Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Grindavík 84-81 │Stólarnir með sópinn á lofti Hákon Ingi Rafnsson skrifar 23. mars 2018 22:00 Sigtryggur Arnar Björnsson var magnaður í leiknum á þriðjudaginn. Vísir/Eyþór Tindastóll sigraði Grindavík í þriðju viðureign í einvígi liðanna og fer þar af leiðandi áfram í 4-liða úrslit. Bæði lið byrjuðu leikinn gífurlega sterkt og voru hníjöfn þegar 1 leikhlutinn var að hálfna en þá gáfu Grindvíkingar í og komust í 7 stiga forystu. Þegar 1 mínúta var eftir duttu heimamenn í gang og röðuðu niður þristunum en þeir komust úr stöðunni 12-18 í 22-23. Í öðrum leikhluta héldu bæði lið áfram að spila frábæran körfubolta og voru jöfn allan leikhlutann. Í þriðja leikhlutanum voru Grindvíkingar alltaf einu skrefi á undan og leiddu mest allan tímann með 3-6 stigum. Alltaf þegar Tindastóll skoraði körfu þá áttu Grindvíkingar leið til að svara því. Í fjórða leikhluta var spiluð virkilega hörð og föst vörn og liðin gerðu frábærlega á að stoppa sóknir en voru líka að spila frábæran sóknarbolta og hittu mjög vel. Þegar ein mínúta var eftir, var staðan 78-78. Sigtryggur Arnar setti niður tvö vítaskot og kom heimamönnum í 2 stiga mun þegar 40 sekúndur voru eftir, Grindvíkingar tóku langa sókn en Pétur Rúnar náði að stela boltanum og svo var brotið strax á honum en hann setti aðeins annað vítið og kom Tindastól í 3 stiga forystu þegar 18 sekúndur voru eftir af leiknum. Dagur Kár fékk gott þriggja stiga skot til að jafna leikinn en hitti ekki því og Antonio Hester náði frákastinu og það var strax brotið á honum. Hann setti fyrra vítið en klikkaði seinna svo að Grindvíkingar fóru í hraðaupphlaup og Dagur Kár setti niður ótrúlegan þrist til að minnka muninn í 1 stig. Grindvíkingar urðu að brjóta strax og gerðu það en Sigtryggur Arnar setti niður bæði vítaskotin og leiktíminn rann út áður en Grindvíkingar gátu fengið skot á körfuna.Afhverju vann Tindastóll? Tindastóll voru að spila frábæra vörn og sókn en það var aðallega vítanýtingin í lok leiks sem að skilaði sigrinum, annars hefðu Grindvíkingar með smá heppni geta unnið.Hverjir stóðu upp úr? Axel Kárason átti flottan leik í kvöld. Hann var að hitta vel og spilaði frábæra vörn á J´Nathan Bullock. Sigurður Gunnar átti einnig mjög góðan leik en hann skilaði inn 20 stigum og 7 fráköstum.Hvað gekk illa? Það var lítið sem ekkert sem gekk illa í kvöld en bæði liðin voru bara að spila virkilega flottan körfubolta.Hvað gerist næst? Grindavíkingar eru komnir í sumarfrí og þurfa bara að byrja að vinna í því að bæta sig fyrir næsta tímabil. Tindastóll eru komnir í undanúrslit og það er ekki enn ljóst hverjum þeir mæta. Sigurður Gunnar: Grautfúll yfir því að fara í sumarfrí Sigurður Gunnar, leikmaður Grindavíkur, stóð sig frábærlega í kvöld og var mikilvægur partur af Grindavíkurliðinu. „Ég er grautfúll, leiðilegt að fara í sumarfrí í mars.“ „Við hefðum þurft að vinna fyrsta leikinn og þá er þetta allt opið og við ættum séns á að sigra.“ Grindavík töpuðu öllum leikjum í seríunni og Siggi er skiljanlega fúll yfir því en hann var spurður hvernig næsta tímabil yrði hjá honum. „Ég er ekki farinn að hugsa svona langt, ég var að tapa núna og fer ekkert að hugsa það í dag.“Jóhann Þór: Tvö hörkulið og annað þurfti að tapa Jóhann Þór, þjálfari Grindavíkur, er ánægður með liðið sitt þrátt fyrir tapið í kvöld. „Ég er bara mjög svekktur en við gáfum þessu mjög góðan leik en leiðilegt að tapa.“ „Fyrstu tveir leikirnir voru hörkuleikir og það má svo sem segja að þetta detti aðeins meira með stólunum en þú vinnur inn þína eigin heppni. Þetta voru tvö hörkulið og annað liðið þurfti að tapa og það kom bara í okkar hlut þegar við komum hingað norður.“ Jóhann er aðeins spurður út í framtíðina með Grindavík. „Við þurfum bara að setjast niður og tala saman um framtíðina, það eru auðvitað vonbrigði að detta út svona snemma en við þurfum bara að tala saman um það.“Israel Martin: Verðum að ná okkur andlega og líkamlega fyrir næstu seríu Israel Martin, þjálfari Tindastóls, stjórnaði liðinu sínu frábærlega til sigurs í seríunni. „Það er ekki auðvelt að vinna þrjá leiki í röð og það skiptir ekki máli hvort það sé gegn Grindavík eða öðru liði, það er alltaf erfitt. Ég vil sérstaklega þakka Viðari og Friðriki Þór fyrir að gefa okkur auka orku og sérstaklega fyrstu 25 mínúturnar, þeir komu okkur aftur inn í leikinn, við spiluðum svo skynsamlega í lokin og hittum vítunum okkar.“ Tindastóll er komið í undanúrslit og það verður spennandi að sjá hverja þeir fá. „Við vitum ekki hverja við fáum og það er mikilvægt að leikmennirnir ná sér líkamlega og andlega og mæti svo sterkir í næstu seríu.“Axel Kárason: Verð að taka ofan hattin fyrir þeim Axel Kárason, leikmaður Tindastóls, var frábær í leiknum í kvöld, bæði sóknarlega og varnarlega. „Ég er gríðarlega ánægður með að klára þetta í 3 leikjum, þetta voru mjög flottir leikir og ég get ekki gert annað en að taka ofan hattin fyrir þeim, maður veit ekki hvað hefði geta gert í næstu tveimur leikjum og svo er bara mjög gott að fá smá pásu.“ „Axel segir að það væri þægilegt að fá KR vegna þess þá eru færri ferðir til Reykjarvíkur.“ Dominos-deild karla
Tindastóll sigraði Grindavík í þriðju viðureign í einvígi liðanna og fer þar af leiðandi áfram í 4-liða úrslit. Bæði lið byrjuðu leikinn gífurlega sterkt og voru hníjöfn þegar 1 leikhlutinn var að hálfna en þá gáfu Grindvíkingar í og komust í 7 stiga forystu. Þegar 1 mínúta var eftir duttu heimamenn í gang og röðuðu niður þristunum en þeir komust úr stöðunni 12-18 í 22-23. Í öðrum leikhluta héldu bæði lið áfram að spila frábæran körfubolta og voru jöfn allan leikhlutann. Í þriðja leikhlutanum voru Grindvíkingar alltaf einu skrefi á undan og leiddu mest allan tímann með 3-6 stigum. Alltaf þegar Tindastóll skoraði körfu þá áttu Grindvíkingar leið til að svara því. Í fjórða leikhluta var spiluð virkilega hörð og föst vörn og liðin gerðu frábærlega á að stoppa sóknir en voru líka að spila frábæran sóknarbolta og hittu mjög vel. Þegar ein mínúta var eftir, var staðan 78-78. Sigtryggur Arnar setti niður tvö vítaskot og kom heimamönnum í 2 stiga mun þegar 40 sekúndur voru eftir, Grindvíkingar tóku langa sókn en Pétur Rúnar náði að stela boltanum og svo var brotið strax á honum en hann setti aðeins annað vítið og kom Tindastól í 3 stiga forystu þegar 18 sekúndur voru eftir af leiknum. Dagur Kár fékk gott þriggja stiga skot til að jafna leikinn en hitti ekki því og Antonio Hester náði frákastinu og það var strax brotið á honum. Hann setti fyrra vítið en klikkaði seinna svo að Grindvíkingar fóru í hraðaupphlaup og Dagur Kár setti niður ótrúlegan þrist til að minnka muninn í 1 stig. Grindvíkingar urðu að brjóta strax og gerðu það en Sigtryggur Arnar setti niður bæði vítaskotin og leiktíminn rann út áður en Grindvíkingar gátu fengið skot á körfuna.Afhverju vann Tindastóll? Tindastóll voru að spila frábæra vörn og sókn en það var aðallega vítanýtingin í lok leiks sem að skilaði sigrinum, annars hefðu Grindvíkingar með smá heppni geta unnið.Hverjir stóðu upp úr? Axel Kárason átti flottan leik í kvöld. Hann var að hitta vel og spilaði frábæra vörn á J´Nathan Bullock. Sigurður Gunnar átti einnig mjög góðan leik en hann skilaði inn 20 stigum og 7 fráköstum.Hvað gekk illa? Það var lítið sem ekkert sem gekk illa í kvöld en bæði liðin voru bara að spila virkilega flottan körfubolta.Hvað gerist næst? Grindavíkingar eru komnir í sumarfrí og þurfa bara að byrja að vinna í því að bæta sig fyrir næsta tímabil. Tindastóll eru komnir í undanúrslit og það er ekki enn ljóst hverjum þeir mæta. Sigurður Gunnar: Grautfúll yfir því að fara í sumarfrí Sigurður Gunnar, leikmaður Grindavíkur, stóð sig frábærlega í kvöld og var mikilvægur partur af Grindavíkurliðinu. „Ég er grautfúll, leiðilegt að fara í sumarfrí í mars.“ „Við hefðum þurft að vinna fyrsta leikinn og þá er þetta allt opið og við ættum séns á að sigra.“ Grindavík töpuðu öllum leikjum í seríunni og Siggi er skiljanlega fúll yfir því en hann var spurður hvernig næsta tímabil yrði hjá honum. „Ég er ekki farinn að hugsa svona langt, ég var að tapa núna og fer ekkert að hugsa það í dag.“Jóhann Þór: Tvö hörkulið og annað þurfti að tapa Jóhann Þór, þjálfari Grindavíkur, er ánægður með liðið sitt þrátt fyrir tapið í kvöld. „Ég er bara mjög svekktur en við gáfum þessu mjög góðan leik en leiðilegt að tapa.“ „Fyrstu tveir leikirnir voru hörkuleikir og það má svo sem segja að þetta detti aðeins meira með stólunum en þú vinnur inn þína eigin heppni. Þetta voru tvö hörkulið og annað liðið þurfti að tapa og það kom bara í okkar hlut þegar við komum hingað norður.“ Jóhann er aðeins spurður út í framtíðina með Grindavík. „Við þurfum bara að setjast niður og tala saman um framtíðina, það eru auðvitað vonbrigði að detta út svona snemma en við þurfum bara að tala saman um það.“Israel Martin: Verðum að ná okkur andlega og líkamlega fyrir næstu seríu Israel Martin, þjálfari Tindastóls, stjórnaði liðinu sínu frábærlega til sigurs í seríunni. „Það er ekki auðvelt að vinna þrjá leiki í röð og það skiptir ekki máli hvort það sé gegn Grindavík eða öðru liði, það er alltaf erfitt. Ég vil sérstaklega þakka Viðari og Friðriki Þór fyrir að gefa okkur auka orku og sérstaklega fyrstu 25 mínúturnar, þeir komu okkur aftur inn í leikinn, við spiluðum svo skynsamlega í lokin og hittum vítunum okkar.“ Tindastóll er komið í undanúrslit og það verður spennandi að sjá hverja þeir fá. „Við vitum ekki hverja við fáum og það er mikilvægt að leikmennirnir ná sér líkamlega og andlega og mæti svo sterkir í næstu seríu.“Axel Kárason: Verð að taka ofan hattin fyrir þeim Axel Kárason, leikmaður Tindastóls, var frábær í leiknum í kvöld, bæði sóknarlega og varnarlega. „Ég er gríðarlega ánægður með að klára þetta í 3 leikjum, þetta voru mjög flottir leikir og ég get ekki gert annað en að taka ofan hattin fyrir þeim, maður veit ekki hvað hefði geta gert í næstu tveimur leikjum og svo er bara mjög gott að fá smá pásu.“ „Axel segir að það væri þægilegt að fá KR vegna þess þá eru færri ferðir til Reykjarvíkur.“
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti