Kemur með sjúkraflugi til Íslands á morgun og fer á Grensás í endurhæfingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 8. apríl 2018 13:16 Sunna Elvíra á sjúkrahúsinu á Malaga. Vísir/Egill Sunna Elvíra Þorkelsdóttir er væntanleg til landsins á morgun og fer í endurhæfingu á Grensás. Hún tekst nú á við áfallið sem hún varð fyrir þegar hún lamaðist við fall á Spáni að sögn lögmanns hennar. Sunna Elvíra var sett í farbann á Spáni þegar eiginmaður hennar Sigurður Kristinsson var handtekinn í janúar hér á landi grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi. Páll Kristjánsson Lögmaður hennar segir að farbanninu hafi verið aflétt í vikunni og hún komi heim á morgun. „Hún hefur fengið það staðfest að það sé laust pláss inni á Grensás. Hún er búin að vera núna úti á Spáni á sambærilegri endurhæfingardeild sem hefur bara gengið vel. Hún heldur bara áfram sinni endurhæfingu hér heima,“ segir Páll Kristjánsson lögmaður Sunnu Elvíru í samtali við fréttastofu. Páll telur að hún komi heim með sjúkraflugi. En á sínum tíma var safnað fyrir sjúkraflugi, en kostnaðurinn við það var áætlaður um 5,5 milljónir íslenskra króna. „Náttúrulega á sínum tíma þegar hún lendir í slysinu þá lá önnur staða uppi. Þá lá hún stórslösuð úti og fékk ekki viðeigandi læknismeðferð og þá var unnið að því að fá hana heim. Það var keypt þessi sjúkraflugvél og ég veit ekki betur en að slíkt standi ennþá til. Auðvitað er náttúrulega allt önnur staða uppi hjá henni núna en var á þeim tíma.“Bjartara yfir henni Fjölskyldan hefur ekki gefið upplýsingar um það hversu miklu var safnað eða hvað flugið á morgun muni kosta. Páll segir að Sunna Elvíra takist nú á við það áfall að lamast varanlega. „Henni líður betur í dag heldur en á sínum tíma. Þetta er í rétta átt, endurhæfing gengur vel en hún er náttúrlega bara að takast á við það áfall að vera varanlega slösuð, búa við varanlegar afleiðingar þessa slyss. Það er bara næsta skref að byggja sig upp og halda áfram en það er bjartara yfir henni en fyrst allavega.“ Hann segir að ekkert mál sé í gangi á hendur Sunnu Elvíru hvorki hér á landi né á Spáni. Mál Sunnu Elvíru er í ferli hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu. En samkvæmt upplýsingum þaðan hafa spænsk yfirvöld sýnt jákvæð viðbrögð varðandi afhendingu gagna. Málið sé hins vegar ekki komið formlega í hendur lögreglunnar hér á landi. Réttarstaða hennar hér muni skýrast þegar öll gögn að utan liggi fyrir. Eiginmaður Sunnu Elvíru situr enn í gæsluvarðhaldi. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Hafa ekki fengið formlegt svar um yfirtöku á máli Sunnu Elvíru Síðastliðinn fimmtudag var greint frá því að farbanni yfir Sunnu Elvíru hefði verið aflétt og undirbúningur hafinn við að flytja hana til Íslands. 2. apríl 2018 12:13 Sunna Elvíra er væntanleg til landsins á næstu dögum Páll Kristjánsson lögmaður Sunnu segir að lögregla hafi lokið skoðun á hennar máli. 29. mars 2018 08:29 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Verður í haldi til 18. apríl á grundvelli almannahagsmuna. 4. apríl 2018 11:20 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira
Sunna Elvíra Þorkelsdóttir er væntanleg til landsins á morgun og fer í endurhæfingu á Grensás. Hún tekst nú á við áfallið sem hún varð fyrir þegar hún lamaðist við fall á Spáni að sögn lögmanns hennar. Sunna Elvíra var sett í farbann á Spáni þegar eiginmaður hennar Sigurður Kristinsson var handtekinn í janúar hér á landi grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi. Páll Kristjánsson Lögmaður hennar segir að farbanninu hafi verið aflétt í vikunni og hún komi heim á morgun. „Hún hefur fengið það staðfest að það sé laust pláss inni á Grensás. Hún er búin að vera núna úti á Spáni á sambærilegri endurhæfingardeild sem hefur bara gengið vel. Hún heldur bara áfram sinni endurhæfingu hér heima,“ segir Páll Kristjánsson lögmaður Sunnu Elvíru í samtali við fréttastofu. Páll telur að hún komi heim með sjúkraflugi. En á sínum tíma var safnað fyrir sjúkraflugi, en kostnaðurinn við það var áætlaður um 5,5 milljónir íslenskra króna. „Náttúrulega á sínum tíma þegar hún lendir í slysinu þá lá önnur staða uppi. Þá lá hún stórslösuð úti og fékk ekki viðeigandi læknismeðferð og þá var unnið að því að fá hana heim. Það var keypt þessi sjúkraflugvél og ég veit ekki betur en að slíkt standi ennþá til. Auðvitað er náttúrulega allt önnur staða uppi hjá henni núna en var á þeim tíma.“Bjartara yfir henni Fjölskyldan hefur ekki gefið upplýsingar um það hversu miklu var safnað eða hvað flugið á morgun muni kosta. Páll segir að Sunna Elvíra takist nú á við það áfall að lamast varanlega. „Henni líður betur í dag heldur en á sínum tíma. Þetta er í rétta átt, endurhæfing gengur vel en hún er náttúrlega bara að takast á við það áfall að vera varanlega slösuð, búa við varanlegar afleiðingar þessa slyss. Það er bara næsta skref að byggja sig upp og halda áfram en það er bjartara yfir henni en fyrst allavega.“ Hann segir að ekkert mál sé í gangi á hendur Sunnu Elvíru hvorki hér á landi né á Spáni. Mál Sunnu Elvíru er í ferli hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu. En samkvæmt upplýsingum þaðan hafa spænsk yfirvöld sýnt jákvæð viðbrögð varðandi afhendingu gagna. Málið sé hins vegar ekki komið formlega í hendur lögreglunnar hér á landi. Réttarstaða hennar hér muni skýrast þegar öll gögn að utan liggi fyrir. Eiginmaður Sunnu Elvíru situr enn í gæsluvarðhaldi.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Hafa ekki fengið formlegt svar um yfirtöku á máli Sunnu Elvíru Síðastliðinn fimmtudag var greint frá því að farbanni yfir Sunnu Elvíru hefði verið aflétt og undirbúningur hafinn við að flytja hana til Íslands. 2. apríl 2018 12:13 Sunna Elvíra er væntanleg til landsins á næstu dögum Páll Kristjánsson lögmaður Sunnu segir að lögregla hafi lokið skoðun á hennar máli. 29. mars 2018 08:29 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Verður í haldi til 18. apríl á grundvelli almannahagsmuna. 4. apríl 2018 11:20 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira
Hafa ekki fengið formlegt svar um yfirtöku á máli Sunnu Elvíru Síðastliðinn fimmtudag var greint frá því að farbanni yfir Sunnu Elvíru hefði verið aflétt og undirbúningur hafinn við að flytja hana til Íslands. 2. apríl 2018 12:13
Sunna Elvíra er væntanleg til landsins á næstu dögum Páll Kristjánsson lögmaður Sunnu segir að lögregla hafi lokið skoðun á hennar máli. 29. mars 2018 08:29
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Verður í haldi til 18. apríl á grundvelli almannahagsmuna. 4. apríl 2018 11:20