NBA: „Þetta var líklega stærsta skotið mitt á ferlinum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2018 07:30 Marcus Morris og félagar hans í Boston liðinu voru kátir í leikslok. Vísir/Getty Boston Celtics stöðvaði sigurgöngu Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt eftir æsispennandi leik. Houston Rockets endaði líka aðra og mun lengri sigurgöngu Portland Trail Blazers.Marcus Morris tryggði Boston Celtics 100-99 sigur á Oklahoma City Thunder þegar hann skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti 1,2 sekúndurm fyrir leikslok. Með þessu endaði Boston liðið sex leikja sigurgöngu Oklahoma City. „Þetta er líklega stærsta skotið mitt á ferlinum. Ég hef náð að jafna nokkrum sinnum í lokin en þetta var í fyrsta sinn sem ég næ að skora sigurkörfuna,“ sagði Marcus Morris eftir leikinn.The Celtics trailed by 5 with 16.8 seconds to go and won. Entering today, teams were 0-884 this season when trailing by 5 or more points in the final 20 seconds of the game. pic.twitter.com/pgZ87K2gbv — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 21, 2018 OKC var 75-65 yfir í þriðja leikhlutanum, var með 98-92 forystu þegar tuttugu sekúndur voru eftir og var síðan með 99-97 forystu þegar Carmelo Anthony fór á vítalínuna 7,7 sekúndum fyrir leikslok. Anthony klikkaði hinsvegar á báðum vítunum sínum og Boston fékk síðustu sóknina með möguleika á því að vinna leikinn. „Þetta var erfitt skot. Við getum lifað með því að hann taki svona skot og hann fær hrós fyrir að setja það niður,“ sagði OKC maðurinn Paul George eftir leikinn. Jayson Tatum var með 23 stig og 11 fráköst fyrir Boston Celtics og Marcus Morris skoraði 21 stig. Russell Westbrook var með 27 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar fyrir Thunder.James Harden var frábær þegar Houston Rockets endaði þrettán leikja sigurgöngu Portland Trail Blazers. Harden skoraði 42 stig í 115-111 sigri og var einnig með 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Chris Paul var með 22 stig fyrir Houston liðið sem vann sinn sjötta leik í röð og sinn 23. sigur í síðustu 24 leikjum. Saman hittu þeir Harden og Paul úr 10 af 17 þriggja stiga skotum sínum en Haden nýtti 5 af 7. Al-Farouq Aminu var með 22 stig fyrir Portland liðið og Jusuf Nurkic bætti við 21 stigi og 11 fráköstum.Dennis Schroder skoraði 41 stig, það mesta sem hann hefur skorað í leik á ferlinum, þegar hann hjálpaði liði sínu Atlanta Hawks að vinna 99-94 sigur á Utah Jazz. Þetta var óvæntur sigur enda Atlanta lélegasta liðið á Austurströndinni og Utah Jazz búið að vinna níu leiki í röð.Karl-Anthony Towns var með 30 stig og 10 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 123-109 heimasigur á Los Angeles Clippers en þetta var í sextugasta sinn sem Towns nær tvennu í vetur. Jeff Teague var síðan með 20 stig og 12 stoðsendingar. Anthony Davis skoraði 37 stig og hitti úr 15 af 21 skoti sínu þegar New Orleans Pelicans vann Dallas Mavericks 115-105 og það án Jrue Holiday. Rajon Rondo var með 19 stig og 14 stoðsendingar fyrir Pelíkanana. Dirk Nowitzki og Harrison Barnes skoruðu báðir 19 stig fyrir Dallas.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Houston Rockets 111-115 Phoenix Suns - Detroit Pistons 88-115 Utah Jazz - Atlanta Hawks 94-99 Boston Celtics - Oklahoma City Thunder 100-99 Minnesota Timberwolves - Los Angeles Clippers 123-109 New Orleans Pelicans - Dallas Mavericks 115-105 Orlando Magic - Toronto Raptors 86-93 NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Sjá meira
Boston Celtics stöðvaði sigurgöngu Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt eftir æsispennandi leik. Houston Rockets endaði líka aðra og mun lengri sigurgöngu Portland Trail Blazers.Marcus Morris tryggði Boston Celtics 100-99 sigur á Oklahoma City Thunder þegar hann skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti 1,2 sekúndurm fyrir leikslok. Með þessu endaði Boston liðið sex leikja sigurgöngu Oklahoma City. „Þetta er líklega stærsta skotið mitt á ferlinum. Ég hef náð að jafna nokkrum sinnum í lokin en þetta var í fyrsta sinn sem ég næ að skora sigurkörfuna,“ sagði Marcus Morris eftir leikinn.The Celtics trailed by 5 with 16.8 seconds to go and won. Entering today, teams were 0-884 this season when trailing by 5 or more points in the final 20 seconds of the game. pic.twitter.com/pgZ87K2gbv — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 21, 2018 OKC var 75-65 yfir í þriðja leikhlutanum, var með 98-92 forystu þegar tuttugu sekúndur voru eftir og var síðan með 99-97 forystu þegar Carmelo Anthony fór á vítalínuna 7,7 sekúndum fyrir leikslok. Anthony klikkaði hinsvegar á báðum vítunum sínum og Boston fékk síðustu sóknina með möguleika á því að vinna leikinn. „Þetta var erfitt skot. Við getum lifað með því að hann taki svona skot og hann fær hrós fyrir að setja það niður,“ sagði OKC maðurinn Paul George eftir leikinn. Jayson Tatum var með 23 stig og 11 fráköst fyrir Boston Celtics og Marcus Morris skoraði 21 stig. Russell Westbrook var með 27 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar fyrir Thunder.James Harden var frábær þegar Houston Rockets endaði þrettán leikja sigurgöngu Portland Trail Blazers. Harden skoraði 42 stig í 115-111 sigri og var einnig með 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Chris Paul var með 22 stig fyrir Houston liðið sem vann sinn sjötta leik í röð og sinn 23. sigur í síðustu 24 leikjum. Saman hittu þeir Harden og Paul úr 10 af 17 þriggja stiga skotum sínum en Haden nýtti 5 af 7. Al-Farouq Aminu var með 22 stig fyrir Portland liðið og Jusuf Nurkic bætti við 21 stigi og 11 fráköstum.Dennis Schroder skoraði 41 stig, það mesta sem hann hefur skorað í leik á ferlinum, þegar hann hjálpaði liði sínu Atlanta Hawks að vinna 99-94 sigur á Utah Jazz. Þetta var óvæntur sigur enda Atlanta lélegasta liðið á Austurströndinni og Utah Jazz búið að vinna níu leiki í röð.Karl-Anthony Towns var með 30 stig og 10 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 123-109 heimasigur á Los Angeles Clippers en þetta var í sextugasta sinn sem Towns nær tvennu í vetur. Jeff Teague var síðan með 20 stig og 12 stoðsendingar. Anthony Davis skoraði 37 stig og hitti úr 15 af 21 skoti sínu þegar New Orleans Pelicans vann Dallas Mavericks 115-105 og það án Jrue Holiday. Rajon Rondo var með 19 stig og 14 stoðsendingar fyrir Pelíkanana. Dirk Nowitzki og Harrison Barnes skoruðu báðir 19 stig fyrir Dallas.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Houston Rockets 111-115 Phoenix Suns - Detroit Pistons 88-115 Utah Jazz - Atlanta Hawks 94-99 Boston Celtics - Oklahoma City Thunder 100-99 Minnesota Timberwolves - Los Angeles Clippers 123-109 New Orleans Pelicans - Dallas Mavericks 115-105 Orlando Magic - Toronto Raptors 86-93
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Sjá meira