Lendingarbúnaður lokar leiðum úr bænum Sveinn Arnarsson skrifar 24. mars 2018 08:06 Gömlu brúna yfir Eyjafjörð má sjá á myndinni. Svæðið er notað í ýmiss konar útivist. Vísir/Pjetur Nýr ILS-lendingarbúnaður, sem setja á við Akureyrarflugvöll til að styðja betur við millilandaflug um völlinn, gæti lokað fyrir gönguog reiðleið um Eyjafjörð. Hestamenn á Akureyri eru slegnir yfir áformunum og vilja að bætt sé fyrir veginn hið snarasta. Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum 20. febrúarbreytingu á skipulagi til að koma búnaðinum fyrir. Segir í tillögunni að það loki núverandi göngu- og reiðleið. „Hins vegar opnast tækifæri við uppbyggingu nýrrar leiðar samhliða lagningu jarðstrengs yfir vesturkvísl Eyjafjarðarár,“ segir í tillögunni. Hins vegar er ekki ljóst hvenær farið verður í þær framkvæmdir. Samkvæmt samþykktu skipulagi hefði því þurft að loka veginum þar sem búnaðurinn yrði staðsetttur á gönguleiðinni. Þar með yrði hvorki hægt að fara gangandi né ríðandi yfir gömlu brýrnar svokölluðu sem smíðaðar voru árið 1923 og voru gamli þjóðvegurinn yfir Eyjafjarðará. Sigfús Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis, segir að ef vegurinn verði aflagður þurfi að leggja nýjan veg hið snarasta. Hestamenn á Akureyri verði innlyksa með þessum aðgerðum. „Við höfum átt fundi með bænum og viljum auðvitað ekki standa í vegi fyrir millilandaflugi. Hins vegar þarf að finna bót á þessu sem allra fyrst,“ segir Sigfús. Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri, segir að málið sé unnið hratt innan bæjarkerfisins. „Í fyrstu var okkur tjáð að lendingarbúnaðurinn myndi loka leiðinni. Eftir mikil fundahöld með Isavia og Landsneti hefur hins vegar komið í ljós að möguleiki er til þess að halda veginum opnum. Við erum að skoða alla möguleika í þessum efnum,“ segir Ingibjörg. „Það er okkar kappsmál að svæðið verði áfram nýtt sem útivistarsvæði og því leggjum við ríka áherslu á að finna lausnir á málinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Nýr ILS-lendingarbúnaður, sem setja á við Akureyrarflugvöll til að styðja betur við millilandaflug um völlinn, gæti lokað fyrir gönguog reiðleið um Eyjafjörð. Hestamenn á Akureyri eru slegnir yfir áformunum og vilja að bætt sé fyrir veginn hið snarasta. Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum 20. febrúarbreytingu á skipulagi til að koma búnaðinum fyrir. Segir í tillögunni að það loki núverandi göngu- og reiðleið. „Hins vegar opnast tækifæri við uppbyggingu nýrrar leiðar samhliða lagningu jarðstrengs yfir vesturkvísl Eyjafjarðarár,“ segir í tillögunni. Hins vegar er ekki ljóst hvenær farið verður í þær framkvæmdir. Samkvæmt samþykktu skipulagi hefði því þurft að loka veginum þar sem búnaðurinn yrði staðsetttur á gönguleiðinni. Þar með yrði hvorki hægt að fara gangandi né ríðandi yfir gömlu brýrnar svokölluðu sem smíðaðar voru árið 1923 og voru gamli þjóðvegurinn yfir Eyjafjarðará. Sigfús Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis, segir að ef vegurinn verði aflagður þurfi að leggja nýjan veg hið snarasta. Hestamenn á Akureyri verði innlyksa með þessum aðgerðum. „Við höfum átt fundi með bænum og viljum auðvitað ekki standa í vegi fyrir millilandaflugi. Hins vegar þarf að finna bót á þessu sem allra fyrst,“ segir Sigfús. Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri, segir að málið sé unnið hratt innan bæjarkerfisins. „Í fyrstu var okkur tjáð að lendingarbúnaðurinn myndi loka leiðinni. Eftir mikil fundahöld með Isavia og Landsneti hefur hins vegar komið í ljós að möguleiki er til þess að halda veginum opnum. Við erum að skoða alla möguleika í þessum efnum,“ segir Ingibjörg. „Það er okkar kappsmál að svæðið verði áfram nýtt sem útivistarsvæði og því leggjum við ríka áherslu á að finna lausnir á málinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira