Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Sveinn Arnarsson skrifar 26. mars 2018 08:00 Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Vísir/Pjetur Í dag verður ný hraðhleðslustöð Orku náttúrunnar (ON) fyrir rafbíla tekin í gagnið á Mývatni og við það opnast hringvegurinn fyrir rafbíla. Innan við hundrað kílómetrar eru á milli hleðslustöðva fyrirtækisins á hringveginum. „Stór áfangi í samgöngusögu þjóðarinnar,“ segir framkvæmdastjóri ON. Orkuskipti í samgöngum eru á dagskrá stjórnvalda. Orkuskipti, sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að hraða þrífösun rafmagns, varmadæluvæðingu á köldum svæðum og auknum innviðum fyrir rafbíla, á að taka föstum tökum á þessu kjörtímabili. Fjöldi rafbíla hér á landi hefur stóraukist síðustu misseri. Í mars árið 2016 voru þúsund rafbílar á landinu. Í lok árs 2017 nálguðust rafbílar að verða 5.000 talsins. Því má segja að orkuskipti í samgöngum hér á landi séu hröð og rími við markmið um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda í Parísarsamkomulaginu. ,,Það er afar ánægjulegt að nú sé með góðu móti hægt að komast eftir öllum hringveginum á rafbíl. Orkuskipti í samgöngum eru ein af mörgum aðgerðum sem verið er að vinna að til að mæta alþjóðlegum skuldbindingum okkar í loftslagsmálum. Bætt drægni rafbíla skiptir hér líka miklu máli,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.„En nokkrar áskoranir eru enn til staðar, til dæmis heimahleðsla víða í fjölbýlishúsum og mörgum grónari hverfum í þéttbýli og einnig þarf að finna leiðir til að bílaleiguflotinn nýti sér vistvænni bifreiðar, því þær ráða miklu um endurnýjun bílaflotans,“ segir Guðmundur Ingi. Ár er síðan Orka náttúrunnar opnaði leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur fyrir rafbíla. Nú, ári síðar, eru hleðslustöðvar fyrirtækisins orðnar 31 talsins og stefnan er að bæta við um 20 stöðvum á næstu mánuðum. Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri ON, segir þessi tímamót á pari við opnun Skeiðarárbrúar á áttunda áratugnum. „Það má segja að þetta sé hin síðari opnun hringvegarins sem mun stuðla að umhverfisvænni samgöngum,“ segir Bjarni Már en bílaleigurnar hafa verið tregar til að kaupa inn rafbíla. „Erlendir ferðamenn eru að koma hingað til að upplifa hreinleikann og því myndu þeir fagna því ef þeim stæði til boða rafbíll, það er okkar mat.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Í dag verður ný hraðhleðslustöð Orku náttúrunnar (ON) fyrir rafbíla tekin í gagnið á Mývatni og við það opnast hringvegurinn fyrir rafbíla. Innan við hundrað kílómetrar eru á milli hleðslustöðva fyrirtækisins á hringveginum. „Stór áfangi í samgöngusögu þjóðarinnar,“ segir framkvæmdastjóri ON. Orkuskipti í samgöngum eru á dagskrá stjórnvalda. Orkuskipti, sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að hraða þrífösun rafmagns, varmadæluvæðingu á köldum svæðum og auknum innviðum fyrir rafbíla, á að taka föstum tökum á þessu kjörtímabili. Fjöldi rafbíla hér á landi hefur stóraukist síðustu misseri. Í mars árið 2016 voru þúsund rafbílar á landinu. Í lok árs 2017 nálguðust rafbílar að verða 5.000 talsins. Því má segja að orkuskipti í samgöngum hér á landi séu hröð og rími við markmið um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda í Parísarsamkomulaginu. ,,Það er afar ánægjulegt að nú sé með góðu móti hægt að komast eftir öllum hringveginum á rafbíl. Orkuskipti í samgöngum eru ein af mörgum aðgerðum sem verið er að vinna að til að mæta alþjóðlegum skuldbindingum okkar í loftslagsmálum. Bætt drægni rafbíla skiptir hér líka miklu máli,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.„En nokkrar áskoranir eru enn til staðar, til dæmis heimahleðsla víða í fjölbýlishúsum og mörgum grónari hverfum í þéttbýli og einnig þarf að finna leiðir til að bílaleiguflotinn nýti sér vistvænni bifreiðar, því þær ráða miklu um endurnýjun bílaflotans,“ segir Guðmundur Ingi. Ár er síðan Orka náttúrunnar opnaði leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur fyrir rafbíla. Nú, ári síðar, eru hleðslustöðvar fyrirtækisins orðnar 31 talsins og stefnan er að bæta við um 20 stöðvum á næstu mánuðum. Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri ON, segir þessi tímamót á pari við opnun Skeiðarárbrúar á áttunda áratugnum. „Það má segja að þetta sé hin síðari opnun hringvegarins sem mun stuðla að umhverfisvænni samgöngum,“ segir Bjarni Már en bílaleigurnar hafa verið tregar til að kaupa inn rafbíla. „Erlendir ferðamenn eru að koma hingað til að upplifa hreinleikann og því myndu þeir fagna því ef þeim stæði til boða rafbíll, það er okkar mat.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira