Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 78-81 │ Keflavík hélt sér á lífi Þór Símon Hafþórsson skrifar 23. mars 2018 22:00 Guðmundur Jónsson átti afbragðsleik í kvöld. Vísr/Bára Haukar og Keflavík mættust í kvöld í þriðja leik í einvígi liðanna í úrslitakeppni Dominos deildar karla í körfubolta. Staðan var 2-0 í einvíginu, deildarmeistara Hauka í vil, eftir eftirminnilegan sigur liðsins í Keflavík er Kári Jónsson hennti í mjög eftirminnilega flautukörfu á lokasekúndu leiksins. Keflavík mætti betri til leiks og var sprækari aðilinn í fyrsta og öðrum leikhluta án þess þó að stinga Hauka af. Staðan var 37-41, Haukum í vil þegar flautað var til hálfleiks. Haukar mættu dýrvitlausir í seinni hálfleikinn og hófu fyrstu þrjár mínútur þriðja leikhluta með að skora 11 stig en fá einungis tvö í andlitið. Haukar voru því skyndilega komnir með yfirhöndina eftir að hafa elt allan leikinn. Þegar þriðja leikhluta lauk þá var staðan 63-53, Haukum í vil, og þá orðið stefndi í aðKeflavík yrðu að kveðja úrslitakeppnina í 8-liða úrslitum. En sópur Hauka bilaði á ögurstundu í fjórða leikhluta. Keflavík fór hægt og örugglega að taka yfirhöndina og skyndilega þegar um fjórar mínútur voru eftir var Keflavík komið yfir, 71-73. Keflavík hélt þeirri forystu það sem eftir lifði leiks. Lokasekúndurnar voru æsispennandi þar sem t.a.m. hetja síðasta leiks, Kári Jónsson, brást bogalistinn furðulega oft. Lokatölur 77-80, Keflavík í vil. Fjórði leikur liðanna fer fram í Keflavík á mánudagskvöldið næsta.Afhverju vann Keflavík? Baráttan var til staðar hjá Keflavík frá A til Ö í leiknum. Haukar virtust frekar slakir í byrjun og héldu sér inn í leiknum á gæðum frekar en baráttu. En baráttan skilaði sér á endanum til Keflvíkinga. Þeir létu Hauka hafa fyrir öllum boltum og á endanum byrjaði þetta að falla almennilega fyrir gestunum eftir erfiða byrjun á seinni hálfleik. Hörður Axel varð svo algjör risi fyrir Keflvíkinga undir lok leiks. Nánar um það rétt fyrir neðan.Hverjir stóðu upp úr? Guðmundur Jónsson var maður leiksins heilt yfir í leiknum. Guðmundur skoraði 20 stig fyrir Keflvíkinga og barðist eins og ljón allan leikinn en missti af síðustu mínútunum leiksins eftir að hann fékk sína 5. villu. Og þá kom Hörður Axel inn. Hörður átti eitt rándýrt blokk Paul Jones var að setja í, að því virtist, örugga troðslu. Hörður kom eins og köttur og stal boltanum. Þetta var risa stórt augnablik. Hann setti þar að auki í nokkrar mikilvægar körfur á lokamínútunum og á stóran þátt í sigri Keflvíkinga.Hvað gekk illa? Það er í raun og veru erfitt að sjá hvað Haukar gerðu rangt. Þeir spiluðu alveg ágætlega á löngum köflum og voru lengi vel með yfirhöndina en það sem skildi liðin af, fyrst og fremst, var baráttan. Keflvíkingar voru baráttuglaðari og það skilaði gestunum sigrinum. Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur á mánudagskvöld í Keflavík. Við búumst við rosalegum leik þar!Guðmundur hefur verið að spila vel fyrir Keflavík.vísir/báraGuðmundur Jónsson: Maður tekur svona leiki alla leið Guðmundur Jónsson átti frábæran leik fyrir Keflvíkinga í kvöld er hann og hans menn lögðu Hauka í Schenker höllinni í Hafnarfirðinum, 77-80. „Mér fannst við koma til baka eftir tap í síðasta leik sem sveið mjög mikið. Skal viðurkenna það,“ sagði Guðmundur og vísaði þar í tap Keflvíkinga þar sem Kári Jónsson skoraði ótrúlega flautukörfu frá hinum enda vallarins sem tryggði Haukum sigurinn. „Við gátum tekið fullt af góðum hlutum úr síðasta leik. Sérstaklega fannst mér þeir eiga engin svör fyrstu þrjá leikhlutana í síðasta leik,“ sagði Guðmundur sem sagði sig og sína menn hafa mætti grimmir í kvöld. „Við vorum staðráðnir að koma hingað og láta finna fyrir okkur. Við leggjumst ekkert niður fyrir þeim þó staðan sé 2-0.“ Keflavík er eina liðið sem hefur unnið Hauka hér í Hafnarfirðinum í vetur og það hafa þeir gert tvisvar, hvorki meira né minna. En hvernig vinnur maður þetta Hauka lið? „Kári Jónsson og Paul Jones eru eiginlega bara mótórinn í liðinu. Ef við látum þá hafa fyrir hlutunum þá eru Haukar í vandræðum.“ Guðmundur varð að horfa á lokamínútur leiksins af bekknum en hann fór út af er hann nældi í sína 5. villu er um fjórar mínútur voru eftir. „Þetta er úrslitakeppnin. Stundum fær maður óþarfa villur á sig og það var rosalega erfitt að sitja á bekknum á lokamínútunum í báðum leikjum. Finnst það erfiðara en að spila inn á vellinum.“ En kemur ekkert til greina að fara varlega? „Maður fer bara alla leið í svona leik. Það er bara það eða ekki neitt. Ég er búin að spila svona síðan ég byrjaði að spila körfubolta. Ég er ekkert að fara að breytast núna.“ Friðrik Ingi þungt hugsi í kvöld en hann skákaði Ívar Ásgrímsson í kvöld.vísir/báraFriðrik Ingi: Fundum innri ró, kraft og neista „Við nálguðumst þennan leik mjög svipað og við gerðum síðasta leik. Við gerðum þó nokkrar breytingar sem ég held að gáfu okkur smá svigrúm,“ sagði Friðrik Ingi, þjálfari Keflvíkinga, eftir frábæran sigur á Haukum í kvöld. „Það er ekki auðvelt að koma í svona leik eftir loka andartök eins og í síðasta leik. Það væri auðveldara að leggjast bara flatur og gefast upp,“ sagði Friðrik en Haukar unnu með ævintýranlegum hætti síðasta leik liðanna á lokasekúndu leiksins. „Við fundum einhverja innri ró, kraft og neista og ég er gríðarlega ánægður með andann í hópnum og við uppskárum sigur hér í kvöld,“ en Keflvíkingar virkuðu grimmari frá fyrstu mínútu. „Ég sagði fyrir leik að þegar menn tapa eða sigra í svona einvígjum verða allir að halda bara góðu jafnaðargeði. Fara ekki of hátt upp eða of langt niður. Það hefur maður lært í gegnum tíðina,“ sagði Friðrik sem hrósaði að lokum Guðmundi Jónssyni fyrir frammistöðu sína. „Þetta er ótrúlegur keppnismaður. Hann var frábær í þessum leik. En við höfum stundum séð eftir honum á lokamínútunum en svona viljum við hafa þetta. Þegar menn setja svona hjarta í þetta þá kveikir það líka í öðrum.“Ívar spjallar við aðstoðarmann sinn, Vilhjálm Steinarsson, í kvöld.vísir/bára Ívar Ásgrímsson: Punglausir dómarar „Við vorum með leikinn í okkar höndum í þriðja og fjórða leikhluta. Við byrjum svo að taka vitlausar ákvarðanir og léleg þriggja stiga skot. Við hefðum mátt vera búnir að gera útum leikinn miklu fyrr,“ sagði ósáttur Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka eftir leik. Umdeilt atvik átt sér stað á lokasekúndum leiksins er brotið var á Kára Jónssyni, hetju síðasta leiks, en hann vildi fá þrjú tækifæri af vítalínunni en fékk þess í stað bara tvö skot og þá þegar tvær sekúndur voru eftir og munurinn þrjú stig. Ívar var ósáttur með þetta, sem-og, frammistöðu dómaranna. „Ég sá bara pungleysi dómara. Þeir þorðu ekki að taka neitt á Keflvíkingum allan leikinn. En sama má kannski segja um okkur. Við vorum ekki nógu harðir á móti,“ sagði Ívar og taldi að hans menn yrðu að líta í eigin barm frekar en að kenna dómurum um tapið. Hann segir Hauka staðráðna að klára einvígið á mánudagskvöldið er Haukar heimsækja Keflavík. „Höfum unnið þrjá leiki í vetur og ætlum að vinna þann fjórða á mánudaginn. Þurfum að undirbúa okkur vel í það. Vorum ekki nógu grimmir í kvöld og þurfum að vinna í því.“ Dominos-deild karla
Haukar og Keflavík mættust í kvöld í þriðja leik í einvígi liðanna í úrslitakeppni Dominos deildar karla í körfubolta. Staðan var 2-0 í einvíginu, deildarmeistara Hauka í vil, eftir eftirminnilegan sigur liðsins í Keflavík er Kári Jónsson hennti í mjög eftirminnilega flautukörfu á lokasekúndu leiksins. Keflavík mætti betri til leiks og var sprækari aðilinn í fyrsta og öðrum leikhluta án þess þó að stinga Hauka af. Staðan var 37-41, Haukum í vil þegar flautað var til hálfleiks. Haukar mættu dýrvitlausir í seinni hálfleikinn og hófu fyrstu þrjár mínútur þriðja leikhluta með að skora 11 stig en fá einungis tvö í andlitið. Haukar voru því skyndilega komnir með yfirhöndina eftir að hafa elt allan leikinn. Þegar þriðja leikhluta lauk þá var staðan 63-53, Haukum í vil, og þá orðið stefndi í aðKeflavík yrðu að kveðja úrslitakeppnina í 8-liða úrslitum. En sópur Hauka bilaði á ögurstundu í fjórða leikhluta. Keflavík fór hægt og örugglega að taka yfirhöndina og skyndilega þegar um fjórar mínútur voru eftir var Keflavík komið yfir, 71-73. Keflavík hélt þeirri forystu það sem eftir lifði leiks. Lokasekúndurnar voru æsispennandi þar sem t.a.m. hetja síðasta leiks, Kári Jónsson, brást bogalistinn furðulega oft. Lokatölur 77-80, Keflavík í vil. Fjórði leikur liðanna fer fram í Keflavík á mánudagskvöldið næsta.Afhverju vann Keflavík? Baráttan var til staðar hjá Keflavík frá A til Ö í leiknum. Haukar virtust frekar slakir í byrjun og héldu sér inn í leiknum á gæðum frekar en baráttu. En baráttan skilaði sér á endanum til Keflvíkinga. Þeir létu Hauka hafa fyrir öllum boltum og á endanum byrjaði þetta að falla almennilega fyrir gestunum eftir erfiða byrjun á seinni hálfleik. Hörður Axel varð svo algjör risi fyrir Keflvíkinga undir lok leiks. Nánar um það rétt fyrir neðan.Hverjir stóðu upp úr? Guðmundur Jónsson var maður leiksins heilt yfir í leiknum. Guðmundur skoraði 20 stig fyrir Keflvíkinga og barðist eins og ljón allan leikinn en missti af síðustu mínútunum leiksins eftir að hann fékk sína 5. villu. Og þá kom Hörður Axel inn. Hörður átti eitt rándýrt blokk Paul Jones var að setja í, að því virtist, örugga troðslu. Hörður kom eins og köttur og stal boltanum. Þetta var risa stórt augnablik. Hann setti þar að auki í nokkrar mikilvægar körfur á lokamínútunum og á stóran þátt í sigri Keflvíkinga.Hvað gekk illa? Það er í raun og veru erfitt að sjá hvað Haukar gerðu rangt. Þeir spiluðu alveg ágætlega á löngum köflum og voru lengi vel með yfirhöndina en það sem skildi liðin af, fyrst og fremst, var baráttan. Keflvíkingar voru baráttuglaðari og það skilaði gestunum sigrinum. Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur á mánudagskvöld í Keflavík. Við búumst við rosalegum leik þar!Guðmundur hefur verið að spila vel fyrir Keflavík.vísir/báraGuðmundur Jónsson: Maður tekur svona leiki alla leið Guðmundur Jónsson átti frábæran leik fyrir Keflvíkinga í kvöld er hann og hans menn lögðu Hauka í Schenker höllinni í Hafnarfirðinum, 77-80. „Mér fannst við koma til baka eftir tap í síðasta leik sem sveið mjög mikið. Skal viðurkenna það,“ sagði Guðmundur og vísaði þar í tap Keflvíkinga þar sem Kári Jónsson skoraði ótrúlega flautukörfu frá hinum enda vallarins sem tryggði Haukum sigurinn. „Við gátum tekið fullt af góðum hlutum úr síðasta leik. Sérstaklega fannst mér þeir eiga engin svör fyrstu þrjá leikhlutana í síðasta leik,“ sagði Guðmundur sem sagði sig og sína menn hafa mætti grimmir í kvöld. „Við vorum staðráðnir að koma hingað og láta finna fyrir okkur. Við leggjumst ekkert niður fyrir þeim þó staðan sé 2-0.“ Keflavík er eina liðið sem hefur unnið Hauka hér í Hafnarfirðinum í vetur og það hafa þeir gert tvisvar, hvorki meira né minna. En hvernig vinnur maður þetta Hauka lið? „Kári Jónsson og Paul Jones eru eiginlega bara mótórinn í liðinu. Ef við látum þá hafa fyrir hlutunum þá eru Haukar í vandræðum.“ Guðmundur varð að horfa á lokamínútur leiksins af bekknum en hann fór út af er hann nældi í sína 5. villu er um fjórar mínútur voru eftir. „Þetta er úrslitakeppnin. Stundum fær maður óþarfa villur á sig og það var rosalega erfitt að sitja á bekknum á lokamínútunum í báðum leikjum. Finnst það erfiðara en að spila inn á vellinum.“ En kemur ekkert til greina að fara varlega? „Maður fer bara alla leið í svona leik. Það er bara það eða ekki neitt. Ég er búin að spila svona síðan ég byrjaði að spila körfubolta. Ég er ekkert að fara að breytast núna.“ Friðrik Ingi þungt hugsi í kvöld en hann skákaði Ívar Ásgrímsson í kvöld.vísir/báraFriðrik Ingi: Fundum innri ró, kraft og neista „Við nálguðumst þennan leik mjög svipað og við gerðum síðasta leik. Við gerðum þó nokkrar breytingar sem ég held að gáfu okkur smá svigrúm,“ sagði Friðrik Ingi, þjálfari Keflvíkinga, eftir frábæran sigur á Haukum í kvöld. „Það er ekki auðvelt að koma í svona leik eftir loka andartök eins og í síðasta leik. Það væri auðveldara að leggjast bara flatur og gefast upp,“ sagði Friðrik en Haukar unnu með ævintýranlegum hætti síðasta leik liðanna á lokasekúndu leiksins. „Við fundum einhverja innri ró, kraft og neista og ég er gríðarlega ánægður með andann í hópnum og við uppskárum sigur hér í kvöld,“ en Keflvíkingar virkuðu grimmari frá fyrstu mínútu. „Ég sagði fyrir leik að þegar menn tapa eða sigra í svona einvígjum verða allir að halda bara góðu jafnaðargeði. Fara ekki of hátt upp eða of langt niður. Það hefur maður lært í gegnum tíðina,“ sagði Friðrik sem hrósaði að lokum Guðmundi Jónssyni fyrir frammistöðu sína. „Þetta er ótrúlegur keppnismaður. Hann var frábær í þessum leik. En við höfum stundum séð eftir honum á lokamínútunum en svona viljum við hafa þetta. Þegar menn setja svona hjarta í þetta þá kveikir það líka í öðrum.“Ívar spjallar við aðstoðarmann sinn, Vilhjálm Steinarsson, í kvöld.vísir/bára Ívar Ásgrímsson: Punglausir dómarar „Við vorum með leikinn í okkar höndum í þriðja og fjórða leikhluta. Við byrjum svo að taka vitlausar ákvarðanir og léleg þriggja stiga skot. Við hefðum mátt vera búnir að gera útum leikinn miklu fyrr,“ sagði ósáttur Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka eftir leik. Umdeilt atvik átt sér stað á lokasekúndum leiksins er brotið var á Kára Jónssyni, hetju síðasta leiks, en hann vildi fá þrjú tækifæri af vítalínunni en fékk þess í stað bara tvö skot og þá þegar tvær sekúndur voru eftir og munurinn þrjú stig. Ívar var ósáttur með þetta, sem-og, frammistöðu dómaranna. „Ég sá bara pungleysi dómara. Þeir þorðu ekki að taka neitt á Keflvíkingum allan leikinn. En sama má kannski segja um okkur. Við vorum ekki nógu harðir á móti,“ sagði Ívar og taldi að hans menn yrðu að líta í eigin barm frekar en að kenna dómurum um tapið. Hann segir Hauka staðráðna að klára einvígið á mánudagskvöldið er Haukar heimsækja Keflavík. „Höfum unnið þrjá leiki í vetur og ætlum að vinna þann fjórða á mánudaginn. Þurfum að undirbúa okkur vel í það. Vorum ekki nógu grimmir í kvöld og þurfum að vinna í því.“