Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - ÍR 97-106 | ÍR jafnaði einvígið Hákon Ingi Rafnsson skrifar 8. apríl 2018 21:30 Sigtryggur Arnar Björnsson. Vísir/Eyþór ÍR jafnaði einvígið gegn Tindastól í undanúrslitum Dominos deildar karla í kvöld en leikurinn endaði 97-106. Tindastóll byrjuðu aðeins betur og voru yfir eftir fyrsta leikhlutann en ÍR-ingar voru fljótir að saxa á það og voru komnir yfir snemma í öðrum leikhlutanum. Tindastóll gerði margar góðar tilraunir á að saxa á forystuna og það var oftar en ekki aðeins þriggja stiga munur á liðunum en ÍR-ingar gátu alltaf svarað í næstu sókn. Það var ekki fyrr en í fjórða leikhlutanum þegar ÍR fengu almennilega forystu en þá náðu þeir tíu stiga forystu um miðjann fjórða leikhluta og náðu að halda því út leikinn. Af hverju vann ÍR? Leikurinn í kvöld hefði getað dottið með hvoru liðinu en ÍR-ingar hittu mikið betur í þristum og voru að fá góð og opin skot og komust á undan heimamönnum útaf því. Hverjir stóðu upp úr? Danero Thomas átti frábæran leik en hann á afmæli í kvöld og hélt upp á það með leik upp á 29 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. Pétur Rúnar var bestur frá Tindastól en hann skilaði 28 stigum og 4 stoðsendingum. Hvað gekk illa? Tindastóll tapaði þessum leik á vítalínunni en liðið hitti samtals 30 af 49 vítaskotum gegn 21 af 25 frá ÍR. Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur í Seljaskóla á miðvikudaginn og þá verður Ryan Taylor kominn aftur eftir leikbann. Pétur Rúnar: Þetta var bara lélegur varnarleikur. Pétur Rúnar, leikmaður Tindastóls er ekki ánægður eftir leikinn í kvöld og þá aðallega með vörn Tindastóls. „Þetta var bara lélegur varnarleikur, 106 stig eru allt of mikið. Þeir voru samt að hlaupa kerfin sín vel og hitta vel og við þurfum bara að skoða okkur sjálfa og gera betur í næsta leik. „Á miðvikudaginn ætlum við að gera betur en í dag, en við ætlum að skoða okkar leik og mæta svo brjálaðir í Hertz hellinn og vonandi fáum við eitthvað út úr því.“ Hákon Örn: Þótt hann sé besti leikmaðurinn okkar þýðir ekki að við fáum gefins sigur. Hákon Örn, leikmaður ÍR var sáttur eftir sigurinn í kvöld og bjartsýnn á næsta leik. „Þetta er geggjað og það er geggjað að vinna þessa leiki í úrslita keppninni.“ „Við leggjum upp það sama og við gerðum í kvöld í næsta leik, hvort sem Ryan er með eða ekki þá stefnum við á að vinna. Það er auðvitað plús að hafa hann með en það er samt ekkert gefins sigur.“ „Það er frábært að hafa Ghetto Hooligans hér, þeir breyta öllu, lífga upp á leikinn og þvílík stemning að hafa þá hér.“ Israel Martin: Þeir unnu í dag án Ryan og geta tapað næsta leik með honum. Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var svekktur eftir tap gegn ÍR og sagði að sínir menn hefðu bara misst haus vegna þess að ÍR-ingar spiluðu svo líkamlegan leik. „Í fyrri hálfleik tóku þeir okkur úr okkar leik og spiluðu virkilega líkamlegan leik og við misstum haus þá. Í seinni hálfleik reyndum við að koma aftur en það gekk ekki.“ „Þetta er annað lið núna og við verðum að trúa á leikinn okkar, Ryan er einn leikmaður í viðbót og það breytist ekkert, þetta er samt mjög gott lið. Þeir unnu okkur í kvöld án Ryan og geta tapað næsta leik með honum, svo að það skiptir meira máli að vera andlega tilbúnir.“ Borche Illevski: Bjóst ekki við 100 stigum frá okkur. Borche, þjálfari ÍR, var virkilega ánægður með sína leikmenn í kvöld og sagði að þeir þurftu að vinna í kvöld til að eiga séns. „Við vissum að við þurftum að vinna leikinn í kvöld vegna þess að við töpuðum þeim seinasta og það væri virkilega erfitt fyrir okkur ef við töpum í kvöld. Við spiluðum frábærlega í kvöld, flestir leikmennirnir eru að stíga upp og berjast vel, sérstaklega Kristinn Marinósson og Danero Thomas, Danero átti einnig afmæli í dag og hann kom með sinn besta leik í tilefni þess en allir spiluðu frábærlega sóknarlega og varnarlega. Við spiluðum mjög góðan sóknarleik í kvöld og ég varaði þá við að það væri erfitt að fá Tindastól í meira en 80 stig en ég bjóst ekki við því að við myndum skora meira en 100 stig.“ „Við ætlum ekki að breyta miklu þótt Ryan komi, með eða án hans þá verðum við að keppa en hann gefur okkur klárlega auka orku til að skora, spila betri vörn og spila stöðugri körfubolta.“ Tindastóll: Pétur Rúnar Birgisson 28, Sigtryggur Arnar Björnsson 22/4 fráköst, Antonio Hester 17/8 fráköst/3 varin skot, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 9, Axel Kárason 6/6 fráköst, Viðar Ágústsson 5, Hannes Ingi Másson 4, Chris Davenport 3, Helgi Freyr Margeirsson 3. ÍR: Danero Thomas 28/9 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Matthías Orri Sigurðarson 27/8 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 20/4 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 18, Sveinbjörn Claessen 9, Hjalti Friðriksson 2/7 fráköst, Trausti Eiríksson 2. Dominos-deild karla
ÍR jafnaði einvígið gegn Tindastól í undanúrslitum Dominos deildar karla í kvöld en leikurinn endaði 97-106. Tindastóll byrjuðu aðeins betur og voru yfir eftir fyrsta leikhlutann en ÍR-ingar voru fljótir að saxa á það og voru komnir yfir snemma í öðrum leikhlutanum. Tindastóll gerði margar góðar tilraunir á að saxa á forystuna og það var oftar en ekki aðeins þriggja stiga munur á liðunum en ÍR-ingar gátu alltaf svarað í næstu sókn. Það var ekki fyrr en í fjórða leikhlutanum þegar ÍR fengu almennilega forystu en þá náðu þeir tíu stiga forystu um miðjann fjórða leikhluta og náðu að halda því út leikinn. Af hverju vann ÍR? Leikurinn í kvöld hefði getað dottið með hvoru liðinu en ÍR-ingar hittu mikið betur í þristum og voru að fá góð og opin skot og komust á undan heimamönnum útaf því. Hverjir stóðu upp úr? Danero Thomas átti frábæran leik en hann á afmæli í kvöld og hélt upp á það með leik upp á 29 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. Pétur Rúnar var bestur frá Tindastól en hann skilaði 28 stigum og 4 stoðsendingum. Hvað gekk illa? Tindastóll tapaði þessum leik á vítalínunni en liðið hitti samtals 30 af 49 vítaskotum gegn 21 af 25 frá ÍR. Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur í Seljaskóla á miðvikudaginn og þá verður Ryan Taylor kominn aftur eftir leikbann. Pétur Rúnar: Þetta var bara lélegur varnarleikur. Pétur Rúnar, leikmaður Tindastóls er ekki ánægður eftir leikinn í kvöld og þá aðallega með vörn Tindastóls. „Þetta var bara lélegur varnarleikur, 106 stig eru allt of mikið. Þeir voru samt að hlaupa kerfin sín vel og hitta vel og við þurfum bara að skoða okkur sjálfa og gera betur í næsta leik. „Á miðvikudaginn ætlum við að gera betur en í dag, en við ætlum að skoða okkar leik og mæta svo brjálaðir í Hertz hellinn og vonandi fáum við eitthvað út úr því.“ Hákon Örn: Þótt hann sé besti leikmaðurinn okkar þýðir ekki að við fáum gefins sigur. Hákon Örn, leikmaður ÍR var sáttur eftir sigurinn í kvöld og bjartsýnn á næsta leik. „Þetta er geggjað og það er geggjað að vinna þessa leiki í úrslita keppninni.“ „Við leggjum upp það sama og við gerðum í kvöld í næsta leik, hvort sem Ryan er með eða ekki þá stefnum við á að vinna. Það er auðvitað plús að hafa hann með en það er samt ekkert gefins sigur.“ „Það er frábært að hafa Ghetto Hooligans hér, þeir breyta öllu, lífga upp á leikinn og þvílík stemning að hafa þá hér.“ Israel Martin: Þeir unnu í dag án Ryan og geta tapað næsta leik með honum. Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var svekktur eftir tap gegn ÍR og sagði að sínir menn hefðu bara misst haus vegna þess að ÍR-ingar spiluðu svo líkamlegan leik. „Í fyrri hálfleik tóku þeir okkur úr okkar leik og spiluðu virkilega líkamlegan leik og við misstum haus þá. Í seinni hálfleik reyndum við að koma aftur en það gekk ekki.“ „Þetta er annað lið núna og við verðum að trúa á leikinn okkar, Ryan er einn leikmaður í viðbót og það breytist ekkert, þetta er samt mjög gott lið. Þeir unnu okkur í kvöld án Ryan og geta tapað næsta leik með honum, svo að það skiptir meira máli að vera andlega tilbúnir.“ Borche Illevski: Bjóst ekki við 100 stigum frá okkur. Borche, þjálfari ÍR, var virkilega ánægður með sína leikmenn í kvöld og sagði að þeir þurftu að vinna í kvöld til að eiga séns. „Við vissum að við þurftum að vinna leikinn í kvöld vegna þess að við töpuðum þeim seinasta og það væri virkilega erfitt fyrir okkur ef við töpum í kvöld. Við spiluðum frábærlega í kvöld, flestir leikmennirnir eru að stíga upp og berjast vel, sérstaklega Kristinn Marinósson og Danero Thomas, Danero átti einnig afmæli í dag og hann kom með sinn besta leik í tilefni þess en allir spiluðu frábærlega sóknarlega og varnarlega. Við spiluðum mjög góðan sóknarleik í kvöld og ég varaði þá við að það væri erfitt að fá Tindastól í meira en 80 stig en ég bjóst ekki við því að við myndum skora meira en 100 stig.“ „Við ætlum ekki að breyta miklu þótt Ryan komi, með eða án hans þá verðum við að keppa en hann gefur okkur klárlega auka orku til að skora, spila betri vörn og spila stöðugri körfubolta.“ Tindastóll: Pétur Rúnar Birgisson 28, Sigtryggur Arnar Björnsson 22/4 fráköst, Antonio Hester 17/8 fráköst/3 varin skot, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 9, Axel Kárason 6/6 fráköst, Viðar Ágústsson 5, Hannes Ingi Másson 4, Chris Davenport 3, Helgi Freyr Margeirsson 3. ÍR: Danero Thomas 28/9 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Matthías Orri Sigurðarson 27/8 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 20/4 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 18, Sveinbjörn Claessen 9, Hjalti Friðriksson 2/7 fráköst, Trausti Eiríksson 2.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti