„Mér líður ofboðslega vel í grænu“ Ingvi Þór sæmundsson skrifar 26. mars 2018 11:30 Einar Árni Jóhannsson var síðasti maðurinn til að gera Njarðvík að Íslandsmeisturum. Einar Árni Jóhannsson er tekinn við karlaliði Njarðvíkur í körfubolta í þriðja sinn. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur í gær. Einar Árni tekur við Njarðvíkingum af Daníel Guðmundssyni en samningur hans við félagið var ekki endurnýjaður. Njarðvík endaði í 5. sæti Domino’s-deildar karla í vetur og féll svo úr leik fyrir KR í 8-liða úrslitum, 3-0. „Maður er kominn heim og það er mjög góð tilfinning. Þetta átti sér mjög stuttan aðdraganda. Það var unnið hratt og var einlægur vilji af beggja hálfu til að koma samstarfi á,“ segir Einar Árni við Fréttablaðið. „Hér á ég sterkar rætur og íþróttahúsið hefur verið, sumir segja, mitt fyrsta frekar en annað heimili síðan ég var sex ára gamall. Ég byrjaði ungur að þjálfa hérna, móðir mín vann í íþróttahúsinu og ég var þarna öllum stundum.“ Hann stýrði Njarðvík fyrst á árunum 2004-07 og gerði liðið að bæði Íslands- og bikarmeisturum. Það eru síðustu stóru titlarnir sem Njarðvík hefur unnið. Einar Árni tók aftur við Njarðvík um mitt tímabil 2010-11 og stýrði liðinu til 2014. Síðustu þrjú ár hefur hann þjálfað Þór Þ. „Ég starfaði fyrir stórkostlegt félag í Þorlákshöfn og ég steig þar frá borði með miklum trega. En það kemur til af því að það eru 80 kílómetrar í hvora átt. Í dag eru þetta rétt rúmir 100 metrar,“ segir Einar Árni. „Ég hef þjálfað þá flesta lengi. Ég á kannski fæst ár með Loga [Gunnarssyni] því hann er ekki langt frá mér í aldri,“ segir Einar Árni sem hefur þjálfað alla heimamennina í liði Njarðvíkur. Að hans sögn tekur nú við vinna í leikmannamálum. „Það er jákvætt að sterkustu póstarnir eru á samningi en við horfum til þess að þétta raðirnar. Það þarf að fá mynd á hópinn og þá getum við skoðað hvað við ætlum að gera. Á þessum bæ vilja menn alltaf ná árangri,“ segir Einar Árni. Hann hefur þjálfað hjá þremur félögum á ferlinum sem öll leika í grænum búningum; Njarðvík, Breiðabliki og Þór Þ. „Mér líður ofboðslega vel í grænu,“ segir Einar Árni og hlær. Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira
Einar Árni Jóhannsson er tekinn við karlaliði Njarðvíkur í körfubolta í þriðja sinn. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur í gær. Einar Árni tekur við Njarðvíkingum af Daníel Guðmundssyni en samningur hans við félagið var ekki endurnýjaður. Njarðvík endaði í 5. sæti Domino’s-deildar karla í vetur og féll svo úr leik fyrir KR í 8-liða úrslitum, 3-0. „Maður er kominn heim og það er mjög góð tilfinning. Þetta átti sér mjög stuttan aðdraganda. Það var unnið hratt og var einlægur vilji af beggja hálfu til að koma samstarfi á,“ segir Einar Árni við Fréttablaðið. „Hér á ég sterkar rætur og íþróttahúsið hefur verið, sumir segja, mitt fyrsta frekar en annað heimili síðan ég var sex ára gamall. Ég byrjaði ungur að þjálfa hérna, móðir mín vann í íþróttahúsinu og ég var þarna öllum stundum.“ Hann stýrði Njarðvík fyrst á árunum 2004-07 og gerði liðið að bæði Íslands- og bikarmeisturum. Það eru síðustu stóru titlarnir sem Njarðvík hefur unnið. Einar Árni tók aftur við Njarðvík um mitt tímabil 2010-11 og stýrði liðinu til 2014. Síðustu þrjú ár hefur hann þjálfað Þór Þ. „Ég starfaði fyrir stórkostlegt félag í Þorlákshöfn og ég steig þar frá borði með miklum trega. En það kemur til af því að það eru 80 kílómetrar í hvora átt. Í dag eru þetta rétt rúmir 100 metrar,“ segir Einar Árni. „Ég hef þjálfað þá flesta lengi. Ég á kannski fæst ár með Loga [Gunnarssyni] því hann er ekki langt frá mér í aldri,“ segir Einar Árni sem hefur þjálfað alla heimamennina í liði Njarðvíkur. Að hans sögn tekur nú við vinna í leikmannamálum. „Það er jákvætt að sterkustu póstarnir eru á samningi en við horfum til þess að þétta raðirnar. Það þarf að fá mynd á hópinn og þá getum við skoðað hvað við ætlum að gera. Á þessum bæ vilja menn alltaf ná árangri,“ segir Einar Árni. Hann hefur þjálfað hjá þremur félögum á ferlinum sem öll leika í grænum búningum; Njarðvík, Breiðabliki og Þór Þ. „Mér líður ofboðslega vel í grænu,“ segir Einar Árni og hlær.
Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira