Málefni barna í forgangi hjá ráðherra Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. mars 2018 07:45 Unnið er að breytingu á reglugerð um dagforeldra í heimahúsum. NordicPhotos/Getty „Ekki liggja fyrir heildstæðar tillögur um skilyrði þess efnis að að minnsta kosti tveir dagforeldrar starfi saman við daggæslu, en til greina kemur að nefndinni verði falið að skoða slíkt skilyrði,“ segir Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Reykjavíkurborg hefði eindregið hvatt til þess að reglugerð félagsmálaráðherra um daggæslu í heimahúsum yrði breytt þannig að tveir dagforeldrar að lágmarki starfi saman. Á þriðjudag var dagmóðir fundin sek í Héraðsdómi Reykjavíkur um að hafa beitt barn, sem hún gætti, ofbeldi. Barnið hlaut áverka, aðallega marbletti. Í svari aðstoðarmanns félagsmálaráðherra segir að á árinu 2016 hafi þáverandi félagsmálaráðherra, Eygló Harðardóttir, skipað nefnd til að endurskoða reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum. Auk fulltrúa ráðherra skipuðu nefndina fulltrúar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, Félags daggæsluráðgjafa og fulltrúa, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Barnaverndarstofu. Meðal þeirra atriða sem nefndinni var falið að líta til voru starfsskyldur og starfsskilyrði dagforeldra, skilyrði fyrir leyfisveitingu til dagforeldra og leyfissviptingu, framkvæmd og umfang eftirlits með starfsemi dagforeldra, menntun og símenntun dagforeldra auk öryggis og velferðar barna í daggæslu. „Vinna nefndarinnar hefur legið niðri um nokkra hríð en áætlað er að nefndin hefji aftur störf sem allra fyrst, en málefni barna eru í forgangi félags- og jafnréttismálaráðherra,“ segir í svarinu. Haft var eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hann ætti von á tillögum frá starfshópi um dagforeldra eftir tvær til þrjár vikur. Borgin sjái fyrir sér í auknum mæli að dagforeldrar starfi saman í litlum dagforeldrahúsum á leikvöllum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
„Ekki liggja fyrir heildstæðar tillögur um skilyrði þess efnis að að minnsta kosti tveir dagforeldrar starfi saman við daggæslu, en til greina kemur að nefndinni verði falið að skoða slíkt skilyrði,“ segir Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Reykjavíkurborg hefði eindregið hvatt til þess að reglugerð félagsmálaráðherra um daggæslu í heimahúsum yrði breytt þannig að tveir dagforeldrar að lágmarki starfi saman. Á þriðjudag var dagmóðir fundin sek í Héraðsdómi Reykjavíkur um að hafa beitt barn, sem hún gætti, ofbeldi. Barnið hlaut áverka, aðallega marbletti. Í svari aðstoðarmanns félagsmálaráðherra segir að á árinu 2016 hafi þáverandi félagsmálaráðherra, Eygló Harðardóttir, skipað nefnd til að endurskoða reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum. Auk fulltrúa ráðherra skipuðu nefndina fulltrúar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, Félags daggæsluráðgjafa og fulltrúa, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Barnaverndarstofu. Meðal þeirra atriða sem nefndinni var falið að líta til voru starfsskyldur og starfsskilyrði dagforeldra, skilyrði fyrir leyfisveitingu til dagforeldra og leyfissviptingu, framkvæmd og umfang eftirlits með starfsemi dagforeldra, menntun og símenntun dagforeldra auk öryggis og velferðar barna í daggæslu. „Vinna nefndarinnar hefur legið niðri um nokkra hríð en áætlað er að nefndin hefji aftur störf sem allra fyrst, en málefni barna eru í forgangi félags- og jafnréttismálaráðherra,“ segir í svarinu. Haft var eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hann ætti von á tillögum frá starfshópi um dagforeldra eftir tvær til þrjár vikur. Borgin sjái fyrir sér í auknum mæli að dagforeldrar starfi saman í litlum dagforeldrahúsum á leikvöllum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira