Heilbrigðisþing aftur á dagskrá Ingimar Einarsson skrifar 23. mars 2018 07:00 Um áratugaskeið innihélt heilbrigðislöggjöfin ákvæði um að halda heilbrigðisþing eigi sjaldnar en fjórða hvert ár. Til heilbrigðisþings voru boðaðir stjórnendur, fagfólk, fulltrúar félagasamtaka, stjórnmálamenn og fleiri sem létu sig málefni heilbrigðisþjónustunnar einhverju varða. Hélst sú skipan þar til ný heilbrigðislög voru samþykkt á árinu 2007. Heilbrigðisþing voru haldin 1980, 1995, 1999 og 2003. Sambærilegar samkomur voru einnig haldnar á árunum 2000 og 2001. Annars vegar snerust þær um gæði og árangur heilbrigðisþjónustu og hins vegar um menntun heilbrigðisstétta og mannaflaspár heilbrigðisþjónustunnar.Vettvangur hugmynda Heilbrigðisþingin voru hugsuð sem eins konar vettvangur ráðgjafar- og umsagnarstarfa á sviði heilbrigðismála og um leið grundvöllur stefnumótunar og áætlanagerðar til langs tíma. Heilbrigðisráðuneytinu var venjulega falið að undirbúa heilbrigðisþingin, í samráði við Embætti landlæknis, og jafnframt hefur ráðuneytinu verið falið að fullvinna þau mál sem fram komu á hverju þingi fyrir sig. Í flestum tilvikum vantaði nokkuð upp á að niðurstöðum heilbrigðisþinga væru fylgt eftir í samræmi við þær kröfur sem gera verður um framkvæmd slíkra verkefna.Heilbrigðisþingin Fyrsta heilbrigðisþingið var haldið á haustdögum árið 1980, í embættistíð Svavars Gestssonar, og segir í skýrslu frá þinginu að þátttaka hafi verið mikil og áhugi og metnaður fyrir hönd íslensku heilbrigðisþjónustunnar hafi einkennt umræðurnar. Annað heilbrigðisþingið var haldið í byrjun árs 1995. Umfjöllunarefni þingsins var heilbrigðisástand Íslendinga og horfur um heilsufar þjóðarinnar á næstu árum. Á þriðja heilbrigðisþinginu 1999 kom greinilega fram að í heilbrigðismálum, sem og á öðrum sviðum þjóðlífsins, væri nauðsynlegt að vinna skipulega að áætlanagerð og setningu markmiða á öllum sviðum heilbrigðiskerfisins. Loks var heilbrigðisþing haldið fjórum árum síðar, eða 7. nóvember 2003. Viðfangsefnið var Háskólasjúkrahús á Íslandi – Framtíðarsýn, hlutverk og samfélagsleg ábyrgð.Aftur á dagskrá Engum vafa er undirorpið að heilbrigðisþingin hafa verið mikilsverður vettvangur samskipta og skoðanaskipta um heilbrigðismál. Þar voru á dagskrá helstu stefnumál heilbrigðisþjónustunnar og málefni sem hafa verið til umræðu víða um lönd. Það er hins vegar umhugsunarefni hvers vegna þessi samtöl hafa ekki skilað sér nema að takmörkuðu leyti inn í hina pólitísku umræðu og ákvarðanatöku. Undantekningin er gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2010 sem samþykkt var af Alþingi á vormánuðum árið 2001. Spurningin er hvort ekki sé þörf á að taka upp þráðinn að nýju og efna til heilbrigðisþings til að leggja grundvöll að heilbrigðisstefnu til framtíðar og tryggja að ákvörðunum þess efnis verði fylgt eftir.Höfundur er félags- og stjórnmálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Um áratugaskeið innihélt heilbrigðislöggjöfin ákvæði um að halda heilbrigðisþing eigi sjaldnar en fjórða hvert ár. Til heilbrigðisþings voru boðaðir stjórnendur, fagfólk, fulltrúar félagasamtaka, stjórnmálamenn og fleiri sem létu sig málefni heilbrigðisþjónustunnar einhverju varða. Hélst sú skipan þar til ný heilbrigðislög voru samþykkt á árinu 2007. Heilbrigðisþing voru haldin 1980, 1995, 1999 og 2003. Sambærilegar samkomur voru einnig haldnar á árunum 2000 og 2001. Annars vegar snerust þær um gæði og árangur heilbrigðisþjónustu og hins vegar um menntun heilbrigðisstétta og mannaflaspár heilbrigðisþjónustunnar.Vettvangur hugmynda Heilbrigðisþingin voru hugsuð sem eins konar vettvangur ráðgjafar- og umsagnarstarfa á sviði heilbrigðismála og um leið grundvöllur stefnumótunar og áætlanagerðar til langs tíma. Heilbrigðisráðuneytinu var venjulega falið að undirbúa heilbrigðisþingin, í samráði við Embætti landlæknis, og jafnframt hefur ráðuneytinu verið falið að fullvinna þau mál sem fram komu á hverju þingi fyrir sig. Í flestum tilvikum vantaði nokkuð upp á að niðurstöðum heilbrigðisþinga væru fylgt eftir í samræmi við þær kröfur sem gera verður um framkvæmd slíkra verkefna.Heilbrigðisþingin Fyrsta heilbrigðisþingið var haldið á haustdögum árið 1980, í embættistíð Svavars Gestssonar, og segir í skýrslu frá þinginu að þátttaka hafi verið mikil og áhugi og metnaður fyrir hönd íslensku heilbrigðisþjónustunnar hafi einkennt umræðurnar. Annað heilbrigðisþingið var haldið í byrjun árs 1995. Umfjöllunarefni þingsins var heilbrigðisástand Íslendinga og horfur um heilsufar þjóðarinnar á næstu árum. Á þriðja heilbrigðisþinginu 1999 kom greinilega fram að í heilbrigðismálum, sem og á öðrum sviðum þjóðlífsins, væri nauðsynlegt að vinna skipulega að áætlanagerð og setningu markmiða á öllum sviðum heilbrigðiskerfisins. Loks var heilbrigðisþing haldið fjórum árum síðar, eða 7. nóvember 2003. Viðfangsefnið var Háskólasjúkrahús á Íslandi – Framtíðarsýn, hlutverk og samfélagsleg ábyrgð.Aftur á dagskrá Engum vafa er undirorpið að heilbrigðisþingin hafa verið mikilsverður vettvangur samskipta og skoðanaskipta um heilbrigðismál. Þar voru á dagskrá helstu stefnumál heilbrigðisþjónustunnar og málefni sem hafa verið til umræðu víða um lönd. Það er hins vegar umhugsunarefni hvers vegna þessi samtöl hafa ekki skilað sér nema að takmörkuðu leyti inn í hina pólitísku umræðu og ákvarðanatöku. Undantekningin er gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2010 sem samþykkt var af Alþingi á vormánuðum árið 2001. Spurningin er hvort ekki sé þörf á að taka upp þráðinn að nýju og efna til heilbrigðisþings til að leggja grundvöll að heilbrigðisstefnu til framtíðar og tryggja að ákvörðunum þess efnis verði fylgt eftir.Höfundur er félags- og stjórnmálafræðingur
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun