Að finna farvegi – nokkur orð um símenntun í dreifbýli Óli Halldórsson skrifar 20. mars 2018 09:44 Símenntunarmiðstöðvar á Íslandi starfa að framhaldsfræðslu og símenntun á grunni samnings við mennta- og menningarmálaráðuneytið og laga um framhaldsfræðslu. Miðstöðvarnar teygja anga sína um alla kima landsins með svæðisbundinni þjónustu; bæði færanlegri námsþjónustu og staðbundnum námsverum. Þeirra stærsta verkefni er að þjónusta það fólk sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólamenntun og þann hluta atvinnulífsins sem snýr að þessum markhópi. Þetta gerum við á ýmsan hátt, með náms- og starfsráðgjöf, fjölbreyttu námsframboði, raunfærnimati, þarfagreiningum o.fl. Í grófum dráttum sinna allar símenntunarmiðstöðvar landsins þessum sömu meginverkefnum. Áherslur í starfinu taka þó vissulega mið af ólíkum þörfum fólks og atvinnulífs á hverju starfssvæði. Þannig er starfsemi dreifbýlli miðstöðvanna, t.d. hjá Þekkingarneti Þingeyinga í Suður- og Norður-Þingeyjarsýslu, að nokkru leyti frábrugðin starfi símenntunarmiðstöðvanna í stærri og fjölmennari byggðarlögum. Landfræðilegar aðstæður, dreifð byggð og ólíkir atvinnuhættir útheimta þjónustu sem henta þessum aðstæðum.Að þekkja sitt svæði Þekkingarnet Þingeyinga er dæmigerð símenntunarmiðstöð á víðfeðmu og dreifbýlu svæði. Hundruð kílómetra á milli enda starfssvæðisins með öflugu atvinnulífi sem einkennist af útflutningsgreinunum sjávarútvegi, ferðaþjónustu og iðnaði. Frá upphafsárum Þekkingarnetsins og annarra símenntunarmiðstöðva hefur byggst upp mikil og sérhæfð þekking á þörfum atvinnulífs og markhóps okkar á hverju og einu svæði. Eitt af því sem lærst hefur er að símenntunarþjónustu verður ekki fjarstýrt. Þörfum fólks og fyrirtækja verður að mæta með nálægð og svæðisbundinni þekkingu. Þekkingarnet Þingeyinga rekur þjónustustaði og mannaðar starfsstöðvar um allt sitt víðfeðma hérað. Sama gildir um símenntunarmiðstöðvarnar um land allt. Saman mynda þær þéttriðið net námsþjónustu sem nær skipulega yfir allt landið. Með staðkunnáttu og persónulegum kynnum við fólk og atvinnulíf náum við betur að koma þjónustu okkar á framfæri. Við fjarstýrum ekki framhaldsfræðslu svo auðveldlega, það er ekkert sem kemur í stað nálægðarinnar og hinnar persónulegu þjónustu.Beittasta vopnið Það er okkar reynsla að beittasta vopnið í framhaldsfræðslunni í dreifbýlinu er ráðgjöf. Ráðgjöf til fólks og atvinnulífs um nám og starf. Í víðum skilningi nær náms- og starfsráðgjöfin yfir samtöl við fólk og fyrirtæki – bæði formleg og óformleg – á vinnustöðum eða utan þeirra. Inni á kontór með einkaviðtali eða með spjalli við hóp í kaffikrók á vinnustað. Í framhaldi af þessum samtölum tekur fólk skref í átt til náms- eða starfsþróunar af einhverjum toga. Viðtöl, samtöl og kynningar ráðgjafanna við fólk draga fram svo ótal margt sem er svo mikilvægt til þess að vísa fólki veginn. Nefna má færni og áhugasvið fólks, hindranir í námi – t.d. lesblindu og prófkvíða, fyrra nám, hafi það verið til staðar, o.s.frv. Stundum hlýst það af vinnu ráðgjafa að fólk skráir sig á styttri námskeið, í öðrum tilfellum gefur samanlögð reynsla úr fjölbreyttum störfum viðkomandi möguleika á því að fara í raunfærnimat til þess að takast á við næstu skref í námi. Þess eru dæmi að erlendir ríkisborgar sem hingað hafa flutt hafa í handraðanum prófgráður frá sínum heimalöndum sem þeir hafa ekki getað nýtt í störfum sínum hér. Með viðtölum við náms- og starfsráðgjafa hefur í mörgum tilfellum greiðst vel úr slíkum málum. Það sem gerir ráðgjöfina að svo beittu vopni í fullorðinsfræðslunni í dreifðum byggðum er færanleiki þjónustunnar. Ráðgjafi Þekkingarnets Þingeyinga sérhæfir sig í atvinnulífi og markhópi síns svæðis. Röltir um kaffistofur fyrirtækja á Húsavík eina vikuna og ekur til Þórshafnar eða Mývatnssveitar þá næstu. Það sama gera kollegarnir á Austurlandi og vestur á fjörðum, á Snæfellsnesi og Suðurlandi. Ekkert svæði verður útundan.Að vísa veginn Það er vart meira en um áratugur síðan símenntunargeirinn á Íslandi fór í auknum mæli að bjóða upp á náms- og starfsráðgjöf. Án nokkurs vafa er þetta fyrrnefnda ráðgjafarhlutverk símenntunarmiðstöðvanna, ekki síst í dreifbýlinu, gríðarlega mikilvægt og mun stærri og dýrmætari þáttur í okkar starfi en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Í dreifðum byggðum landsins eru rekin öflug fyrirtæki, ekki síst þau sem halda uppi útflutningstekjuhlið þjóðhagsreikningsins, svo sem í fiskveiðum, matvælaframleiðslu, iðnaði og ferðaþjónustu. Sökum vegalengda og mannfæðar getur oft eðli málsins samkvæmt verið erfitt að ná lágmarksfjölda þátttakenda á ýmis sérhæfð námskeið og námsleiðir. Þessar aðstæður auka vægi og hlutverk ráðgjafarinnar í dreifðari byggðum, sem verkfæri til að ná til markhópsins okkar, bæði einstaklinga og vinnustaða. Í sumum tilvikum verða til upp úr þessum samtölum námsúrræði fyrir einstaklinga og/eða fræðsluáætlanir fyrir fyrirtæki sem símenntunarmiðstöðvarnar sjálfar standa fyrir fyrir en í fleiri tilvikum virka svæðisbundnu símenntunarmiðstöðvarnar enn frekar við að miðla námi annarra þátta menntakerfisins til þeirra sem þjónustuna þurfa. Það gildir t.d. um sérhæft nám, fjarnám, iðnnám og stúdentsnám. Mikilvægasta hlutverk símenntunarmiðstöðvar er að greina þarfir og finna leiðir til að koma þeim í farveg, hvort sem unnið er með einstaklingnum eða atvinnulífinu; veita ráð, hlusta, miðla og mæta þörfum. Með stuðningi og leiðbeiningum náms- og starfsráðgjafa til fólks á fámennum stöðum eru þess mörg dæmi að fólk nýtir sér í framhaldinu fjölbreytt námsúrræði. Það er oftar en ekki mikið átak fyrir fólk sem hefur ekki lokið formlegu námi að taka skrefið yfir þröskuldinn, að láta áralangan draum um að fara aftur á skólabekk rætast. Ráðgjafar símenntunarmiðstöðvanna hafa hjálpað fleirum en margur hyggur til þess að finna sína farvegi og láta drauma rætast.Höfundur er forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga, sem á aðild að Kvasi – samtökum fræðslu og símenntunarstöðva Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Símenntunarmiðstöðvar á Íslandi starfa að framhaldsfræðslu og símenntun á grunni samnings við mennta- og menningarmálaráðuneytið og laga um framhaldsfræðslu. Miðstöðvarnar teygja anga sína um alla kima landsins með svæðisbundinni þjónustu; bæði færanlegri námsþjónustu og staðbundnum námsverum. Þeirra stærsta verkefni er að þjónusta það fólk sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólamenntun og þann hluta atvinnulífsins sem snýr að þessum markhópi. Þetta gerum við á ýmsan hátt, með náms- og starfsráðgjöf, fjölbreyttu námsframboði, raunfærnimati, þarfagreiningum o.fl. Í grófum dráttum sinna allar símenntunarmiðstöðvar landsins þessum sömu meginverkefnum. Áherslur í starfinu taka þó vissulega mið af ólíkum þörfum fólks og atvinnulífs á hverju starfssvæði. Þannig er starfsemi dreifbýlli miðstöðvanna, t.d. hjá Þekkingarneti Þingeyinga í Suður- og Norður-Þingeyjarsýslu, að nokkru leyti frábrugðin starfi símenntunarmiðstöðvanna í stærri og fjölmennari byggðarlögum. Landfræðilegar aðstæður, dreifð byggð og ólíkir atvinnuhættir útheimta þjónustu sem henta þessum aðstæðum.Að þekkja sitt svæði Þekkingarnet Þingeyinga er dæmigerð símenntunarmiðstöð á víðfeðmu og dreifbýlu svæði. Hundruð kílómetra á milli enda starfssvæðisins með öflugu atvinnulífi sem einkennist af útflutningsgreinunum sjávarútvegi, ferðaþjónustu og iðnaði. Frá upphafsárum Þekkingarnetsins og annarra símenntunarmiðstöðva hefur byggst upp mikil og sérhæfð þekking á þörfum atvinnulífs og markhóps okkar á hverju og einu svæði. Eitt af því sem lærst hefur er að símenntunarþjónustu verður ekki fjarstýrt. Þörfum fólks og fyrirtækja verður að mæta með nálægð og svæðisbundinni þekkingu. Þekkingarnet Þingeyinga rekur þjónustustaði og mannaðar starfsstöðvar um allt sitt víðfeðma hérað. Sama gildir um símenntunarmiðstöðvarnar um land allt. Saman mynda þær þéttriðið net námsþjónustu sem nær skipulega yfir allt landið. Með staðkunnáttu og persónulegum kynnum við fólk og atvinnulíf náum við betur að koma þjónustu okkar á framfæri. Við fjarstýrum ekki framhaldsfræðslu svo auðveldlega, það er ekkert sem kemur í stað nálægðarinnar og hinnar persónulegu þjónustu.Beittasta vopnið Það er okkar reynsla að beittasta vopnið í framhaldsfræðslunni í dreifbýlinu er ráðgjöf. Ráðgjöf til fólks og atvinnulífs um nám og starf. Í víðum skilningi nær náms- og starfsráðgjöfin yfir samtöl við fólk og fyrirtæki – bæði formleg og óformleg – á vinnustöðum eða utan þeirra. Inni á kontór með einkaviðtali eða með spjalli við hóp í kaffikrók á vinnustað. Í framhaldi af þessum samtölum tekur fólk skref í átt til náms- eða starfsþróunar af einhverjum toga. Viðtöl, samtöl og kynningar ráðgjafanna við fólk draga fram svo ótal margt sem er svo mikilvægt til þess að vísa fólki veginn. Nefna má færni og áhugasvið fólks, hindranir í námi – t.d. lesblindu og prófkvíða, fyrra nám, hafi það verið til staðar, o.s.frv. Stundum hlýst það af vinnu ráðgjafa að fólk skráir sig á styttri námskeið, í öðrum tilfellum gefur samanlögð reynsla úr fjölbreyttum störfum viðkomandi möguleika á því að fara í raunfærnimat til þess að takast á við næstu skref í námi. Þess eru dæmi að erlendir ríkisborgar sem hingað hafa flutt hafa í handraðanum prófgráður frá sínum heimalöndum sem þeir hafa ekki getað nýtt í störfum sínum hér. Með viðtölum við náms- og starfsráðgjafa hefur í mörgum tilfellum greiðst vel úr slíkum málum. Það sem gerir ráðgjöfina að svo beittu vopni í fullorðinsfræðslunni í dreifðum byggðum er færanleiki þjónustunnar. Ráðgjafi Þekkingarnets Þingeyinga sérhæfir sig í atvinnulífi og markhópi síns svæðis. Röltir um kaffistofur fyrirtækja á Húsavík eina vikuna og ekur til Þórshafnar eða Mývatnssveitar þá næstu. Það sama gera kollegarnir á Austurlandi og vestur á fjörðum, á Snæfellsnesi og Suðurlandi. Ekkert svæði verður útundan.Að vísa veginn Það er vart meira en um áratugur síðan símenntunargeirinn á Íslandi fór í auknum mæli að bjóða upp á náms- og starfsráðgjöf. Án nokkurs vafa er þetta fyrrnefnda ráðgjafarhlutverk símenntunarmiðstöðvanna, ekki síst í dreifbýlinu, gríðarlega mikilvægt og mun stærri og dýrmætari þáttur í okkar starfi en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Í dreifðum byggðum landsins eru rekin öflug fyrirtæki, ekki síst þau sem halda uppi útflutningstekjuhlið þjóðhagsreikningsins, svo sem í fiskveiðum, matvælaframleiðslu, iðnaði og ferðaþjónustu. Sökum vegalengda og mannfæðar getur oft eðli málsins samkvæmt verið erfitt að ná lágmarksfjölda þátttakenda á ýmis sérhæfð námskeið og námsleiðir. Þessar aðstæður auka vægi og hlutverk ráðgjafarinnar í dreifðari byggðum, sem verkfæri til að ná til markhópsins okkar, bæði einstaklinga og vinnustaða. Í sumum tilvikum verða til upp úr þessum samtölum námsúrræði fyrir einstaklinga og/eða fræðsluáætlanir fyrir fyrirtæki sem símenntunarmiðstöðvarnar sjálfar standa fyrir fyrir en í fleiri tilvikum virka svæðisbundnu símenntunarmiðstöðvarnar enn frekar við að miðla námi annarra þátta menntakerfisins til þeirra sem þjónustuna þurfa. Það gildir t.d. um sérhæft nám, fjarnám, iðnnám og stúdentsnám. Mikilvægasta hlutverk símenntunarmiðstöðvar er að greina þarfir og finna leiðir til að koma þeim í farveg, hvort sem unnið er með einstaklingnum eða atvinnulífinu; veita ráð, hlusta, miðla og mæta þörfum. Með stuðningi og leiðbeiningum náms- og starfsráðgjafa til fólks á fámennum stöðum eru þess mörg dæmi að fólk nýtir sér í framhaldinu fjölbreytt námsúrræði. Það er oftar en ekki mikið átak fyrir fólk sem hefur ekki lokið formlegu námi að taka skrefið yfir þröskuldinn, að láta áralangan draum um að fara aftur á skólabekk rætast. Ráðgjafar símenntunarmiðstöðvanna hafa hjálpað fleirum en margur hyggur til þess að finna sína farvegi og láta drauma rætast.Höfundur er forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga, sem á aðild að Kvasi – samtökum fræðslu og símenntunarstöðva
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun