var sakfelldur fyrir einn ákærulið. Honum var ekki gerð refsing. Geir taldi brotið á sér og fór með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Var það afgerandi niðurstaða MDE að ríkið hefði ekki brotið á mannréttindum Geirs. Sigmundur Davíð tjáði sig um málið í kjölfar niðurstöðu MDE í nóvember síðastliðnum og sagðist þá ætla að leggja fram þingsályktunartillögu um að það hafi verið rangt að ákæra Geir. Alþingi Tengdar fréttir Geir sakfelldur í einum lið af fjórum Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra var sýknaður af þremur ákæruliðum en sakfelldur í einum. Sá ákæruliður sem hann var sakfelldur fyrir snýr að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Dómurinn var klofinn í afstöðu sinni, en fimm dómarar skiluðu sératkvæði og töldu að sýkna ætti hann í öllum ákæruliðum. Níu voru hinsvegar á því að sakfella fyrir einn lið eins og áður sagði. Honum er ekki gerð refsing fyrir ákæruliðinn sem hann var sakfelldur fyrir. 23. apríl 2012 14:04 Vill að þingið álykti að rangt hafi verið að ákæra Geir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu þegar Alþingi kemur saman á ný um að þingið álykti að það hafi verið rangt að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í landsdómsmálinu. 23. nóvember 2017 18:04 Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Diego er fundinn heill á húfi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Sjá meira
Fimmtán þingmenn þriggja flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi lýsi því yfir að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum og að þeir verði beðnir afsökunar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Meðflutningsmenn er allur þingflokkur Miðflokksins, sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins og tveir þingmenn Flokks fólksins.. Í september árið 2010 greiddu þingmenn atkvæði um hvort fjórir ráðherrar yrðu ákærðir vegna starfa þeirra fyrir hrun. Tillagan byggði á úrvinnslu þingnefndar á skýrslu rannsóknarnefndar alþingis skipuð var til að rannsaka hrunin. Niðurstaðan var sú að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra hefðu vanrækt skyldur sínar í aðdraganda hrunsins. Var lagt til að þeir yrðu ákærður ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríksiráðherra. Alþingi samþykkti að ákæra Geir H Haarde en ekki hin þrjú.Geir var sakfelldur fyrir einn ákærulið. Honum var ekki gerð refsing. Geir taldi brotið á sér og fór með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Var það afgerandi niðurstaða MDE að ríkið hefði ekki brotið á mannréttindum Geirs. Sigmundur Davíð tjáði sig um málið í kjölfar niðurstöðu MDE í nóvember síðastliðnum og sagðist þá ætla að leggja fram þingsályktunartillögu um að það hafi verið rangt að ákæra Geir.
Alþingi Tengdar fréttir Geir sakfelldur í einum lið af fjórum Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra var sýknaður af þremur ákæruliðum en sakfelldur í einum. Sá ákæruliður sem hann var sakfelldur fyrir snýr að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Dómurinn var klofinn í afstöðu sinni, en fimm dómarar skiluðu sératkvæði og töldu að sýkna ætti hann í öllum ákæruliðum. Níu voru hinsvegar á því að sakfella fyrir einn lið eins og áður sagði. Honum er ekki gerð refsing fyrir ákæruliðinn sem hann var sakfelldur fyrir. 23. apríl 2012 14:04 Vill að þingið álykti að rangt hafi verið að ákæra Geir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu þegar Alþingi kemur saman á ný um að þingið álykti að það hafi verið rangt að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í landsdómsmálinu. 23. nóvember 2017 18:04 Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Diego er fundinn heill á húfi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Sjá meira
Geir sakfelldur í einum lið af fjórum Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra var sýknaður af þremur ákæruliðum en sakfelldur í einum. Sá ákæruliður sem hann var sakfelldur fyrir snýr að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Dómurinn var klofinn í afstöðu sinni, en fimm dómarar skiluðu sératkvæði og töldu að sýkna ætti hann í öllum ákæruliðum. Níu voru hinsvegar á því að sakfella fyrir einn lið eins og áður sagði. Honum er ekki gerð refsing fyrir ákæruliðinn sem hann var sakfelldur fyrir. 23. apríl 2012 14:04
Vill að þingið álykti að rangt hafi verið að ákæra Geir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu þegar Alþingi kemur saman á ný um að þingið álykti að það hafi verið rangt að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í landsdómsmálinu. 23. nóvember 2017 18:04
Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00