„Putin mun nota HM í sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2018 08:30 Gianni Infantino, forseti FIFA og Vladimir Putin, forseti Rússlands. Vísir/Getty Utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, líkti Vladimir Putin, forseta Rússlands, við Adolf Hitler í gær og það má búast við því að deilur Breta og Rússa magnist upp enn frekar eftir þessa yfirlýsingu hjá háttsettum ráðamanni í Bretlandi. Heimsmeistarakeppnin í Rússlandi er framundan en þar mun íslenska fótboltalandsliðið taka þátt í fyrsta sinn. Það verður þó engin lognmolla í kringum þetta heimsmeistaramóti á pólítíska sviðinu og ráðamenn þjóða þegar farnir að lýsa því yfir að þeir ætli ekki að mæta til Rússlands í sumar. Boris Johnson, áðurnefndur utanríkisráðherra Breta, hefur verið óhræddur að ráðast á Rússa í orði eftir að í ljós kom að eitrað hafði verið fyrir Sergei Skripal á enskri grundu. Skripal er maður sem hafði njósnað hjá Rússum á árum áður og hafði um tíma setið í fangelsi fyrir það í Rússlandi.Boris Johnson says President Putin will use the 2018 World Cup as a 'PR exercise', similar to how Hitler used the 1936 Olympics https://t.co/GvY2ra7xKVpic.twitter.com/iXf7OzML8h — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2018 Adolf Hitler notaði Ólympíuleikanna í Berlín 1936 sem áróðurstæki en þýski einræðisherran hóf í kjölfarið að yfirtaka löndin í kringum Þýskaland sem endaði með að seinni heimsstyrjöldin hófst þremur árum seinna. Hitler bar ábyrgð á dauða milljóna manna og er eitt mesta illmenni sögunnar. Boris Johnson tók þarna undir orð þingmannsins Ian Austin og sagði það vera fullkomlega rétt hjá honum að segja það að Putin muni nota HM í Rússlandi sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936. BBC segir frá. Johnson telur líka þörf á því að hefja viðræður strax við Rússa um öryggi breskra stuðningsmanna á HM í Rússlandi í sumar. Talsmaður rússneska sendiráðsins svaraði orðum breska utanríkisráðherrans með því að segja að hann hugsaði ekki skýrt fyrir hatri.UK Foreign Secretary Boris Johnson compares World Cup in Russia to Hitler’s Olympics pic.twitter.com/QdlPyMZhOH — Ruptly (@Ruptly) March 21, 2018 „Aðeins“ 24 þúsund Englendingar sóttu um miða á leiki á HM í Rússlandi sem er lítil tala miðað við það að 94 þúsund vildu fá miða á HM í Brasilíu 2014. „Þetta eru mun færri en áður en það breytir ekki því að við höfum miklar áhyggjur af því hvernig tekið verður á móti okkar fólki,“ sagði Boris Johnson. Bretar brugðust mjög hart við því þegar eitrað var fyrir rússneska njósnararnum Sergei Skripal og dóttir hans með taugaeitri í Bretlandi. Bretar sökuðu Rússa um að standa fyrir árásinni og vísuðu 23 rússneskum erindrekum úr landi. Rússar svöruðu síðan í sömu mynt eða með því að vísa breskum erindrekum úr landi. Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var leystur úr haldi árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Rússnesk yfirvöld hafa þvertekið fyrir að eiga nokkra hlutdeild í tilræðinu en Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, hefur áður ýjað að því að England muni mögulega draga sig úr HM í fótbolta. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, líkti Vladimir Putin, forseta Rússlands, við Adolf Hitler í gær og það má búast við því að deilur Breta og Rússa magnist upp enn frekar eftir þessa yfirlýsingu hjá háttsettum ráðamanni í Bretlandi. Heimsmeistarakeppnin í Rússlandi er framundan en þar mun íslenska fótboltalandsliðið taka þátt í fyrsta sinn. Það verður þó engin lognmolla í kringum þetta heimsmeistaramóti á pólítíska sviðinu og ráðamenn þjóða þegar farnir að lýsa því yfir að þeir ætli ekki að mæta til Rússlands í sumar. Boris Johnson, áðurnefndur utanríkisráðherra Breta, hefur verið óhræddur að ráðast á Rússa í orði eftir að í ljós kom að eitrað hafði verið fyrir Sergei Skripal á enskri grundu. Skripal er maður sem hafði njósnað hjá Rússum á árum áður og hafði um tíma setið í fangelsi fyrir það í Rússlandi.Boris Johnson says President Putin will use the 2018 World Cup as a 'PR exercise', similar to how Hitler used the 1936 Olympics https://t.co/GvY2ra7xKVpic.twitter.com/iXf7OzML8h — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2018 Adolf Hitler notaði Ólympíuleikanna í Berlín 1936 sem áróðurstæki en þýski einræðisherran hóf í kjölfarið að yfirtaka löndin í kringum Þýskaland sem endaði með að seinni heimsstyrjöldin hófst þremur árum seinna. Hitler bar ábyrgð á dauða milljóna manna og er eitt mesta illmenni sögunnar. Boris Johnson tók þarna undir orð þingmannsins Ian Austin og sagði það vera fullkomlega rétt hjá honum að segja það að Putin muni nota HM í Rússlandi sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936. BBC segir frá. Johnson telur líka þörf á því að hefja viðræður strax við Rússa um öryggi breskra stuðningsmanna á HM í Rússlandi í sumar. Talsmaður rússneska sendiráðsins svaraði orðum breska utanríkisráðherrans með því að segja að hann hugsaði ekki skýrt fyrir hatri.UK Foreign Secretary Boris Johnson compares World Cup in Russia to Hitler’s Olympics pic.twitter.com/QdlPyMZhOH — Ruptly (@Ruptly) March 21, 2018 „Aðeins“ 24 þúsund Englendingar sóttu um miða á leiki á HM í Rússlandi sem er lítil tala miðað við það að 94 þúsund vildu fá miða á HM í Brasilíu 2014. „Þetta eru mun færri en áður en það breytir ekki því að við höfum miklar áhyggjur af því hvernig tekið verður á móti okkar fólki,“ sagði Boris Johnson. Bretar brugðust mjög hart við því þegar eitrað var fyrir rússneska njósnararnum Sergei Skripal og dóttir hans með taugaeitri í Bretlandi. Bretar sökuðu Rússa um að standa fyrir árásinni og vísuðu 23 rússneskum erindrekum úr landi. Rússar svöruðu síðan í sömu mynt eða með því að vísa breskum erindrekum úr landi. Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var leystur úr haldi árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Rússnesk yfirvöld hafa þvertekið fyrir að eiga nokkra hlutdeild í tilræðinu en Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, hefur áður ýjað að því að England muni mögulega draga sig úr HM í fótbolta.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira