Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. mars 2018 06:00 Maðurinn hefur starfað sem Bocciaþjálfari um árabil á Akureyri. Fréttablaðið/Pjetur Gefin hefur verið út ákæra á hendur Guðrúnu Karítas Garðarsdóttur fyrir líflátshótun gegn manni sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þroskaskertum konum. Maðurinn, sem hefur um árabil starfað sem boccia-þjálfari á Akureyri, mun hafa stofnað til náinna vináttusambanda við kvenkyns iðkendur íþróttarinnar og nýtt sér þær kynferðislega í krafti yfirburðastöðu sinnar gagnvart þeim. Hefur hann til dæmis útvegað þeim húsnæði til búsetu og þannig tryggt sér aðgang að þeim, en þær á sama tíma rofið öll tengsl við fjölskyldu sína. Kæra var lögð fram á hendur manninum árið 2015 og er rannsókn lokið hjá lögreglu og hefur málinu verið vísað til héraðssaksóknara. Ákvörðun um ákæru á hendur manninum liggur ekki fyrir. Þegar Guðrún varð þess áskynja í ágúst síðastliðnum að maðurinn var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar, sem er þroskaskert og æfði um tíma boccia undir handleiðslu mannsins, brást hún ókvæða við og þusti inn á gólf vinnustaðar hans og hafði í hótunum við hann í vitna viðurvist. Henni var birt ákæra í síðustu viku þar sem henni er gefið að sök að hafa sagt: „Ég skal drepa þig helvítið þitt,“ og „jú víst, ég get látið drepa þig“. Síðari orðin er Guðrún sögð hafa haft uppi þegar brotaþoli lýsti efasemdum um hæfni hennar til manndrápa. Sjálf segist Guðrún ekki hafa sagt síðari orðin en gengst við því að hafa hótað manninum vegna samskipta hans við dóttur hennar. „Þetta eru veruleg vonbrigði og ég var bara slegin þegar mér var tilkynnt um ákæruna,“ segir Guðrún og lýsir furðu og vonbrigðum með að hún sé ákærð á undan manninum sem hefur að hennar sögn gengið laus og haldið uppteknum hætti allt frá því að grunur vaknaði um brot árið 2014. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Sjá meira
Gefin hefur verið út ákæra á hendur Guðrúnu Karítas Garðarsdóttur fyrir líflátshótun gegn manni sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þroskaskertum konum. Maðurinn, sem hefur um árabil starfað sem boccia-þjálfari á Akureyri, mun hafa stofnað til náinna vináttusambanda við kvenkyns iðkendur íþróttarinnar og nýtt sér þær kynferðislega í krafti yfirburðastöðu sinnar gagnvart þeim. Hefur hann til dæmis útvegað þeim húsnæði til búsetu og þannig tryggt sér aðgang að þeim, en þær á sama tíma rofið öll tengsl við fjölskyldu sína. Kæra var lögð fram á hendur manninum árið 2015 og er rannsókn lokið hjá lögreglu og hefur málinu verið vísað til héraðssaksóknara. Ákvörðun um ákæru á hendur manninum liggur ekki fyrir. Þegar Guðrún varð þess áskynja í ágúst síðastliðnum að maðurinn var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar, sem er þroskaskert og æfði um tíma boccia undir handleiðslu mannsins, brást hún ókvæða við og þusti inn á gólf vinnustaðar hans og hafði í hótunum við hann í vitna viðurvist. Henni var birt ákæra í síðustu viku þar sem henni er gefið að sök að hafa sagt: „Ég skal drepa þig helvítið þitt,“ og „jú víst, ég get látið drepa þig“. Síðari orðin er Guðrún sögð hafa haft uppi þegar brotaþoli lýsti efasemdum um hæfni hennar til manndrápa. Sjálf segist Guðrún ekki hafa sagt síðari orðin en gengst við því að hafa hótað manninum vegna samskipta hans við dóttur hennar. „Þetta eru veruleg vonbrigði og ég var bara slegin þegar mér var tilkynnt um ákæruna,“ segir Guðrún og lýsir furðu og vonbrigðum með að hún sé ákærð á undan manninum sem hefur að hennar sögn gengið laus og haldið uppteknum hætti allt frá því að grunur vaknaði um brot árið 2014.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Sjá meira