Innlent

Stefnir í mikinn meirihluta kvenna í borginni eftir kosningar

Egill, sem hefur rýnt í pólitík í áratugi, telur að það hljóit að vera málefni og málefnaágreiningur sem ráði för hjá hinu nýja framboði fremur en óánægja með hlutfall kvenna í borgarstjórninni.
Egill, sem hefur rýnt í pólitík í áratugi, telur að það hljóit að vera málefni og málefnaágreiningur sem ráði för hjá hinu nýja framboði fremur en óánægja með hlutfall kvenna í borgarstjórninni. visir/stefán
Egill Helgason sjónvarpsmaður og þjóðfélagsrýnir segir hið nýja kvennaframboð sem boðað hefur verið til í borginni allra athygli vert. Hann segir fyrirliggjandi að það verði mikill meirihluti kvenna í borgarstjórn að loknum kosningum.

Honum þykir boðun nýs kvennaframboðs athyglisvert; „það hljóta nefnilega að vera málefni og málefnaágreiningur sem ráða för fremur en óánægja með hlutfall kvenna í borgarstjórninni.“

Egill segir að ef fram fer sem horfir verði konur í miklum meirihluta í borgarstjórn eftir komandi sveitarstjórnarkosningar. Nú þegar séu þær í meirihluta, eða átta á móti sjö körlum. Eftir kosningar fjölgar borgarfulltrúum úr þessum 15 í 23. Egill bendir á nýlega skoðanakönnun Gallup.

„Séu niðurstöðurnar bornar saman við framboðslista myndu 15 konur og 8 karlar verða í borgarstjórninni á næsta kjörtímabili. Fjöldi karlanna stendur nánast í stað, en konunum snarfjölgar. Þannig er útlit fyrir að verði 4 konur frá Samfylkingu, 4 frá Sjálfstæðisflokki, 3 frá Pírötum, 2 frá Vinstri grænum, 1 frá Viðreisn og 1 kona frá Miðflokki.“

Egill segir þetta vissulega geta tekið breytingum en ljóst sé að konur verði í talsverðum meirihluta í borgarstjórn eftir kosningarnar. „Flokkur fólksins er næstur því að ná frambjóðanda inn, þar er líka kona í efsta sæti,“ segir Egill í nýlegum pistli sínum.

Fréttin var uppfærð þriðjudaginn 10. apríl klukkan 08:53.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×