Eldur, ís og örvun allra skynfæra Stefán Þór Hjartarson skrifar 7. apríl 2018 08:30 Hjónin Ragnhildur og Júlíus komust í kynni við bandaríska prófessora sem voru að bræða hraun í tilraunaskyni og þá fór boltinn að rúlla. Fréttablaðið/Anton Brink Í sýningunni Icelandic Lava Show blandast eldur og ís bókstaflega saman á dramatískan hátt. Stofnendur fyrirtækisins fengu hugmyndina frá eldgosinu á Fimmvörðuhálsi og Minecraft-spilun sonar síns. Icelandic Lava Show er fyrirtæki stofnað af hjónunum Ragnhildi Ágústsdóttur og Júlíusi Inga Jónssyni. Fyrirtækið stendur fyrir hraunsýningu þar sem þau bræða og hella hrauni yfir ís fyrir framan sal fullan af fólki. „Við erum í raun og veru að búa til afþreyingartengt ferðaþjónustufyrirtæki þar sem við erum að gera ferðamönnum, og öðrum áhugasömum auðvitað, kleift að upplifa samspil hrauns við ís í návígi. Þetta er skýr skírskotun í gos undir jökli. Við ætlum að opna þetta í byrjun sumars í Vík í Mýrdal – við höfum verið á fullu síðan sumarið 2016 þegar við tókum þátt í Startup Reykjavík að vinna í þessu. Eins og er stundum með þessi „startup“ þá gengur allt rosa vel á stundum og allt að gerast en svo koma lengri tímabil þar sem ekki er mikið í gangi – það er mikil þrautseigja og þolinmæði sem maður þarf að sýna, en ef maður hefur trú á konseptinu, sjálfum sér og verkefninu þá gerist þetta á endanum,“ segir Ragnhildur. Þau hjónin eru í óðaönn að standsetja húsnæðið og koma sýningunni af stað. Og sýningin er mikið sjónarspil eins og gefur að skilja – hraunið skellur á ísnum með miklum látum og snarki og þessu fylgir mikill hiti og brunalykt þannig að öll skilningarvit eru örvuð. Lava Show vakti enda mikla athygli þegar fyrirtækið fór í gegnum Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn þarna um árið. „Í grunninn er þetta þannig að við tökum basalt og við hitum það upp í einhverjar fjórtán hundruð gráður í sérútbúnum bræðsluofni. Svo erum við að framleiða íshellur sem við setjum í rennu í sýningarsalnum þangað sem við hellum hrauninu. Þetta er svolítið „kreisí“ hugmynd, þetta er pínu „out there“ og mjög sjónrænt og myndrænt – þannig að við fengum töluverða athygli í Startup Reykjavík sem hjálpaði okkur mikið í samskiptum við fjárfesta og aðra sem við höfum verið í viðræðum við.“ Þau helltu kílói af hrauni á ís fyrir framan fjárfestahópinn á meðan aðrir létu sér kannski nægja góða PowerPoint-sýningu. Aðspurð hvernig þessi hugmynd hafi fæðst segir Ragnhildur að þau hjónin hafi alltaf langað til að stofna fyrirtæki og raunar reglulega tekið hugmyndafundi saman yfir morgunkaffinu. Þeim hafi þó aldrei tekist að detta niður á hugmynd sem þau hafi bæði verið sammála um að væri góð, ekki fyrr en hugmyndin að Lava Show kom frá Minecraft-spilun eins sonarins. „Elsti strákurinn okkar er mjög hrifinn af Minecraft og mjög upptekinn af „lava“-þættinum í Minecraft sem honum þykir mjög spennandi – og svo erum við bæði algjörir jarðfræðinördar. Þegar gosið varð á Fimmvörðuhálsi árið 2010 fórum við upp eftir og fannst þetta alveg geðveikt. Við hugsuðum hversu geggjað það væri fyrir Ísland ef þetta gos væri bara áfram, svona eins og á Hawaii. Það komust auðvitað færri að en vildu og þá fórum við í kjölfarið að pæla hvernig væri hægt að vinna þetta – en útfærslan var eitthvað sem við vorum aldrei almennilega með.“ Haustið 2015 komust þau svo í kynni við bandaríska prófessora sem höfðu verið að bræða hraun í tilraunaskyni. Þeim fannst þau hjónin algjörlega galin en þau flugu út og fóru að hitta þá. Prófessorarnir mega ekki stunda hraunbræðslu í viðskiptaskyni þannig að þau buðu þeim að vera með – sem þeir þáðu. „Strákurinn okkar elsti varð líka svo spenntur þegar hann sá myndbönd af þessu að síðan þessi hugmynd dúkkaði upp vissum við alveg strax að þetta væri málið. Og við vorum síðan nógu galin til að fara út í þetta.“ Þau voru ekki alveg viss með þátttökuna í Startup Reykjavík enda bæði viðskiptafræðimenntuð og með mikla reynslu á því sviði og fannst því ekkert endilega eins og það væri eitthvað sem þau þyrftu að gera. „Eftir að við fórum á fund með forsvarsmönnum Startup Reykjavík sáum við að hvað maður græði ekki hvað síst á er að þetta býr til tengslanet. Það eru mentorar sem taka þátt í þessu og koma margir hverjir með frábæra punkta, þó að sumir hverjir kannski passi ekki alveg – þá er þetta alveg ómetanlegt og klárlega ýtti við okkur. Þetta gerði það að verkum að við erum á þeim stað með verkefnið sem við erum í dag. Svo fengum við talsvert mikla umfjöllun sem hjálpaði okkur mikið. Allt svoleiðis skiptir máli.