Siggi segir fastari jörð í pólitíkinni en veðrinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. mars 2018 07:45 Sigurður leiðir lista Miðflokksins í Hafnarfirði. Vísir/Valli „Spáveðurfræðin gengur út á að spá fyrir um hið ókomna. Stjórnmálin eru oft að takast á við óvænta hluti. Það er þó fastari jörð undir stjórnmálunum heldur en í veðurfræðinni,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, oft kallaður Siggi stormur, en tilkynnt var um að hann yrði oddviti Miðflokksins í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði þann 26. maí næstkomandi. Listi Miðflokksins var kynntur í gær og segir Sigurður vinnu við smíði hans hafa staðið yfir undanfarnar fjórar vikur. Helsta einkenni listans, að sögn Sigurðar, er breiddin. Segir hann hafa verið horft til kynjajafnvægis, aldurs, stöðu og starfa, reynslu og áhugamála. Sigurður hefur áður verið viðriðinn íslensk stjórnmál, þótt hann sé eflaust þekktari fyrir veðurfræðistörf. Í febrúar 2012 stóð til að hann færi í framboð fyrir Samstöðu, flokk Lilju Mósesdóttur. Það gekk þó ekki eftir en mánuði síðar hætti Sigurður í flokknum. „Það er kannski ótímabært að tjá sig mikið nú um næstu skref mín, en ég er í það minnsta ekki að fara að stofna nýjan flokk að svo stöddu,“ sagði Sigurður við Pressuna í mars 2012. En nú, sex árum síðar, er veðurfræðingurinn mættur aftur og kveðst mjög bjartsýnn. „Miðflokkurinn er á góðri siglingu. Samkvæmt skoðanakönunnum hefur fylgi hans verið að aukast. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á þessu í Hafnarfirði,“ segir Sigurður sem stefnir á að ná þremur mönnum inn í ellefu manna bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Um áherslur framboðsins segir Sigurður að skynsemisjónarmið þurfi að ráða, ekki flokkslínur. „Þegar við höfum náð inn þessum þremur mönnum útilokum við ekki samstarf við neinn og ekki neinar hugmyndir heldur. Ef þær eru skynsamlegar og góðar viljum við styðja við þær.“ Segist Sigurður til að mynda vilja setja skipulagsmálin í forgang. Þar hafi verið óstöðugleiki undanfarin ár. „Það þarf að vinna þessa skipulagsvinnu af miklu meiri yfirvegun en hefur verið gert.“ Þá nefnir hann einnig skólamálin. Gríðarlegir fjármunir fari í skólamálin í Hafnarfirði en bærinn sé ekki að uppskera eins og hann sáir. „Það þarf að fara í gegnum það mjög ítarlega. Til dæmis skóla án aðgreiningar. Fyrir hverja er það gert? Er það fyrir þá sem eiga undir högg að sækja? Ég segi nei. Er þetta fyrir þá sem eru á fljúgandi siglingu? Hefur þetta skilað því sem við viljum að þetta skili?“ segir Sigurður enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
„Spáveðurfræðin gengur út á að spá fyrir um hið ókomna. Stjórnmálin eru oft að takast á við óvænta hluti. Það er þó fastari jörð undir stjórnmálunum heldur en í veðurfræðinni,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, oft kallaður Siggi stormur, en tilkynnt var um að hann yrði oddviti Miðflokksins í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði þann 26. maí næstkomandi. Listi Miðflokksins var kynntur í gær og segir Sigurður vinnu við smíði hans hafa staðið yfir undanfarnar fjórar vikur. Helsta einkenni listans, að sögn Sigurðar, er breiddin. Segir hann hafa verið horft til kynjajafnvægis, aldurs, stöðu og starfa, reynslu og áhugamála. Sigurður hefur áður verið viðriðinn íslensk stjórnmál, þótt hann sé eflaust þekktari fyrir veðurfræðistörf. Í febrúar 2012 stóð til að hann færi í framboð fyrir Samstöðu, flokk Lilju Mósesdóttur. Það gekk þó ekki eftir en mánuði síðar hætti Sigurður í flokknum. „Það er kannski ótímabært að tjá sig mikið nú um næstu skref mín, en ég er í það minnsta ekki að fara að stofna nýjan flokk að svo stöddu,“ sagði Sigurður við Pressuna í mars 2012. En nú, sex árum síðar, er veðurfræðingurinn mættur aftur og kveðst mjög bjartsýnn. „Miðflokkurinn er á góðri siglingu. Samkvæmt skoðanakönunnum hefur fylgi hans verið að aukast. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á þessu í Hafnarfirði,“ segir Sigurður sem stefnir á að ná þremur mönnum inn í ellefu manna bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Um áherslur framboðsins segir Sigurður að skynsemisjónarmið þurfi að ráða, ekki flokkslínur. „Þegar við höfum náð inn þessum þremur mönnum útilokum við ekki samstarf við neinn og ekki neinar hugmyndir heldur. Ef þær eru skynsamlegar og góðar viljum við styðja við þær.“ Segist Sigurður til að mynda vilja setja skipulagsmálin í forgang. Þar hafi verið óstöðugleiki undanfarin ár. „Það þarf að vinna þessa skipulagsvinnu af miklu meiri yfirvegun en hefur verið gert.“ Þá nefnir hann einnig skólamálin. Gríðarlegir fjármunir fari í skólamálin í Hafnarfirði en bærinn sé ekki að uppskera eins og hann sáir. „Það þarf að fara í gegnum það mjög ítarlega. Til dæmis skóla án aðgreiningar. Fyrir hverja er það gert? Er það fyrir þá sem eiga undir högg að sækja? Ég segi nei. Er þetta fyrir þá sem eru á fljúgandi siglingu? Hefur þetta skilað því sem við viljum að þetta skili?“ segir Sigurður enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira