Dagur og Eyþór láta hvor annan heyra það á Facebook Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2018 21:30 Eyþór Arnalds og Dagur B. Eggertsson eru byrjaðir í kosningabaráttu fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. vísir Þeir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, og Eyþór Arnalds, sem skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, létu hvorn annan heyra það á samfélagsmiðlinum Facebook í dag. Dagur tók sig til í morgun og gagnrýndi Eyþór og Sjálfstæðisflokkinn í borginni fyrir hugmyndir þeirra um uppbyggingu í Keldnahverfi sem frambjóðendur flokksins kynntu á íbúafundi í Grafarvogi í gær. Á fundinum kynnti Sjálfstæðisflokkurinn hugmyndir sínar um að færa stofnanir og atvinnutækifæri á Keldnasvæðið ásamt byggð sem myndi efla sjálfstætt og sjálfbært samfélag í Grafarvogi, eins og það var orðað í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum. Þá kom jafnframt fram á fundinum að flokkurinn ætlaði að beita sér fyrir einföldum lausnum í umferðarmálum sem munu koma til með að minnka tafatíma í austari hverfum borgarinnar.„Óraunsæi og skortur á framtíðarsýn“ Borgarstjóri gefur lítið fyrir þessar hugmyndir Sjálfstæðismanna ef marka má Facebook-færslu hans frá því í dag. Þar segir hann að í þeim „birtist vel óraunsæi og skortur á framtíðarsýn og þekkingu í samgöngu- og skipulagsmálum. Það er full ástæða til að vara borgarbúa við þessu, ekki síst þá sem búa í austurhluta borgarinnar og nota Miklubraut til að komast leiðar sinnar til og frá vinnu.“ Þá segir hann að Eyþór og Sjálfstæðisflokkurinn leggist gegn Borgarlínu og öðrum lykilleiðum sem séu hugsaðar til þess að létta á umferð. Hann boði engu að síður hverfi í landi Keldna við Grafarvog en að sögn Dags hefur uppbygging þar ávallt verið háð því að Borgarlína verði að veruleika. Vísar borgarstjóri í viljayfirlýsingu ríkis og borgar um viðræður um Keldnalandið frá því á síðasta ári. „Sjálfstæðisflokkurinn boðar hins vegar Keldnahverfi án nokkurra samgöngulausna og ætlar með öðrum orðum að bæta allri umferð frá þessu nýja hverfi inn á Miklubraut. Þetta er mjög vanhugsað og eiginlega bara galið. Ég held satt best að segja að íbúar í Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Árbæ og Breiðholti hafi ekki fengið kaldari kveðjur í seinni tíð. Þetta er bein árás á daglegar samgöngur þessa helmings borgarbúa og þar með lífsgæði,“ segir Dagur. „Það væri nær að biðjast afsökunar á ástandinu og fá aðra til að taka við“ Eyþór gagnrýnir síðan Dag á Facebook-síðu sinni fyrir að boða aðgerðaáætlun í leikskólamálum „korter í kosningar“ eins og hann orðar það. Eyþór bendir á að Dagur hafi verið átta ár í meirihluta í borginni og ástandið sé því algerlega á hans ábyrgð. „Dagforeldrum hefur fækkað um þriðjung og leikskólar hafa verið svo vanmannaðir að hundruð börn hafa verið send heim í vetur. Það er þunnur þrettándi að mæta núna korter í kosningar á glærusýningum og lofa að laga það sem borgartjórnarmeirihlutinn hefur vanrækt. Það væri nær að biðjast afsökunar á ástandinu og fá aðra til að taka við. Við viljum leysa vandann með því að forgangsraða rétt. Hætta í gæluverkefnunum sem hafa verið í forgangi og setja fjármagnið í að leysa þessi mál svo sómi sé að. Það er ekki trúverðugt að að þeir sem vandanum hafa valdið boði nú lausnir í nýjum loforðum!“ segir Eyþór. Dagur var spurður út í það í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvers vegna aðgerðaáætlunin í leikskólamálum hefði ekki komið fram fyrr og hvort ekki væri einmitt um að ræða stóra kosningaloforðið. Svaraði hann því til að málið snerist ekki um kosningar; ástæðan fyrir því að áætlunin hefði ekki komið fram strax í haust væri að borgin hefði viljað sjá fram úr mannekluvanda leikskólanna fyrst. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Dagur og Eyþór tókust á um borgarmálin: „Einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt“ Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. 4. febrúar 2018 13:15 Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Þeir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, og Eyþór Arnalds, sem skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, létu hvorn annan heyra það á samfélagsmiðlinum Facebook í dag. Dagur tók sig til í morgun og gagnrýndi Eyþór og Sjálfstæðisflokkinn í borginni fyrir hugmyndir þeirra um uppbyggingu í Keldnahverfi sem frambjóðendur flokksins kynntu á íbúafundi í Grafarvogi í gær. Á fundinum kynnti Sjálfstæðisflokkurinn hugmyndir sínar um að færa stofnanir og atvinnutækifæri á Keldnasvæðið ásamt byggð sem myndi efla sjálfstætt og sjálfbært samfélag í Grafarvogi, eins og það var orðað í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum. Þá kom jafnframt fram á fundinum að flokkurinn ætlaði að beita sér fyrir einföldum lausnum í umferðarmálum sem munu koma til með að minnka tafatíma í austari hverfum borgarinnar.„Óraunsæi og skortur á framtíðarsýn“ Borgarstjóri gefur lítið fyrir þessar hugmyndir Sjálfstæðismanna ef marka má Facebook-færslu hans frá því í dag. Þar segir hann að í þeim „birtist vel óraunsæi og skortur á framtíðarsýn og þekkingu í samgöngu- og skipulagsmálum. Það er full ástæða til að vara borgarbúa við þessu, ekki síst þá sem búa í austurhluta borgarinnar og nota Miklubraut til að komast leiðar sinnar til og frá vinnu.“ Þá segir hann að Eyþór og Sjálfstæðisflokkurinn leggist gegn Borgarlínu og öðrum lykilleiðum sem séu hugsaðar til þess að létta á umferð. Hann boði engu að síður hverfi í landi Keldna við Grafarvog en að sögn Dags hefur uppbygging þar ávallt verið háð því að Borgarlína verði að veruleika. Vísar borgarstjóri í viljayfirlýsingu ríkis og borgar um viðræður um Keldnalandið frá því á síðasta ári. „Sjálfstæðisflokkurinn boðar hins vegar Keldnahverfi án nokkurra samgöngulausna og ætlar með öðrum orðum að bæta allri umferð frá þessu nýja hverfi inn á Miklubraut. Þetta er mjög vanhugsað og eiginlega bara galið. Ég held satt best að segja að íbúar í Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Árbæ og Breiðholti hafi ekki fengið kaldari kveðjur í seinni tíð. Þetta er bein árás á daglegar samgöngur þessa helmings borgarbúa og þar með lífsgæði,“ segir Dagur. „Það væri nær að biðjast afsökunar á ástandinu og fá aðra til að taka við“ Eyþór gagnrýnir síðan Dag á Facebook-síðu sinni fyrir að boða aðgerðaáætlun í leikskólamálum „korter í kosningar“ eins og hann orðar það. Eyþór bendir á að Dagur hafi verið átta ár í meirihluta í borginni og ástandið sé því algerlega á hans ábyrgð. „Dagforeldrum hefur fækkað um þriðjung og leikskólar hafa verið svo vanmannaðir að hundruð börn hafa verið send heim í vetur. Það er þunnur þrettándi að mæta núna korter í kosningar á glærusýningum og lofa að laga það sem borgartjórnarmeirihlutinn hefur vanrækt. Það væri nær að biðjast afsökunar á ástandinu og fá aðra til að taka við. Við viljum leysa vandann með því að forgangsraða rétt. Hætta í gæluverkefnunum sem hafa verið í forgangi og setja fjármagnið í að leysa þessi mál svo sómi sé að. Það er ekki trúverðugt að að þeir sem vandanum hafa valdið boði nú lausnir í nýjum loforðum!“ segir Eyþór. Dagur var spurður út í það í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvers vegna aðgerðaáætlunin í leikskólamálum hefði ekki komið fram fyrr og hvort ekki væri einmitt um að ræða stóra kosningaloforðið. Svaraði hann því til að málið snerist ekki um kosningar; ástæðan fyrir því að áætlunin hefði ekki komið fram strax í haust væri að borgin hefði viljað sjá fram úr mannekluvanda leikskólanna fyrst.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Dagur og Eyþór tókust á um borgarmálin: „Einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt“ Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. 4. febrúar 2018 13:15 Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Dagur og Eyþór tókust á um borgarmálin: „Einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt“ Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. 4. febrúar 2018 13:15
Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01