“ Startup Reykjavík viðskiptahraðallinn hefst þann 11. júní en opnað hefur verið fyrir umsóknir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Í sýningunni Icelandic Lava Show blandast eldur og ís bókstaflega saman á dramatískan hátt. Stofnendur fyrirtækisins fengu hugmyndina frá eldgosinu á Fimmvörðuhálsi og Minecraft-spilun sonar síns. Icelandic Lava Show er fyrirtæki stofnað af hjónunum Ragnhildi Ágústsdóttur og Júlíusi Inga Jónssyni. Fyrirtækið stendur fyrir hraunsýningu þar sem þau bræða og hella hrauni yfir ís fyrir framan sal fullan af fólki. „Við erum í raun og veru að búa til afþreyingartengt ferðaþjónustufyrirtæki þar sem við erum að gera ferðamönnum, og öðrum áhugasömum auðvitað, kleift að upplifa samspil hrauns við ís í návígi. Þetta er skýr skírskotun í gos undir jökli. Við ætlum að opna þetta í byrjun sumars í Vík í Mýrdal – við höfum verið á fullu síðan sumarið 2016 þegar við tókum þátt í Startup Reykjavík að vinna í þessu. Eins og er stundum með þessi „startup“ þá gengur allt rosa vel á stundum og allt að gerast en svo koma lengri tímabil þar sem ekki er mikið í gangi – það er mikil þrautseigja og þolinmæði sem maður þarf að sýna, en ef maður hefur trú á konseptinu, sjálfum sér og verkefninu þá gerist þetta á endanum,“ segir Ragnhildur. Þau hjónin eru í óðaönn að standsetja húsnæðið og koma sýningunni af stað. Og sýningin er mikið sjónarspil eins og gefur að skilja – hraunið skellur á ísnum með miklum látum og snarki og þessu fylgir mikill hiti og brunalykt þannig að öll skilningarvit eru örvuð. Lava Show vakti enda mikla athygli þegar fyrirtækið fór í gegnum Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn þarna um árið. „Í grunninn er þetta þannig að við tökum basalt og við hitum það upp í einhverjar fjórtán hundruð gráður í sérútbúnum bræðsluofni. Svo erum við að framleiða íshellur sem við setjum í rennu í sýningarsalnum þangað sem við hellum hrauninu. Þetta er svolítið „kreisí“ hugmynd, þetta er pínu „out there“ og mjög sjónrænt og myndrænt – þannig að við fengum töluverða athygli í Startup Reykjavík sem hjálpaði okkur mikið í samskiptum við fjárfesta og aðra sem við höfum verið í viðræðum við.“ Þau helltu kílói af hrauni á ís fyrir framan fjárfestahópinn á meðan aðrir létu sér kannski nægja góða PowerPoint-sýningu. Aðspurð hvernig þessi hugmynd hafi fæðst segir Ragnhildur að þau hjónin hafi alltaf langað til að stofna fyrirtæki og raunar reglulega tekið hugmyndafundi saman yfir morgunkaffinu. Þeim hafi þó aldrei tekist að detta niður á hugmynd sem þau hafi bæði verið sammála um að væri góð, ekki fyrr en hugmyndin að Lava Show kom frá Minecraft-spilun eins sonarins. „Elsti strákurinn okkar er mjög hrifinn af Minecraft og mjög upptekinn af „lava“-þættinum í Minecraft sem honum þykir mjög spennandi – og svo erum við bæði algjörir jarðfræðinördar. Þegar gosið varð á Fimmvörðuhálsi árið 2010 fórum við upp eftir og fannst þetta alveg geðveikt. Við hugsuðum hversu geggjað það væri fyrir Ísland ef þetta gos væri bara áfram, svona eins og á Hawaii. Það komust auðvitað færri að en vildu og þá fórum við í kjölfarið að pæla hvernig væri hægt að vinna þetta – en útfærslan var eitthvað sem við vorum aldrei almennilega með.“ Haustið 2015 komust þau svo í kynni við bandaríska prófessora sem höfðu verið að bræða hraun í tilraunaskyni. Þeim fannst þau hjónin algjörlega galin en þau flugu út og fóru að hitta þá. Prófessorarnir mega ekki stunda hraunbræðslu í viðskiptaskyni þannig að þau buðu þeim að vera með – sem þeir þáðu. „Strákurinn okkar elsti varð líka svo spenntur þegar hann sá myndbönd af þessu að síðan þessi hugmynd dúkkaði upp vissum við alveg strax að þetta væri málið. Og við vorum síðan nógu galin til að fara út í þetta.“ Þau voru ekki alveg viss með þátttökuna í Startup Reykjavík enda bæði viðskiptafræðimenntuð og með mikla reynslu á því sviði og fannst því ekkert endilega eins og það væri eitthvað sem þau þyrftu að gera. „Eftir að við fórum á fund með forsvarsmönnum Startup Reykjavík sáum við að hvað maður græði ekki hvað síst á er að þetta býr til tengslanet. Það eru mentorar sem taka þátt í þessu og koma margir hverjir með frábæra punkta, þó að sumir hverjir kannski passi ekki alveg – þá er þetta alveg ómetanlegt og klárlega ýtti við okkur. Þetta gerði það að verkum að við erum á þeim stað með verkefnið sem við erum í dag. Svo fengum við talsvert mikla umfjöllun sem hjálpaði okkur mikið. Allt svoleiðis skiptir máli.“ Startup Reykjavík viðskiptahraðallinn hefst þann 11. júní en opnað hefur verið fyrir umsóknir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira