Fótbolti

PSG í vandræðum eftir læti stuðningsmanna gegn Real

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuðningsmenn PSG voru í full miklu stuði að mati UEFA.
Stuðningsmenn PSG voru í full miklu stuði að mati UEFA. vísir/getty
Frönsku liðin, Marseille og PSG, hafa bæði verið sektuð af evrópska knattspyrnusambandinu fyrir hegðun stuðningsmanna sinna í Evrópuleikjum fyrr í þessum mánuði.

PSG voru ákærðir í fjórum liðum eftir að stuðningsmenn þeirra kveiktu í flugeldum, blysum og notuðu lasergeisla í átt að leikmönnum í leik liðsins gegn Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Norður-stúkan verður að standa auð í næsta Evrópuleik PSG en þar eru yfirleitt hörðustu stuðningsmenn PSG. Auk þess fengu þeir sekt up á 43 þúsund evrur en það er væntanlega klink fyrir franska stórliðið.

Landar þeirra í Marseille voru einnig ákærðir eftir læti fyrir leik liðsins gegn Athletic Bilbao í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Þrír stuðningsmann Marseille voru handteknir og tveir öryggisverðir voru fluttir á spítala.

Marseille fær engan miða fyrir stuðningsmenn sína er liðið spilar næst í Evrópudeildinni, sem er gegn RB Leipzig á útivelli í 8-liða úrslitunum, vegna þessara átaka. Þeir voru sektaðir einnig um 30 þúsund evrur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×